Sunnanfari - 01.05.1894, Side 4
84
sama sem dáin börn. Glamrið í gullinu og skrölt-
ið í vinnuvjelunum lætur vel í eirum þegar frá
því er sagt. En hið sanna er, að peningarnir og
vinnuvjelarnar í riku löndunum eru orðin versta
svipa i höndum auðkífínganna og alþíða manna
geingur með bogið bak undir harðstjórn millj-
ónamansins.
Eg hef verið svo fjölorður um Vesturferðirnar
og afleiðíngar þeirra af því þar er um alvörumál
mikið að ræða. En hér er ekki rúm til að lísa
öllu því, sem bókin segir frá og ræð ég mönnum
að kaupa hana og lesa það þar.
Að itra áliti er bókin alt annað en ásjáleg:
pappír óvandaður, litlar spássíur og kápan þunn
og illa lit. Bókin er tileinkuð löndum í Ameríku,
en ekki eitt blaði undir tileinkunina, heldur er
hún prentuð öðrumegin á titilblaðið. þetta væri
illbrúkandi frágángur á ómerku riti eftir óþektan
mann, en þegar hann kemur fram á riti eftir einn
hinn allramerkasta og kærasta rithöfund þjóðarinnar,
þá er hann til skammar og óþolandi. Mun nokkur
önnur þjóð lesa níjar bækur eftir uppáhaldshöfunda
sina þannig útlítandi?
Hefði bókin átt að vera svo út gefin að sæmdi
förinni og séra Matthíasi sjálfum, átti hún að vera
með mindum og þá að prentast hér í Höfn úr
því ekki er kostur á slíka heima. þótt hún hefði
við það orðið dirari var eingin hætta á að hún
ckki seldist.
Jxjrsteinn Gíslason.
Um ritdóma og ni kvæði.
iii.
Eg hef sagt að Hannes væri »realisti« þ. e. irði
talinn til þess flokks skálda, er svo ncfnast í útlöndum.
Þau vilja lísa náttúrunni og mannlífinn cins og það
er, hvorki fegra né líta, cn láta fólkið sjá sig og tíð-
arandann í spegli og dærna sjálft kostina og lestina.
Hve sannar lísíngar og réttar mindir þau hafa gefið
skal ég láta ósagt. En þau hafa mjög gefið sig við
að sína fram á galla þá og bresti sem á eru þjóð-
félagsskipuninni, dæmt fordómana, tíðarandann og
einstaka strauma í honum. Þessi einkenni srealist-
anna« koma lítt fram hjá Hannesi. Menn vcrða litlu
fróðari um það af kvæðum hans hvcrja skoðun hann
hafi á lífi og hugsunarhætti þjóðarinnar, scm hann
irkir firir, eða hvern þátt hann taki í kjörum hennar.
Skal ég nú nefna þau kvæði, sem helst lúta í þessa
átt. Það eru ádeilukvæðin tvö frá Hafnarárunum,
Kvæðið »Strikum ifir stóru orðin« er ort móti »frelsis-
glamrinu« heima, líklega eins og það hefur lcingi
komið fram í blöðunum, og er höf. sárilla við það.
En að kvæði þessu er megnasta blaðagreinabragð,
og ef stórirði og glamur er ekki í því þá er það
ekki til á íslensku máli. Því skildu menn annars
ekki mega tala og skrifa um frelsi og framfarir meðan
menn bcijast firir hvorutveggju. Kvæðið »Úr bréfi«
er betra. En öllum, sem lesið hafa kvæði Ibsens:
»Dc siger jeg er blevet konservativ« mun detta það
í hug, er þcir hafa lesið þctta kvæði. »Lofkvæði
til hcimskunnar« cr skemtilcgt kvæði og vcl ort, en
ekki get ég séð, að það sé »óviðjafnanlegt«. »Sann-
lcikurinn og kirkjan« er gott kvæði, og »Við Gcisi«
er eitt af betri kvæðum í bókinni, en það er náttur-
lísíngin, sem hjálpar því. Sumir lesa út úr kvæðum
Hannesar brcnnandi frclsisþrá og ættjaróarást, og það
jafnvel kvæðum eins og »Við Valagilsa« og »Oveður«,
cn þau kvæði eru náttúrlísingar og gætu cins vel
verið kvcðin af manni, sem hataði landið eins og
öðrum, sem elskaði það. I aungri kvæðabók, sem
út hefur komið á þessari öld frá okkar betri skáldum,
ber minna á ættjarðarást ncma hjá Einari Hjörleifssini
einum. Kvæði Hannesar »ísland« er lítt merkilegt.
Það er mjög dást að ferðakvæðum Hanncsar,
og satt cr það að gömlu ferðakvæðin, þau sem stóðu
í »Vcrðandi« forðum, cru góð. Best er »Við Vala-
galsá«, »Undir Kaldadal« og »Þar sem háir hólar«,
en öll eru þau lagleg; »A Vatnsskarði« er daufast;
hefur það þó verið hafið til skíjanna, en hversvegna
get ég ekki séð. Ég finn þar aungar hugsanir, aungar
mindir, scm ckki hafa verið síndar í íslenskum kvæð-
um oft og margsinnis laungu áður. Sumt í því skil
ég ekki t. d. »mcðan Rán með rauðum vörum rólega
kissir fjörðinn sinn«. Varir Ránar orðnar rauðar,
»fátt er ljótt hjá Baldri.« Það higg ég og að fáir
muni geta séð það með Hannesi, að Héraðsvötnin
bliki lfkt og men á milli meijarbrjósta, cða hitt:
»mótar firir meijarbijóstum, mótar firir dökkri brún.«
Þessar samlíkingar eru eitthvað svo lángsóttar og illa
til fundnar. Að setja þetta kvæði á bekk með feg-
urstu náttúrulísingum í íslenskum kveðskap, svo sem
þá »Gunnarshólma«, er vitleisa. En lesi menn nú
síðari ferðakvæðaflokkinn. Er ekki grátlegt að sjá
hve manninum hefur farið aftur? I þeim flokki er
ekkert gott kvæði, og ckki fæ ég betur séð, en að
höf. hcfði vel mátt sleppa kvæðinu »Upp að Hólnun«.
Við efnið í því kvæði er ckkcrt og formið er leiðin-
legt. Mér virðist skáldið þar lemja fótastokk á Pegasus
gamla án þess nokkurntíma að fá spor úr klárnum
nema ef vera skildi í endanum, líklega af því, að
klárinn fær þá auga á kaplahópnum prestsins. Hannes
er auðsjáanlega einginn fcrðamaður framar. Fir kvað
hann:
»Vér þurfum á stað þar sem stormurinn hvín
og , steipiregn gerir hörund vott,
svo þeir geti skolfið og skammast sín,
sem skjálfa vilja, það er þeim gott.«
Nú:
»Til vinar að kveldi að koma af ferð
og kveikja í pípu að afloknum vcrð
og skrafa um alt ncma skammir og kíf
við skál og »út súpra«, er það ekki líf?«
Er ekkí annað hljóð i strokknum? Fir var
hugurinn á fleigiferð mcð storminum og í bardaga
yið höfuðskepnurnar, nú sveimar hann í kríngum