Sunnanfari - 01.05.1893, Qupperneq 2

Sunnanfari - 01.05.1893, Qupperneq 2
98 skólans (accessit) fyrir það svar. 22. Apríl 1845 tók hann próf í fagurfræðum og heimspeki »með lofsorði« (cum laude) og varði 29. dag sama mánaðar ritgerð um Byron skáld, er hann hafði samið, og hlaut hann fyrir hana meistaranafn- bót. En meistaranafnbót sú varð honum níu árum síðar (10. Maí 1854) að doktórsnafnbót. En það er um ritgerð þessa um Byron að segja, að hún hefir verið vel metin af öllum sem vit hafa á. Kalla menn þó að hún sé nokkuð »hegelsk« og framsetning þung og flókin. En það var nú títt í þá daga, að Hegel heimspek- ingur hinn þjóðverski hafði byr mikinn, og hneigðist Dr. Grímur að honum á yngri árum og margir fagurfræðingar og heimspekingar Dana. En í Danmörk fór síðasta stoðin undan heimspeki Hegels, þegar Rasmus prófessor Nielsen féll frá (1884). Um þessi ár ritaði Dr. Grfmur mart á danska tungu, mest fagurfræði- legs efnis eða heimspekilegs og hirðum vér þó ekki að telja það. þ*ess getur í Rithöfundabók Erslevs. í þann tíð voru hreifingar allmiklar, einkum meðal fræðimanna, í þá átt að teingja frændaþjóðirnir norrænu nánar saman en verið hafði. það var kölluð norræna (Skandinavismus) og voru félög stofnuð til þess. Ekki fanst ís- lendingum erlendis alment mjög um það, og mun Dr. Grímur hafa verið nær sá eini, er að »Skandinövum« hneigðist og gekk í félag þeirra og flutti þar erindi. Urðu af því nokkur tíð- indi í þann tíð með löndum í Höfn. þ>egar prófinu yar lokið um vorið 1845 brá Dr. Grímur sér til íslands að finna foreldra sína og fór hann aptur til Kaupmannahafnar um samarið og lagði af stað frá íslandi 10. August og var á skipi með Dr. Sveinbirni Egilssyni. Síðar var hann og á íslandi 1862 og reið þá Spreingisand. Má vera að sé ortar Spreingi- sandsvísur. Á afmælisdag sinn 15. Mai 1846 var Dr. Grími veittur styrkur til ferða og hóf hann þá för sína suður í lönd. þ»á voru vísur þær kveðnar í Parísarborg, er hér fara á eptir; þá kom hann á vígvöllinn við Waterloo, en óvíst er oss hvort það var í þessari ferð, að hann átti orðastað við tiginn mann einn belgiskan, er spurði hann hvaða mál væri talað á íslandi. J>að væri töluð íslenzka, svaraði Dr. Grímur. »Eg átti ekki við dónana«, sagði Belgurinn, »heldur hvaða mál heldra fólkið talaði«. »þ>að talar auðvitað belgisku«.‘) 1848 komst Dr. Grímur inn í utanríkis- stjórnarráðið danska og varð þar kancellisti 5. August það ár, en fulltrúi gerðist hann í verzl- unar og konsúladeild stjórnarráðsins 29. Marts 1856 og stjórnardeildarskrifari gerðist hann 27. Dec. 1859, en 28. Marts 1866 fékk hann lausn i *) pessi sögn er aimenn meðal Dana. Oss hefir sagt hana Justizráð Hartvigsen. náð og með biðlaunum frá þessu embætti. Fór þá og að styttast í vistum hans í Danmörku því næsta ár (1867) flutti hann sig alfari til Is- lands og hafði þá feingið Bessastaði, sem var elzt konungs eign á Islandi, í skiptum fyrir Belgsholt. Hefir hann búið síðan á Bessastöð- um. Kona hans er Jakobina dóttir séra Jóns þ>orsteinssonar frá Reykjahlíð. f>au eru barnlaus. þ>ess hefir verið 'getið að mart ritaði Dr. Grímur meðan hann var erlendis. en ekki snertir það nærri alt ísland sérstaklega. Geta viljum vér þó einnar ritgerðar eptir hann, en það er dómur hans um rit H. C. Andersens ævintýra skálds Dana, sem út kom í fyrsta ári af mán- aðarriti Steinstrups. Er hún merkileg vegna þess, að það er sá fyrsti ritdómur meðal Dana, sem viðurkennir Andersen sem skáld. Danir höfðu alt til þess dags frá því Andersen fór að rita (í 20—30 ár) skammað hann jafnt og þétt út sem hálfvita og fábjána, en með þessum dómi Dr. Gríms sneri blaðinu svo við, að ekkert skáld er nú mætara Dönum og einna víðlend- ast skáld er Andersen orðinn í veröldu, enda kunnu útlendir menn miklu fyrri að meta gildi hans en Danir. — Dr. Grímur var um hrið í útgáfunefnd Nýrra Félagsrita og hin fyrstu kvæði hans birtust þar og í Fjölni. Hið fyrsta sem mun vera prentað eptir hann er »Alpa- skyttan« í IV. ári Fjölnis bls. 35—36 (1839) og var hann þá 19 vetra, en þá hafði hann »x« að dularnafni. Phi skömmu síðar tók hann upp annað fangamark á kvæðum sínum, en það er Gr. þ>. og hefir hann haldið því síðan, og á það að merkja Grím þ>orgrímsson. Eptir að Dr. Grímur var kominn til Islands leið ekki á laungu áður hann færi að eiga æði- mikið við landsmál. 1869 var hann kosinn þing- maður Rangæinga og var það þangað tíl 1873. Á þingunum 1875, 1877, 1879 var hann þing- maður Gullbringu- og Kjósarmanna. Um það leyti var hann og ritstjóri ísafoldar. En þing- maðar Borgfirðinga á þingunum 1881, 1883, 1885, 1886, 1887, 1889 og 1891. Um þing- mensku hans er það flestra manna mál,að ekki hafi þar aðrir kunnað, betur að koma fram. Maðurinn var vel máli farinn, orðheppinn og meinlegur, ef á þurfti að halda, og fjörugur og fljótur að snúast við hverju sem var. Á þingi réð hann um tíma miklu og var forseti þess 1885, en ekki var hann samferða straumnum leingur en meðan fallið gekk í þá átt, sem hann vildi. J>að sýndi hann á hinum síðari þingum og fór þá sína leið, og var þá leingi í minna hluta, en hafði eigi að síður mikil áhrif á þingið, sem nokkurskonar siðameistari þess og vand- lætari. Eins og Dr. Grímur hefir farið sína leið í þjóðmálunum svo hefir hann og gert það í kveð- skap sínum. Kveðskapur hans ber persónuleg

x

Sunnanfari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.