Sunnanfari - 01.03.1893, Blaðsíða 6

Sunnanfari - 01.03.1893, Blaðsíða 6
86 Berlínar og mun þar einnig halda fyrirlestra um Island. það er landinu til gagns að haldnir séu slíkir fyrirlestrar erlendis af mönnum, sem bæði hafa vit og vilja til þess að segja rétt og sann- gjarnlega frá, þvi útlendingar eru því nauða ókunn- ugir hversu til háttar á íslandi, og má ætla að slíkir fyrirlestrar verði til þess, að fleiri útlend- ingar en áður taki sér á hendur skemtiferðir til landsins. Flateyjarbók. þess var getið í siðasta blaði, að stjórn Bandaríkjanna hafði beðið Danastjórn að ljá sér Flateyjarbók á Chicagosýninguna í sumar og látið það um mælt, að senda mætti nokkurn dánumann með bókinni, og var svo langt komið, að prófessor Wimmer hafði stungið upp á því við stjórnina hér, að hún lofaði Valtý Guðmundssyni að fara þessa ferð. En þegar svo var komið, lýsti Bandarikjastjórn þvi yfir að hún vildi náttúrlega hafa bókina eins og hún hafði beðið um, en vildi hvorki borga undir hana né manninn. Höfðu og komið sterk mótmæli gegn þvi að bókin yrði send, bæði af hálfu enskra og norskra fræðimanna, því að i manna minni hefir hún ekki komið út fyrir dyr á Konungsbókhlöðu. Hún fékst ekki einu sinni léð til Kristjaníu hér um árið, þegar verið var að gefa hana út. Justizráð Dr. Chr. Bruun, yfirbókavörður safnsins, hafði og verið því mót- fallinn frá öndverðu að bókin væri léð. Er nú og niðurstaðan orðin sú, að bæði bókin og Valtýr eiga að sitja kyr, og mega Islendingar fagna því, hvað bókina snertir, því að sú raun mun sumum virðast ærin ein, að gersemar vorar eru horfnar úr landi, þótt ekki sé því bætt ofan á, að þeim sé hætt í önnur eins glæfragaung og þetta að nauð- synjalausu. En hvað Dr. Valtý viðvíkur, þá mega flestir sjá og skynja, að þetta er minna fagnaðar- efni fyrir hann, ekki sizt af því að nann kvað sjálfur fyrst hafa komið því á lopt hér í blaði einu dönsku, að hann ætti að vera í þessari hof- ferð, og hefir því Hklega þótt töluvert stát í þvi, úr því hann flýtti sér svo mjög að kunngera það. Allra flagða þuln með mörgum öðrum óprent- uðum fróðleik eptir hinum svokölluðu skröksögum frá miðöldunum hefir Dr. Otto Jiriczek út gefið i Zeitschr. f. deut. Philologie xxvi, 2—25. þula þessi er alls 10 erindi og er heldur en ekki íslenzk. þetta er upphaf að: Littu upp leikbróðir | og láttu fólk þegja meðan eg nefni | níutigi trölla; öll skulu þér standa | sem stjaki bundin unz að eg hefi út kveðið | allra flagða þulu. Fyrst situr Ysja | og Arinnefja, Flegða, Flauma j og F’latsokka, Skrukka, Skinnbrók | og Skitinkjapta, Buppa, Blætanna | og Belgiygla. Samtalsbók handa íslendingnm og Frökkum með framburði í báðum málunum eptir Pál þor- kelsson er nú að koma út á kostnað Jakobs Mansa hér í borginni og verður nálægt 5—6 örk- um og mun kosta nær 1 kr. Bók þessi verður handhæg og ætti að koma sér vel fyrir Islendinga af því að þeir hafa svo mikil viðskipti við frakk- neska fiskimenn og lýtur einn kafli bókarinnar sér- staklega að því. það mun og mega treysti því, að hún verði vel af hendi leyst, þvi að Páll er ágæt- lega að sér i frakknesku, og svo les Jón adjunkt Sveinsson bókina yfir undir prentan, en hann er, eins og kunnugt er, einn hinn lærðasti frakknesku- maður á Norðurlöndum. Bragraun. Eptir Pál Olafsson. Sálin min er frá flett finni augum snjóblett; skip verða ekki á sjö sett, sjómönnum það bjó prett. Stjarna mín er þjóþétt, þykir ekki »hónett«, hætt að vera »kókett«; kanske hún sé nú ólétt. Sameiningin þykist hafa feingið einhverja köllun til þess að vanda um við Sunnanfara fyrir ýmislegt J>að, er staðið hefir í blaðinu, og hefir varið til þess nokkrum greinum; þær eru fróðlegar um mart, en þó ekki svo, að vér að svo stöddu sjáum gilda ástæðu til þess, að leingja þeim aldur með masi og málaleingingum. Lítinn byr hafa þær feingið hér hjá Islendingum í Höfn, en þó hafa þær orðið til þess, að allmargir (um 40) íslenzkir mentamenn hér létu dálitið fé af mörkum og færðu það þorsteini Erlingssyni, 15. Febrúar, í virðingarskyni fyrir skáldskap hans í Sunnanfara. Vér færum því bæði gefendunum og Sameiningunni þakklæti skáldsins og blaðsins. Dr. Jón Stephánsson. Eins og getið var í síð- asta blaði, gerði danskur fræðimaður, Dr. Otto Jespersen árás á Jón fyrir doktorsritgerð hans og vildi sýna fram á, að Jón hefði notað rit annara manna og látið þess ógetið, og hafði Jón svarað því, eins og vér gátum fyrri. þessu svari Jóns hefir nú Jespersen svarað aptur til frekari stuðn- ings sinu máli og auk þess sent Háskólabókasafn- inu og Konungsbókhlöðu sitt eintakið hvoru af doktorsritgerð Jóns og ritað í þau athugasemdir sinar Jóni til enn meiri vanvirðu. Jón hefir nú svarað aptur svari Jespersens og bendir þar til þess, að Jespersen sjálfur hafi gert sig sekan í enu sama og hann beri sér á brýn, því hann hafi notað þegjandi í sinni doktorsritgerð fyrirlestra eptir þjóðverskan háskólakennara, sem Jespersen hafi hlýtt á, en þá voru enn ekki prentaðir, en eru nú síðan komnir út. Auk þess hafa þeir átt sennu hér í blöðunum. þeir sækja báðir, eins og fyrr er skýrt frá, um kennara embætti hér við háskólann, og hefði það því litið betur út, hefði Jespersen hugkvæmzt að rita um bók Jóqs fyrri en orðið er.

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.