Sunnanfari - 01.08.1891, Blaðsíða 6

Sunnanfari - 01.08.1891, Blaðsíða 6
14 hjálpar hjá honum. J>á var Sigríður dáin en Vigfús hrumur orðinn og sjúkur. Sigmundur synjaði honum hjálparinnar. Fór sendimaður Vigfúsar á brott við svo búið og varð honum þá þetta að orði: »Auminginn hún Sigríður! Hún átti þó von á svo góðu af honum föður- bróður sínum«. Sigmundi varð órótt í skapi við þessi orð. Sofnaði hann seint um nóttina. En er hann sofnaði, dreymdi hann Sigríði og og talaði hún við hann og sagði nieðal annars, að hún ætlaði að sýna honum blómin sín fögru. Hann brá við og fór til bróður síns. Var hann þá dáinn. En Sigmundur tók bróðurdóttur sína heim til sína heim með sér og arfleiddi hana. Batnaði honum þá þunglyndi það, er jafnan hafði sótt á hann, síðan hann misti Sigríði. Sig- riður yngri giptist seinna efnilegum bóndasyni þar í sveitinni. Arið 1890 kom út í Reýkjavík lítil frásaga, er heitir »Bræðurnir í Perludalnum«. Utgefand- inn nefnir sig Sv. St., en höfundurinn er ekki nafngreindur. þ>ráðurinn í þeirri sögu er þessi: Böðvar og Björn hétu bræður tveir, ungir menn og efnilegir. Báðir feldu þeir ástarhug til sömu stúlku. Sú hét Sólrún. Varð þetta þeim bræðr- um til sundurþykkis. þ>ó kvað mest að því eptir að þau eitt kveld höfðu spilað »vist« og Sólrún hafði gefið Birni útsaumaða ábreiðu að skilnaði. Síðan áttust þau Björn og Sólrún og settu bú á föðurleifð hennar. Gekk fé þeirra skjótt til þurðar og þau gátu ekki leingur verið í Perludalnum. Tók þau sér þá mánaðarferð á hendur og fluttu búferlum upp í Kaldadal og t>Juggu þar til æfiloka. Böðvar reisti bú á föðurleifð þeirra bræðra og varð hinn gildasti bóndi, en ógiptur var hann alla æfi. Hér urn bil 20 árum eptir að þau Björn fóru úr Perlu- dalnum, sendi Björn sendimann með bréf til bróður síns og bað hann hjálpar. En Böðvar synjaði. Litlu síðar dreymdi hann Sólrúu*u Talaði hún við hann og sagði meðal annars, að hún ætlaði að sýna honum blómin sín fögru. Hann brá við og fór í Kaldadal. þ>á var Björn dáinn fyrir nokkru, en Sólrún nýdáin. Böðvar tók Svanhvít bróðurdóttur sína heim með sér og arfleiddi hana. Batnaði honum þá þung- lyndi það, er jafnan hafði sótt a hann, síðan hann misti Sólrúnu. Svanhv giptist seinna efnileg- um bóndasyni þar í sveitinni. Hver sem les þetta ágrip af báðum sög- unum, mun skjótt sjá, að hinn nafnlausi höf- undur hefir gert sér hægt um hönd og tekið efnið úr sögu Andersens. Hann hefir að vísu gert nokkrar smábreytingar. En þær eru allar þýðingarlausar fyrir rás viðburðanna og mjög svo smekklausar. í fám orðum að segja hefit höfundur tínt saman limi úr öllum áttum og skeytt saman og að lokum sett höfuð, er annar hafði gert, á hrossháls þessarar ófreskju. Hefði nú höfundur óafvitandi tekið efnið úr annars manns riti og skemt það af klaufaskap, þá væri það vorkunnarmál. En það er ekki því að heilsa. Hann hefir vísvitandi tekið efnið til láns og ætlað að reyna að dylja það með þessum smábreyt- ingum sínum.* 1) Með fám orðum verð eg að minnast á fjaðr- irnar, eða búninginn. Skrautfjaðrirnar eru án efa landslýsingarnar. þ>að verður ekkert haft á móti fallegum náttúrulýsingum. En þær eru allt annað en fallegar hjá þessum höfundi. Fyrst og fremst er það einskis lands náttúra, sem hann lýsir. Sú náttúra, sem höf. lýsir, er samtíningur úr öllum áttum. Til þess að lesendurnir fái hug- mynd um lýsing hans á íslenzkri náttúru, set eg hér nokkrar málsgreinir úr sögunni. A bls. 3 segir, að í perludalnum sé ýmsar hávaxnar trjátegundir, en á sléttum grundum milli eikanna liljur og rósir. þ>ar blómgast hin ungu blóm í forsælu trjánna. F'ugla(fylkinga)- J) f>á af lesendum blaðs þessa, er kynnu að efast um að þessi skoðun mín sé rökstudd, bið eg að lesa saman þessa staði i báðum bókunum: í lestrarbókinni bls. 62. Ekki — reiddust — - 63. f>að — byltunni. — - 63. Svona — annan. 64. Hann — aleinn. — - 65. f>að — öxl. — - 65 Hvað — Sigrnundi. — - 65. Sigm. stokkrodnaði — kominn. I »bræðrunum« bls. 10. Ekki — reiddust. — - II. f>að — hátiðiskvöldi. — - II. Svona — annan. — - 16. Honum — aldrei. — 17. f>að — hendi — - 17. Hvað — Böðvari. — - 17— 18. |>að var líkust — sinnar. |»essii staðir er allir nálega samldjóða í báðum bókunum bæði að efni, orðavali og orðasetning. Eg hefi fundið fleiri slíka staði en þykir of langt að tína þá alla til. J

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.