Sunnanfari - 01.05.1894, Page 1

Sunnanfari - 01.05.1894, Page 1
\S\S\S\5'öfe'5\K |\3b\S\SÖi5?| jjj Aiigljsing&r | 3) 20 a. megiii- jp | málslina; 25 | | aura smáletur. | \s\sseos\ss III, 11 MAI 1894 Þorbjörn Olafsson fæddist á Lundum í Stafholtstungum 17. febr. 1828. Foreldrar hans voru Olafur J>orbjarnar- son og Ragnhildur Hinriksdóttir, hjón á Lundum, og ólst forbjörn Þar UPP- Hinn 22. júní 1858 kvæntist hann yngismeyju Kristínu Gunnarsdóttur, og bjó fyrst á Lundum lítinn tíma, en fluttist þaðan að Steinum, næsta bæ, og hafa þau hjón búið þar síðan. Þau eiga einn son á lífi: Gunnar verzlunarmann í Reykjavík. Jörðin Steinar er í sjálfu sjer fremur lítil- fjörleg jörð, en þorbjörn hefur gjört þar gott tún, er áður var ljelegt, og með frábærum dugnaði f þ>ORBJÖRN OlAFSSON. og hyggindum hefur hann kunnað svo með að fara, að hann hefur búið betra og stærra búi, en flestir aðrir þar í sveitum. Hann býr í þjóð- braut, og er gestrisni þeirra hjóna alkunn og henni viðbrugðið. Er hann hjálpsamur mjög og tíðum stórgjöfull. þ>orbjörn er maður tilkomu- mikill sýnum og vel að sjer gjör. Lítt var hann til mennta settur í æsku, en greind hefur hann skarpa og þykir jafnan mikils vert um tillögur hans. Má hann fyrir margra hluta sakir teljast meðal hinna merkilegustu bænda. Jón Tómasson fæddist á Skarði í Lundareykjadal 7. júní 1852. Faðir hans er Tómas bóndi á Skarði Jónsson frá Hvanneyri og Gullberastöðum, þ>órðarsonar. Móðir Tómasar var Guðríður Sveinsdóttir, prests á Hesti. Móðir Jóns Tómassonar hjet Vigdís Jóhanns Pjetursdóttir, Einarssonar frá pingnesi; var hún fyrsta kona Tómasar. Jón ólst upp hjá föður sínum á Skarði. Árið 1878 reisti hann bú á Tungufelli í Lundareykjadal og kvæntist 14. júní s. á. yngismeyju Ragnheiði Kristjánsdóttur frá Heiði á Álptanesi. Árið eptir fluttust þau hjón aðHjarðarholti ogbýrjónþar enn. Konu sína Ragnheiði missti hann 25. júní 1882. Hinn 16. ^sept. 1884 gekk hann að eiga yngismey Sigríði Ásgeirsdóttur frá Lundum, Finnboga- sonar; þau hafa átt 4 börn og lifa 3 þeirra. Jún Tómasson. Jón er hár maður vexti, vel vaxinn og álitlegur sýnum, gestrisinn og drengur góður. Hann er dugnaðarmaður og góður búhöldur. Sveitarstjórnarstörf hefur hann haft á hendi og utn nokkur ár verið hreppsnefndaroddviti. pykir hann alstaðar koma fram með greind og gætni. Yfir höfuð má óhætt telja Jón í flokki þeirra manna, sem eru bændastéttinni til sóma. * * * peir porbjörn og Jón búa öndverðir sinn á hvorum bakka pverár og keppast hvor við annan í dugnaði og rausn.

x

Sunnanfari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.