Sunnanfari - 01.05.1894, Síða 2

Sunnanfari - 01.05.1894, Síða 2
82 — Náttúran grípur míg himinheiö. Hjer er sem lúður mig veki. Horfi’eg á drenginn við högginn meið, hitti mig sjálfan á barnanna leið. Oll verður hyggnin að æzkubreki, einfeldnin guðdómleg speki. Sumarmorgun. (I Ásbyrgi.) Alfaðir rennir, af austurbrún, auga um hauður og græði. Glitrar í hlíðinni gullinrún, glófaxið steypist um haga og tún. Signa sig grundir við fjall og flæði — faðmast, í skrúðgrænu klæði. jj>ýtur í smávængjum grein af grein, grösin við morguninn tala; morar af lífi hver moldar rein; maðkurinn iðar við grátandi stein. Hjeraðið roðnar, og rís af dvala. Rýkur við hóla og bala. — Heiðanes skjaga á hendur tvær, háfjöll í suðrinu rísa. Norðrið er opið. J>ar eyðisær auðugur, glettinn í sólinni hlær. Gráblikur yzt fyrir landi lýsa, líkast sem bjarmi á ísa. Norðan að Sljettunnar stálblá strönd starir úr lognboða róti. Fóstra, hún rjettir þar hægri hönd, harðskeytt og fengsæl í útstrauma rönd. Lætur við eyra sem lífæð þjóti; leikur þar Jökla1) í grjóti. Fangamark árinnar, band við band, blikar, í sveitina grafið. Starengi blakta við blakkan sand. Bæina hyllir í draumanna land. Flaumar og sund — allt er sumri vafið, syngur, og leiðist í hafið. Asbyrgi, prýðin vors prúða lands, perlan við straumanna festi, frjótt eins og óðal hins fyrsta manns, fljettar hjer blómin í hamranna kranz. Standbjörgin kveðjunni kasta’ á gesti — kringd, eins og járn undan hesti. Sögn er, að eittsinn um úthöf reið Oðinn, og stefndi inn fjörðinn. Reiðskjótinn Sleipnir á röðulleið renndi, til stökks yfir hólmann, á skeið, spyrndi í hóf, svo að sprakk við jörðin, sporaði byrgið í svörðinn. — Tindrar í lundinum Ijóra gler, lúta sjást smalar til berja. — Hóftungumarkið í miðju er, mannsauga rammara vígi ei sjer; vildi hjer nokkur í heimi herja, liefðum vjer nokkuð að verja. ‘) Axfirðingar nefna jöltnlsá svo. |>að sem jeg ann er á opnum knör úti, með vonum og kvíða. Leiptrar við svipur af sigurför — syrgjandi, fagnandi rek jeg mín kjör. Morgun og sumar og maður skal líða. Móðir vor ein á að bíða. Volduga fegurð! O, feðra jörð, fölleit, með smábarn á armi. Elski þig sveinar hjá hverri hjörð, helgist þjer menn við hvern einasta fjörð. Graf þú mig frjáls — og með blóm á barmi. Brostu, með sól yfir hvarmi! Einar Btnedildsson. Bókmentir. »Chicagó-för mín.« Eftir Matthías Jochumsson. Akureiri 1893. Ekki get ég að því gert að ég kann ílla við heiti það, sem bókin hefur hlotið í skírninni, og þótt vel megi segja að einu gildi um nafnið, konan sé jafnfríð og sömu kostum búin hvort heldur hún heiti Svafa eða Kráka, þá er fagurt nafn altaf fagurt og óviðkunnanlegt nafn óviðkunnanlegt. Mátti hún ekki eins heita Vesturför, Chicagó-för, eða þá för mín til Chicagó? Eins er því ekki að leina, að ef hér ætti hlut að máli einhver óvalinn maður, en ekki einn af helstu mönnum bókmenta okkar, mundi ég gjarnan tala um meðferð Islensk- unnar sumstaðar í þessari bók. En ég higg að höf. þikist úr því vaxinn að taka við þessháttar aðfinningum af smásveini nokkrum, þikist enda of gamall lil að lsera, og muni hann hafa þar dóm almennings með sér; skal ég því ekki fara frekar út í það mál. En þess má vel geta, að því er illa farið er bestu rithöfundar landsins, sem aðrir auðvitað taka sér til firirmindar, vanda ekki meðferðina á móður- málinu og skeita því lítt, hvort þeir skrifa Islenskuna hreina eða ekki. Bókin er full af fjöri og andríki og unun að lesa marga kafla hennar, en það mun eingum á óvart koma. Eins er það auðvitað að hér er frá mörgu nistárlegu sagt, og er frásögnin alstaðar hin skemtilegasta. Lísir höf. ferð sinni vestur, þá Chicagóborg, þá dvöl sinni meðal landa vestra, lætur svo uppi áiit sitt um útflutníngana og afkomu íslendinga í Vesturheimi og skirir að siðustu frá heimssíningunni. þessa bók munu allir Islendíngar

x

Sunnanfari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.