Sunnanfari - 01.05.1893, Side 5

Sunnanfari - 01.05.1893, Side 5
101 haldið; að vitinu líkjast menn guði, samlagast einglunum, aðhyllast góða og guðhrædda menn, fylgja því góða, flýja hið vonda; með vitinu einu stjórna menn bæði sér sjálfum og svo þeim skepn- um, sem guð hefir manneskjunni í vaid feingið til gagns og nytsemda, svo vitið er svo sem lög og réttur, eptir hverri sú stjórn á fram að fara, enn ofdrykkjan stríðir á og burttekur alt þetta vit, og kastandi því undir fætur gerandi manneskjuna því andstyggilegri en önnur dýr, sem vitið gerði hana ypparlegra. því hvað er herfilegra að sjá enn æran og vitstola mann Nú ber ekki á milli ofdrykkjunnar, vitleysisins og æðisins, nema tímaleingdin, en báðir æiast þeir i hvert sinn, utan ofdrykkjan varir skemur, hvað guði er að þakka, en er við þann mun því ljótari við æðið, að hún er mönnum i sjálfsvaldi og samteyngd með þvi hinu svívirðileg- asta óþakklæti, að maður virðir ei sitt vit meira en svo, að hann snarar því burtu fyrir nokkra sopa, sem þó er meira vert en frumgetning Israelis sona þótti forðum, og þó var láð Esau, að hann héldi sína frumgetning fyrir rauðan rétt. þetta og fleira ilt færir með sér ofdrykkjan, þó vel sé með öl farið og haft sem minst við að ærast, enn sem i detta stórstefin þá verður manneskjan i allan máta afskræmileg. Sé gott og glatt i sinni þá kemur að ofsakæti, gikkaralegur leikaraskapur, skellihlátur og annað þessháttar alvarlegum manni ósæmilegt; sé þungt og ilt í sinni þá brestur upp agg og deilur, þrætur og skammaryrði, hróp og brigzl, högg og barátta og annað þessu verra, því hvað sem að svifur í diykkjunni það verður i ofdrykkj- unni mátalaust, svo mann hefir þar hvorki á taum né stilling, heldur flýgur og fýkur svo sem fara gerir í æði og ógangi. I ofdrykkjunni vex manni hroki og drambsemi, svo einginn hefir þá svo litið til að bera, að hann þykist þá ekki fullgóður, líka vel sér betri mönnum; leggur þá aðra að litlu hjá sjálf- um sér og þykir sér einginn á sporði standa mega. þá koma fram minkunar og smánaryrði við hvern, sem til jafns er við hann tekinn, dagdómar, spott, og háðungar, enn aldrei verður hann svo lofaður, að hann meini sig ekki vera öllum betri. þá þyk- ist sérhver alt vita, hafandi þá tönn og tungu á öllu og sérhverju, sem fram kemur; öll blygðun og hæverska víkur þá langt í burtu, en ofdirfð og blygðunarleysi kemur þá inn í staðinn og upp- fyllir bæði brjóst og tungu. þá fyrirverður maður sig ekki að gera það og tala, sem hann getur ekki heyrt nefnt ódrukkinn, jafnvel þó kosti líf og háls. þá hreifast ótérlegar og lostasamar athafnir, fordjarfanleg útsóun, svall og eyðsla, því fáir eru svo snauðir, að ekki þykist þá meir en nóg til hafa, kvíðandi hvorki elli né féleysi. þá lofa menn því sem þeir geta aldrei haldið, þá heita þeir því, sem þeir eru aldrei menn að framkvæma, svo endir þessara allra óláta verðnr þá bezt tekst til aðhlátur, [þar meður1) skömm og iðrun, en ') [þá meður, hdr. annars skaði og óbætanleg fordjörfun, svo eg held að ef nokkur vildi uppmála andskotann í manns líki, þá mundi hann ekki nær komast en mála hann eptir drukkins manns mynd, því allir lestir sýna sig á drukknum manni í blóma sinum, þeir helzt sem hann er mest hneigður til; að nú sé ekki talað um þann skaða, sem ofdrykkjan likam- ans heilbrigði gerir. þar af kemur höfuðsundli eða riða, minnisleysi fyrir tímann og augna krím, dynur fyrir eytun, máttleysi, mattregi eður leiði, magans fordjörfun, óværð af riðum og skruðningi fyrir líf- inu, liðasóttir, handa og fóta mein. andfýlur af for- brendri lifur og feygðum maga, enn hið innara angursemi, illnagandi samvizka; hið ytra minkun og forsmán hjá öðrum mönnum, eyðsla og for- sómun bæði tímans, gagns og embættis og að síð- ustu eymd og fátækt, yfir hverju þó einginn rétti- lega sig aumkar, þar í sjálfræði var við að gera og skorður að reisa, með því og drykkjurútarinn1) hefir gert sig þrálega meðan betur gekk leiðan og óvinsælan við betri menn með margmælgi og til- hlutsemi, svo fáir kunna bót að mæla. þessa og þvílíka ávexti færir af sér óhófið og ofdrykkjan gerandi manneskjuna því nær sem holdgaðan djöful«. Valtýr og Flateyjarbók. það, er tii var getið i síðasta blaði »Sunnanfara«, að Dr. Valtý mundi ekki þykja mikið gaman að því, að hætt væri við að senda hann og Flateyjarbók til Chicago, hefir nú ræzt öllum vonum skjótar svo átakanlega sem verða mátti, þvi Valtýr hefir nú sezt upp sjálfur í ísafold (XX, 16) og kveðið sinn »harmagrút« út af þessu, og er það ekki nema náttúrlegt og má láta það standa óátalið. En það er svo mart annað í þessari grein, sem reka þarf ofan í Dr. Valtý minn, að i þetta skipti er ekki hægt að láta hann reka alveg undan. Er það þá fyrst að alt það, er stendur í Sunnanfara um Flateyjarbók og för Dr. Valtýs með henni, er algerður sannleikur og alt það sem Valtýr þykist vera að leiðrétta, eru eingar leiðréttingar, heldur þvaður. það var hverjum alkunna hér og almæli að prófessor Wimmer hefði stungið uppá Valtý i þessa för og þýðir Dr. Valtý ekkert að vera að bera það til baka, enda ætti þeir báðir Wimmer og Valtýr að geta verið fullsæmdir af þvi, þótt satt væri, og gat vel staðið svo á að það hefði einginn sletti- rekuskapur verið af Wimmer að mæla fram með Valtý; mart getur i tal borið ; að Justizráð Bruun hafi orðið þvi samþykkur má vel vera, og hefir Sunn- anfari aldrei vænzt ens gagnstæða. það getur vel verið satt sem Valtýr segir að Wimmer sé eingin sletti- reka, og væri betur að slíkt mætti og segja með sanni um Valtý sjálfan. Hægilegur hégómaskapur er það, þar sem Dr. Valtýr ætlar að fara að reyna að breiða yfir það, að bókin og hann eigi ekki að fara eptir alt saman, og segir að ábyrgðarmaður ') svo, hdr. og mun rétt. L

x

Sunnanfari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.