Sunnanfari - 01.07.1892, Blaðsíða 6

Sunnanfari - 01.07.1892, Blaðsíða 6
6 komu Bolla sem biðils frá því að koma sem vinur og trúnaðarmaður skilst oss sem hefði getað orðið hentugt efni í góðan skáldskap. Oss langar og að vita meira um þetta af því það er eitt af aðal- atriðum sögunnar: Hafði Guðrún t. a. m. spurt skipkomuna áður en Bolli segir henni tiðindin ? og ef svo er, hversu varð henni þá við? sér Guðrún til ferða Bolla þegar hann kemur? kemur hún út eða biður hún hans inni? Talast þau einmæli við í það sinn? Segir hann henni þá ást sína, eða veit hún hana áður? þetta kann nú sumum að finnast smámuna- semi og hótfyndni. Höfundurinn vitum vér að skilur oss, því það eru einmitt þessir smámunir sem gera kvæðið að skáldskap. þeir setja hold og lit á beinagrind sögunnar, ef svo mætti segja. þeir leiða söguna til hjartans og til- finninganna og án þeirra verða skýringarnar aldrei annað en skýringar og þá bezt komnar i árbókum Fornleifafélagsins. þeir eru leikvöllurinn ogtjöldin og án þeirra verður frásögnin sem skemtileikur á víðavangi. Vér skiljum heldur ekki annað en að það hefði mátt gera sér mat úr kvenna- þvaðrinu. . Hrefna greyið er svo yndislega náttúrleg, ber- orð eins og æskan sjálf, og svo laus við öll þessi kló- kindi, sem koma yfir yngis- meyjar á þrítugsaldrinum, að það var eingin vandi að láta einhverja kjaptakindina segja af henni heila háðsögu ogjafnvel herma eptir henni, því þó höfundurinn segi oss að umrenningar hafi borið þvaðrið milli bæjanna, þá er oss það eiginlega ekki nein opinberun, því vér höfðum rent grun i það áður, að þetta hafi ekki komið i loptinu. Allir þessir viðburðir verða oss miklu ljósari i kvæði Vilhjálms Morriss skáldsins brezka í hinu mikla kvæði hans um þetta efni og þar stendur stundum alt svo lifandi fyrir oss, menn og viðburðir, eins og vér sæjum það á leiksvæði fyrir augum vorum. En slikt er erfitt og vandasamt, það er satt, og það er æði vandaminna að stilda yfir fyrsta fund þeirra Bolla og Guðrúnar á þessu kollupriki: »Og brátt þar eptir Bolli að Laugum reið og bar um Kjartan þangað sömu fregnir, mjög hljóð varð Guðrún fyrst þvi sáran sveið en siðan eptir stundarþögn hún gegnir: »Jeg hygg hinn mesta misskilning hér í Arni Einarsson. og mér skal áldrei verða að trúa því að trygðum Kjartan fallið hafi frá« þau feldu talið; heim reið Bolli þá; það var svo allra hægast að láta síðan Ósvíf gamla halda dálitinn ræðustúf á næsta fundi og smella svo Bolla og Guðrúnu áaman með þessum reknagla: »Til mikils draga mun« svo Guðrún tér, »eg má ei rökum, sem þú færðir, neita, og vil ei móti vilja þínum breyta. En hugboð mitt eg hirði ei greina þér. Hið bezta samt að Bolla geðjast mér og bliðu og trygðir hvort mun öðru veita, því skal nú honum eiginorði heita, framkoma hlýtur það sem ætlað er«. Svo fór það fram að Bolli og Guðrún giptust o. s. frv. »það er einginn skáld- skapur að tarna, KoIbeinn«. það er svo stutthalalegt eins og maður sé að lesa annál, og svo þurt, eins og maður biti í reiðings- dýnu. Og vér þykjumst nú hafa sagt höfundinum einarð- lega hverjir brestir oss þykja á skáldskapnum. Um alla menn í sögunni er dæmt með hinni mestu sanngirni og það er fágætt að þeirra Hákonar jarls og Olafs Tryggvasonar sé svo réttlátlega minst sem þar er gert. þó þykir oss það nokkuð milt orð um aðferð Olafs við kristni- boðið að kalla hana »höiku«; grimd hefði verið sanngjarn- ara. því það er ekki sérlega kristilegt trúarboð að hella fyrst yfir menn öllum helvítis ógnunum og steikja þá svo lifandi, ef þeim geingur illa að kyngja grautnum. Og að andskotanum hefir verið otað óslælega sézt bezt á því að djöflar og púkar elta Olaf og menn hans um allar jarðir og vaða síðan um langan aldur uppi eins og illhveli um endilangan Noreg. Sigurður Kristjánsson hefir kostað bókina og búið hana mikið sómasamlega úr garði. þó fylgir henni sú erfðasynd frá Einari þórðarsyni að papp- írinn er tvilitur í henni og er hann þó ekki slæmur. Mynd höfundarins fylgir Guðrúnu eins og Kvæðum hans áður, en var miklu betri þar og lík- ari höfundinum, því hér er hann svo íbyggilegur eins og seiðmaður og svo ferlegur sem geinginn sé út úr sjávarhömrum. þ. E. £}

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.