Sunnanfari - 01.05.1893, Síða 3
99
einkenni skáldsins sjálfs, eins og allur kvxðskapur
á að gera. .í óprentaðri rímu íslenzkra skálda
um sjósókn þeirra norður í haf stendur og svo
um hann:
Hann er optast einn í för
á þeim tröllaleiðum.
Hann hefir ekki rent í kjölfar þeirra Jónasar
og Fjölnismanna þó hann rynniupp umsamaskeið,
en það hafa ýms góð skáld önnur gert að
nokkru, sem von er. Hann hefir sjálfsagt lesið
útlend skáldrit á yngri árum meir en flest ís-
lenzk skáld önnur, en yrkir þó íslenzkara en
nokkur annar hefir gert. þ>að er alkunnugt
hvernig honum tekst upp þegar hann er að lýsa
því sem tröllslegt er og hrikalegt. Hann er
vandvirkur og leggur rnikla áherzlu á það að
vanda mál sem bezt á kvæðum og að vera
prjállaus og kjarnorður, enda er optast nær ein-
hver mergur í því sem hann kveður. Hann
lætur það hvervetna sitja í fyrirrúmi fyrir rími,
að vit sé í því, sem hann segir, ef hvort-
tveggja getur ekki fallið saman, því eru brag-
lýti nokkur sumstaðar á kvæðum hans, einkum
frá yngri árum. En sum af þeim eru hinsvegar
ágsétlega ort að rími til, eins og t. a. m. erfi-
ljóðin eptir Jónas Hallgrímsson og Háum helzt
und öldum ofl. þ>að verið hefir sagt um sum hin
eldri skáldin,aðþeir væru eins orðnirogútbrunninn
gýgur og væri farið að kólna í glæðunum, en
þetta verður ekki sagt um Dr. Grím, því að í
elli sinni yrkir hann nú margfalt við það, sem áður
gerði hann, og svo slétt að varla er blettur né
hrukka á. Útlendir menn, sem skilja íslenzkt mál
hafa meiri mætur á kvæðum Dr. Grím, en flestra
annara íslenzkra skálda, af því að þau eru íslenzk,
en um stælingarnar eptir sjálfum sér kæra þeir
sig minna; og þaðskal sannast að kvæði Dr.
Gríms geymast vel á ókomnum öldum.
Dr. Grfmur er nú öldungur íslenzkra skálda
og skemtir sér nú í elli sinni á búgarði sínum
við að lesa grísk og latnesk skáld og rithöfunda
og þýða á íslenzku og er það og verður lík-
lega síðasti maðurinn á íslandi, sem les þau rit
á frummálinu sér til skemtunar, og svo skrifaði
oss hálærður maður, skólameistari Dr. Jón J>or-
kelsson, fyrir rúmi ári síðan, að nú væri komið
svo á islandi, að einginn liti í gríska bók, nema
Dr. Grímur Thomsen1). Áður fyrri hafði Dr.
Grímur og nokkuð tamið sér að rita á latínu, og
XII. bindið af Noregskonungasögum latnesk-
aði hann.
Kvæðakver Dr. Gríms kom út 1880, en
síðan hefir hann ort svo mart, að hann mætti
nú vel gefa út æðimikið kvæðasafn.
Vér skulum að endingu geta þess að Dr.
Grímur hefir fágætari nafnbætur og titla en
') það segir sig sjálft að grískukennarirnir við latínu-
skólann eru hér undan þegnir (rektor sjálfur, Steingrímur
skáld Thorsteinsson og Dr. Björn Ólsen).
flestir menn íslenzkir. 6. Oktober 1860 varð
hann legazíonsráð með justizráðs metum, en af-
salaði sér þeim titli síðar. Riddari af Guelfa-
orðu Hannoversmanna varð hann 31. Janúar
1862 og riddari af dannebrog 10. Júlí 1863.
Kommandör af Leopoldsorðu Belgja varð hann
6. Oktober 1863 og officeri af beiðursfylkingu
Frakka 6. Aug. 1864.
Mynd sú, sem hér er prentuð, er tekin eptir
ljósmynd stórri; er þar með mynd af Magnúsi
landsböfðingja Stephensen og Guðmundi verzl-
unarstjóra Thorgrímsen; er sú mynd gerð nær
1880 og voru þessir menn þá allir á amtsráðs-
stefnu; en myndina hefir léð oss Elínborg Thor-
berg landhöfðingjafrú.
Fiðlarinn.
(Ort í Parísarborg 1846.)
þ>egar hann bogann bendir
birtir í hjartakró;
örvarnar, sem hann sendir,
særa’ eigi, en hæfa þó.
Heyri eg, er Hrosshársgrani
hræra fer streingja bjóð,
dauðavona syngja svani,
sjáar og klukkna hljóð.
Ur gígjunni hregg hann hristir,
hríðir og þrumu sköll,
Bæjarmagns leikr hann listir
lærðar í Geirröðar höll.
Hlær bæði gígjan og hjúfrar,
hvað er í annað greipt;
hið leiðara við hið ljúfra
lætur hann saman steypt.
I. Lögvarp1) (Scherzo).
Tekur að murra og marra,
möglar í streingjunum,
heyri eg sjóða og svarra
seiðinn í hjallinum.
Kvöldriður hvæsa og hvískra (Streghe)2)
hvimleitt á söndunum,
hamhleypur ýlfra og ískra
atalt á göndunum.
II. Lögvarp (Clochette).
Frá Strandarkirkju stynur
í storminum Líkabaung,
og beljandi bassann drynur
brimið í undirsaung.
III. Lögvarp (Allegro).
Slagurinn Gunnars glymur
frá Glaðheimi Mornalands,
‘) Variation.
2) Nornir.