Sunnanfari - 01.07.1892, Blaðsíða 9
9
Reyndar hefir verið einhver undirstraumur af
vesaldarskap hjá Gísla á ýngri árum hans, og
kemur hann einna mest fram í Faraldri en slíkt
»hjartaspreingjandi harmaveinsgal« dæmir Gísli
sjálfur hart en rétt (bls. 351):
Hvað eru skáld og hvað er þeirra harmur?
Hugarburður og uppgerð sálarkvöl.
þ>eir láta sem að þrútni af sorgum barmur
og þjái hjartað djúpt og háleitt böl o. s. frv.
og þótt Gísla þættí ávalt mikið koma til Far-
aldurs (120), mun það þó hafa komið af ein-
hverjum öðrum ástæðum en hann sæi ekki að
slík kvæðavella væri betur ókveðin.
j»ess má geta í fljótu máli, að Gísli hefir
ort færra af lausavísum og meira um stjörnur
enn flest eða öll önnur íslenzk skáld. Enn má
geta þess Ijóðmælum Gísla til gildis að fátt virð-
ist vera í þeim af berum smekkleysum (Fíkju-
tréð og fjólublómin (354) kom þó fremur undar-
lega við) og að mjög fá ljóð eru í bók hans
sem einskis eru nýt. Kvæðið til Gísla Thoraren-
sens (226) er þó mjög ómerkilegt, .þótt islenzk
ástaskáld geti lært ýmislegt af því. Sumt af
Guðspjallamálunum hefði mátt missa sig (endinn
á 1, 2 og 4) og sumt af Dagbókarljóðunum er
mjög lítilvægt og loksins er mér óskiljanlegt að
nokkur maður hafi gagn eða gaman af Far-
aldri nema vísunum um frelsið (119).
fýðingarnar af íslenzku á öhnur mál virð-
ast vera góðar. Kvæði Gísla á útlendum mál-
um og þýðingar hans á íslenzku læt eg liggja
millum hluta, en þess má geta að frumkvæðin
eru flest eptir merk skáld, flest eptir Byron.
Mart þyrfti fleira að segja um Gísla Brynj-
úlfsson ef vel væri, því maðurinn var nauða-
einkennilegur og svo eru kvæði hans, en ekki er
rúm til þess í Sunnanfara.
Útgáfan virðist vera vel af hendi leyst. þ>ó
er talsvert af prentvillum i bókinni, en ekki eru
tæki til að telja þær hér upp, enda skipta þær
minstu. þ>ó er vert að geta þess, að í einkunnar-
vísunni við kvæðið um Olaf Stefánsson eru þrjár
villur. Ölafur Davíösson.
Vilhjalmur Finsen, Dr. juris og fyrrum hæsta-
réttardómandi andaðist hér i borginni á Jóns-
vökudag, hinn 23. Júní, eptir hér um bil mán-
aðarlegu. Hafði það hörmulega slys viljað til að
hann varð undir vagni miðja vega i Maímánuði og
meiddist töluvert á brjósti og höfði og vinstra hand-
legg,' en þó ekki hættulega og var kominn á góðan
bataveg, enþásettisvo að gamalli heilsubilan, er hann
hafði kent leingi, að það dró hann til dauða. »þar fór
góður lagamaður, kall minn«, sagði Bjarni Haldórs-
son á þingeyrum, þegar hann frétti lét Orms Daða-
sonar. Eins segjum vér hér, þvi að með Dr. Vil-
hjálmi fór mestur lagamaður allra samlendra manna
um íslenzk lög að fornu og mátti þar eingum
manni skipa við hlið hans, nema helzt Maurer.
Hann hefir og unnið enum elztu lögum Islendinga
(Grágás) meiri þörf en gert hefir nokkur maður
annar hingað til. Nú var hann að vinna að ís-
lenzkri réttarfarsögu fram til 1271, og frá henni dó
hann. Af því að vér höfum áður tekið upp mynd
af þessum merkismanni hér í blaðinu (I Nr. 3) og
ritað þar nokkuð um hann skulum vér visa til þess,
sem þar er sagt, en bæta því þó við, að hann var
i nefnd Arna Magnússonar frá því 1871, og var
koma hans þangað góð, þvi að upp frá þvi hefir
nefndin starfað margfalt við það, sem áður hafði
verið um langa hríð. — Jarðarför hans fór fram
29. Júní, og stóð fyrir henni Hannes Fipsen stipt-
amtmaður í Rípum, bróðir hins látna. Islendingar
lögðu pálmagreinar á kistuna og stóð ritað á þær:
»Frá íslenzkum námsmönnum«.
Olafur Haldórsson skrifstofustjóri i islenzku
stjórnardeildinni er nú kominn aptur úr Suður-
löndum.
Próf í guöfræði við Kaupmannahafnarháskóla
tók Jón Helgason, Hálfdánarsonar, 20. Júni með
1. einkunn.
Próf í heimspeki við Kaupmannahafnarháskóla
hafa þessir íslendingar tekið: Friðrik (Hallgrím-
son) Sveinsson og Helgi Pétursson, og feingu báðir
ágætlega; Jens Waage, Karl Nikulásson, Magnús
Einarsson, Pétur Hjálmsson og Sigurður Pétursson,
og feingu allir dável. Guðmundur Sveinbjörnsson
fékk vel.
Bækur Þjóðvinafelagsins frá Kaupmannnahöfn
eru nú komnar út. Aðalbókin er »Hvers vegna?
Vegna þess«, 8 arkir með 53 myndum ágætum og
236 mjög fróðlegum smágreinum um ljósfræði, hljóð-
fræði, segulafl, rafmagn, stjörnufræði og loptfræði.
Nýkomin er út ensk ferðabók um Island:
A ride across Iceland in the summer of 1891,
eptir séra W. T. McCormick (London 1892. (6)-j-
103 bls. 8vo og mynd af höfundinum framanvið).
Pappirinn skæðaþykkur. Prentið ágætt. Bókin
annars í alla staði ómerkileg.
Fomaldarsögur Norðurlanda eru byrjaðar að
koma út í nýrri útgáfu hjá Sigurði Kristjánssyni,
mikið fallegri að ytra frágangi, en i textanum eru
margar prentvillur.
•Heimskringla og Öldin*
er stærsta íslenzka blað i heimi, elzta og út-
lireiddasta íslenzka blað 1 Vesturheimi, kemur út hvern
miðvikudag og laugardag, tvö blöð á vilcu, hvort 24 dállcar.
Ritstjóri: Jón Olafsson fyrv. alþm.
Kostar í Danmörk, sent eitt sinn á viku 6 kr.; sent
tvisvar á viku 7 kr. 50. Á íslandi 6 kr. í Canada og
Bandaríkjunum 2 dollara.
„Sameiningin“, mánaðarrit til stuðnings kirkju og
kristindómi ísler.dinga, gefið út af hinu ev. lút. kirkjufélagi