Sunnanfari - 01.05.1893, Síða 7

Sunnanfari - 01.05.1893, Síða 7
103 almenningi það. Heldur hann að eg skipist við það eða að almenningur aumkvist yfir hann? Annars gerði Valtýr líklega bezt í því að fara ekki mikið út í veitingu þessa embættis. Dr. Valtýr Guðmundsson gæti víst gert sér eitthvað annað þarfara en að hafa sig að gamni sinu í harðhráki gagnvart mér. Sumar athafnir hans eru svo lagaðar, að sá maður má vera meira en meðalflón, sem vill reyna að espa menn upp til þess að 'nalda þeim á lopti. Meðal íslendinga i Kaup- mannahöfnhefirýmsumætíð fundist standa minna gott afValtý en mátt hefði frá því fyrsta og hann jafnan hafa verið þar eins mikið til sundrunar sem sátta, og komið hefir hann stundum fremur ískyggilega fram um mál Islendinga. þegar hann var hér um árið að rita svæsnustu æsingagreinar í blöðin á Is- landi (þjóðólf og Austra), svifðist hann ekki að rita samhliða hér í dönsk blöð i alveg gagnstæða átt og varð þá uppvís að því, að hafa glæpzt á því að skrökva til nafns og bústaðar og varð að meðganga það opinberlega á fundi, er Islendingar í Höfn héldu þá. Gat hann hafa feingið smérþef- inn af því athæfi, að því er sagt var, ef íslend- ingar hefðu ekki, eins og betur fór, beðið fyrir hann. þegar ritað var um háskólamálið i Sunnan- fara 1891 voru það að visu og almannarómi þeir mág- arnir Valtýr og jóhannes Jóhannesson, aðstoðarmaður undir íslenzka ráðuneytinu, sem komu illgirnis- grein um það mál og ábyrgðarmann Sunnanfara í »Dagblaðið« danska; skrökvuðu þvi að hann hefði »heimtað« það, að Danir kostuðu skólann og að eg heimtaði halfa aðra million til þess; kölluðu mig enn versta fjandmann Dana, og heimtufrekan islenzkan mann i þeirra garð, i hvaða tilgangi er auðráðið. Reyndar fór það svo eptir nokkurt orðakast að Dagblaðið úthýsti þeim sem ósanninda- mönnum. þeir þorðu heldur ekki að standa við greinarnar og voru svo fyrst að reyna að klina þeim á sinu sinni hvern nafngreindan mann, sem mistókzt, og þýðir ekkert fyrir Valtýr að neita þessu; en þessi bollalagnaður hans má sýna að hann veit hver verkið hefir unnið. Um þetta hefir Sunnanfari þagað hingað til og þó kvartar Valtýr. Sjálfur er Valtýr öndverður því að Islendingar fái há- skóla og eitraður á móti lagaskóla og öllu því, sem lýtur að því að draga stjórn Islands inn i landið sjálft, eða gera hana þjóðlegri og er þvi lítil von til þess að hann leggi mikið gott til íslenzkra mála framvegis. þeir mágarnir voru og gallharðir móti því að stofnað væri hér í vetur stúdentafélagið ís- lenzka, og hótuðu að drepa það með Islendinga- lélagi, sem nú er orðið hálfdanskt eða jafnvel há- danskt. Lítið útlit er samt til þess að það takizt. Ráðleggingar Dr. Valtýs að niðurlagi hirði eg aldrei um og ekki býst eg við að hann verði tek- inn á ráð um ritstjórn Sunnanfara fremur eptir- leiðis en hingað til, þótt hann vonist ef til vill eptir því. En eingu að síður mun honum verða unt þar hæfilegs sannmælis framvegis sém hverjum öðrum, þó aldrei nema hann hafi nú hlaupið þessu frum- hlaupi á hendur mér, sem er að öllu samkvæmt þeirri frekju og framnleypni, sem manni þessum er eiginleg. En á hinu getur hann ekki furðað sig, þótt Sunnanfari láti ekki kennara við háskól- ann i íslenzkri sögu og bókmentum haldast það uppi að rita hneykslanlega vonda íslenzku. Eg dauðsé eptir að hafa þurft að eyða svona miklu uppá Valtý minn og ætla nú að sleppa hon- um með þetta núna. En taka skal eg þetta fram að endingu: Allar fregnir í Sunnanfara hafa verið og eru gjörsamlega áreiðanlegar. Sunnanfari hefir aldrei farið með neina flugufregn. Valtýr Guðmundsson leiðréttir ekkert. Flateyj- arbók og hann fara ekki til Ghicago. það þýðir ekkert að vera að reyna að breiða yfir það sem allir vita. Að lyktum skal eg benda Dr. Valtý á það í bróðerni, að þyngra fellur mér að þurfa nú að fara svona með Valtý minn, sem gert hefi eg, en hefði eg haft ástæðu til að gera honum nokkurn lítilsháttar sæmdárauka. Eg vil mælast til þess að hann lofi mér að vera í friði eptirleiðis og hlífi mér við þvi að þurfa að eiga optar orðastað við sig. .Tón pnrjcelsson. Frá þ.jóðfundinuin 1851. Tíðindi frá þjóðiund- inum eru, eins og menn vita, prentuð i Reykjavík 1851. En því má geta nærri að bakvið þá atburði, er þá gerðust, muni liggja mart, sem ekki er getið um í fundartíðindunum. Páll amtmaður Melsteð, sem menn höfðu kosið í góðu trausti að forseta, sleit fundinum hvatskeytlega í miðjum klíðum eptir samráði við Trampe konungsfulltrúa, en gegn vilja þingmanna og án þess að þeir vissu þess nokkrar vonir. En þessa frammistöðu þökkuðu þingmenn Páli með svo látandi ofanígjöf, sem vitanlega er ekki prentuð í þjóðfundartíðindunum, en er vel þess verð að henni sé haldið á lopt:1) Vér undirskrifaðir þingmenn finnum oss knúða til að lýsa því yfir, að þér, amtmaður Páll Melsteð, sem vér i góðu trausti höfðum kosið til forseta þjóðfundarins, hafið eptir vorri fullkominni sann- færingu öldungis brotið í þetta skipti á móti þeim skyldum, bæði við þingið og þjóð vora, sem yður voru á herðar lagóar sem forseta, þar eð þér hafið fyrst og Iremst ekki varað þingmenn við eða boðað uppsögn fundarins í tíma, þó mörg atvik sýni Ijóslega, að þér hafið vitað hvað til stóð; þar næst, að þér hafið ekki sjálfur forsvarað opin- berlega þingið fyrir þeim áburði konungsfulltrúa í lokaræðu hans, sem þér, eins og hver þingmaður, vissuð og hlutuð að vita, að var ósannur og ósannanlegur, og sem yðar skylda var að mótmæla; og í þriðja lagi, að þér hafið ekki leyft neinum þing- ') Onefndur maður á Islandi hefir fyrir skemstu sent oss afskript þá af þessu bréfi, sem hér er fylgt, ásamt nokkrum fleiri óprentuðum skjölum, er snerta þjóðfundinn.

x

Sunnanfari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.