Sunnanfari - 01.08.1891, Blaðsíða 3

Sunnanfari - 01.08.1891, Blaðsíða 3
11 í hvert hundrað. Smérpundið er 48^/2 eyrir í Eyjafjarðarsýslu 1890. Yrði þá beggja þeirra hluti í smjörvum ... 13,968 Olöf og Sofía feingu helmingi minna 6,984 Samkvæmt gjafabréfi Lopts frá 20. Apr. 1430 þá fékk hver óskilgetinna sona hans þrjú hundruð hundraða (Ormur, Skúli, Sumarliði [og Ólafurj). Gerði maður þar hundraðið á 150 kr. sem óhætt mun, því þeirra hluti var mestur í góðri fasteign, þá yrði það alls................................... 180,000 Eptir þessu yrði þá allur auður Lopts 807,452 kr. Gerði maður að hann hefði haft fjóra af hund- raði i arð af eignum sínum, þá ættu árstekjur hans að hafa verið 27,298 kr. II. Giiðmimdur Arason á Meykhölmn hefir verið stórríkur maður. Hann var yfirgangsmaður mikill, og fór svo að eignir hans voru teknar undir konung nálægt 1446. Voru þá gerðar skár yfir hvað hann átti og eru þær til enn í afskriptum; má af þeim æðimikð sjá hvað mikið hann hefir átt. þ>ó verður nokkuð að ætla á um verð innanstokks muna. pá átti Guðmundur þessi höfuðból: Reykhóla, Kaldaðarnes í Bjarnarfirði, Núp í Dýrafirði, Brjánslæk, Saurbæ á Rauða- sandi og Fell í Kollafirði. Auk þess átti hann jarðir í Arnarfirði, í Múlaþingum, Gufudals- þingum, Breiðafjarðareyjar og jarðir í Tálkna firði. Als voru jarðir Guðmundar með höfuð- bólum og öllu saman 3217 hundraða eða hér um bil............................. 482,550 kr. Kúgildi með öllutn jörðum hans voru als 630 að tölu eða hér um bil...... 34,916 í kvikfénaði og búsgagni með öllum sínum jörðum hefir hann átt hér um bil............................. 86,776 Als hefir hann því átt hér um bil... 604,242 Guðmundur hefði því átt að hafa í tekjur ár- lega hér um bil 24,170 kr. Reikningarnir yfir eignir Guðmundar eru æði ríkismannslegir og höfuðból hans voru setin með rausn. f>á voru til bús á Reykhólum meðal annars 45 kýr, 45 kýr á Bæ á Rauða- sandi, 42 kýr á Núpi í Dýrafirði, 25 kýr í Kaldaðarnesi, 24 kýr á Brjánslæk, 12 kýr á Felli í Kollafirði. f>á voru »átta svín gömul með grísum« á Reykhólum, »tíu svín gömul og tvær giltur að auk með átta grísum hvor« á Núpi í Dýrafirði og »nfu svín gömul og tvær giltur að auk með átta grísum hvor« á Bæ á Rauðasandi og eptir því var alt annað. A Brjánslæk var þá »rauðasmiðja stór með tólum«, en rauðasmiðja er í Búalögum frá hér um bil 1460 metin »þrjár merkur með öllum tólum«, en það eru 96 kr. Annars finnum vér sjaldan getið um rauðusmiðju. Til var þó ein á Grenjaðarstað 1406, þegar þ>orleifur Arnason bjó þar. Innanstokks var alt ríkmannlegt á bú- um Guðmundar. A Reykhólum voru t. a. m. »fimm glituð línhægindi«, »tveir stakkar með skarlat« og »fuglastakkurinn góði«, og »átján stór drykkjukorn, sum búin með silfur«. í Bæ voru meðal annars »fjögur hægindi glituð« og »fjórir borðdúkar kostulegir þréttán álna hver«. í>ar er og getið um »tunnur og pípur og önnur ölgögn«. Eignir Guðmundar voru, eins og áður er getið, teknar undir konung, en Kristján kon- ungur fyrsti, sem altaf var í því botnlausasta skuldabraski og peningahraki, seldi þær aptur mestallar Birni ríka þ>orleifssyni og Ólöfu konu hans, en þó fór svo, að Ólöf og synir hennar urðu að skila miklu af þeim síðar erfingjum Guðmundar. Tvö kvæði eptir Einar Benediktsson Grettisbæli. Jeg stari út yfir storð og mar; á steini jeg sit, þar sem byrgið var, og hallast að hrundum þústum. Jeg lít í kring yfir kot og sel, yfir kroppaðar þúfur, blásinn mel, og feðra frægðina’ í rústum. Og hálfgleymdar sagnir í huga mér, hvarfla um það sem liðið er, og manninn, sem hlóð þetta hreysi. Mér er sem eg sjái hið breiða bak, bogna og reisa heljartak, í útlegð og auðnuleysi. En einkum er mér sem eg heyri hljóm af hreinum og föstum karlmannsróm,

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.