Sunnanfari - 01.05.1893, Page 4

Sunnanfari - 01.05.1893, Page 4
100 í Ormagarðinum ymur Ylfinga riddara danz. Agndofa allir blása (Fageolet). ormarnir sama lag, hafa þeir saungnum svása samtaka sporðaslag. Slattarlok (Pianissimo). Slátturinn dvín og dofna dvergmál í streingja skjálf, en — ormarnir allir sofna og Atlamóðirin sjálf1). Satt er það gígjan geymir öfuga meyjar sál;2) slaugar hefir Heimir hörpunni gefið mál. ___________ Gr. p. Brynjólfnr biskup ritar um svall og drykkju- Skap. þó mönnum hætti stundum við að halda, að sá tími sem liðinn er, sé betri en liðandi tími, er óþarfi að bregða því, að drykkjuskapur hafi verið minni á fyrri öldum á íslandi en um vora daga. Jafnvel beztu menn landsins voru brenni- vinsbelgir og drykkjurútarar. Torfi í Klofa drakk sig í hel á Fíflholtaþingi (litlu eptir 1504). Egg- ert lögmanni Hannessyni (d. skömmu eptir 1580) þótti svo góður sopinn, að það er tekið fram i sumum gjörningum hans, að hann geri þá með fullu ráði og »ódrukkinn i þetta skipti«, og eingu bindindissamari voru menn á 17. öld. Bæði Oddi biskupi og Gísla biskupi syni hans þótti gott að fá sér neðan í því og næg rök eru til þess að ýmsir klerkar, jafnvel hinir betri, drukku sig blind- fulla að staðaldri. Og eingu betur var veraldlegu embættismönnunum farið. það hefir verið alvani að sýslumenn og jafnvel lögmenn þinguðu fullir. I erfiljóðum um Gísla lögmann Hákonarson (1614— 1631) er þess getið sem furðu, að hann hafi »á þingum, sem er vel hent, aldrei [verið] drukkinn af víni«, enda bar Gísli að allri hátt- prýði langt af öðrum mönnum í þá daga. það er því líklegt að Brynjólfi biskupi, sem var siðavandur maður, hafi þótt nóg um svall manna, þegar hann tók biskupsdóm í Skálholti (1639) og hafi viljað ráða bætur á því og því samið ritgjörð þá, er hér fer á eptir. Brynjólfur félck og sjálfur að kenna á drykkjulátum i mönnum, þó ekki væri nema þegar hann var að vísitera einu sinni undir Eyjafjöllum og Amundi lögréttumaður þormóðsson í Skógum (forfaðir Torfhildar) rogaskammaði biskupinn fullur í Skógakirkju. En ritgerð þessa höfum vér fundið í kver i einuí safni Arna Magnússonar3), sem ritað er ') Sbr. Gunnarsslag. 22. v. (Rasks Edda bls. 276). a) Sú sögn gekk um Paganini, að hann hefði töfrað sál framliðinnar unnustu sinnar inn í fiðluna. a) Nr. 67. 8vo bl. 100—102. á Helgafelli um daga Brynjólfs biskups (1664) og þykir oss það hlýða vel að láta þessi.orð birtast hér einmitt nú, þegar verið er í óða önn að reyna að útrýma ofdrykkju á Islandi. þeim mun fremur ger- um vér það og sem þau eru snjallari og lýsa rit- hætti þess manns, er bezt kunni íslenzku og mestur var skörungur á Islandi um miðbik 17. aldar. En ritgjörð þessi er svo, og kallar kverið hana »[Sam- setning M(agister) Brynjólfs um svall og dry kkjuskapct1): »Hvað leiður, Ijótur og andstyggilegur löstur að ofdrykkjan sé er auðvelt að skynja bæði af hei- lagrar ritningar greinum og svo af sjálfri skynsem- inni. Ofdrykkjan var tilefni bölvunar og útskúf- unar Cains og hans sonar Canaans og þeirra allra eptirkomenda, er bannfærðir voru og svo sem í útlegð útskúfaðir frá öðrum sonumNohah. Ofdrykkjan vartil- efni og orsök blóðskammar Loths og ótilheyrilegsleg- orðs með tveimur hans dætrum. Hin sama ofdrykkja forréð Amnon Davíðsson í veizlu þeirri, sem hans bróðir Absalon honum tilreiddi og lét síðan mitt í ölværðinni vopn á hann bera. Af ofdrykkjunni sofnaði Holofernis svo fast að hann varð aldrei við var tiltækis og hálshöggs, sem Judit honum veitti, fyrr en i Helju. Sínum kennimönnum fyrir- bauð guð almáttugur að birtast eður dirfast að koma fyrir sig af víni luktandi, þegar þeir skyldu fremja kennimannlega þjónustu i hans tjaldbúð. Hans h(eilagi) sancti Páll reiknar ofdrykkjuna meðal annara holdsins verka í pistlinum til Galat. 6. kap. leggjandi þar á slíkt ályktunarorð, að þeir sem þvílíkt drýgja erfi ekki guðs riki. Sjálfur Kristur spáir á meðal annara glæpa og guðleysis muni menn á síðustu heimsins timum, eins og á dögum Nohah, eta og drekka ugga og andvara- laust, það er i ofáti og ofdrykkju fram fara hirð- andi ekki um neina hluti fyrr en sá siðasti dagur yfir dettur. þar með segir hann, að sá ráðsmaður sem legst í svall og ofdrykkju með lausingjum og portkonum muni sundurhlutast, þá hans herra til kemur og eignast hlutdeild að með hræsnurum. þar fyrir áminnir hann svo opt og frekt, að menn skuli með sparneytni vaka og biðja og búast svo við tilkomu mannsins sonar og heimsins ending. því ítrekar hinn heilagi Páll þar hann öllum tilsegir að vera sparneytnum og vaka, því að þeirra mót- standari djöfullinn gangi um kring sem grenjandi l.jón sækjandi eptir þeim hann upp svelgi, og í einu orði að segja: öll ritningin er full með því- líkum greinum, sem drykkjuskapinn fordæma og við má honum trúlega vara, og að sönnu, sé hann með heilskygnum augum álitinn, þá er hann einna ljótasti og leiðasti glæpur. því hvað er manneskj- unni lánað ypparlegra og dýrðlegra en vit og skyn; i því einu yfirgaungum vér skynlaus dýr, og í þvi sem af vitinu og skynseminni uppsprettur, sem að eru allskonar dygðir og mannkostir, sé rétt á ) inni í sjálfu kverinu er ritgerðin eingum eignuð, en í registri við það með sömu hendi stendur þessi fyrirsögn.

x

Sunnanfari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.