Sunnanfari - 01.05.1894, Qupperneq 5

Sunnanfari - 01.05.1894, Qupperneq 5
85 hroðið matborðið eins ok tóbaksreikur. En þetta er annars ekkert cinkennilegt firir Hannes Haf- stein, »það hendir á Fróni svo oft.« Margir úngir íslenskir námsmenn eru fullir af fjöri og framfara- laungun í æskunni og ætla sér mörgu að breita til batnaðar og margt þarft að vinna, en svo kemur- embættishugurinn og embættið oftastnær á eftir, náðar- brauð, sem veitt er af útlendu valdi, og þá eru mörgum einnig náðarsamlega veittar níjar og æðri, konung- legar skoðanir á hlutunum. En þctta legst aftur eins og martröð á hugi mannanna, og má af því marka að mara sú er ekki létt á riðunum, er hún hefur sligað jafnsterkar herðar og Hannes Hafsteinn hefur haft. A mörgum kvæðum Hannesar er fallcgt form og einkennilegt svo sem »Skarphéðinn í brennunni«, »Brúardrápa«, »Sjóferð« o. fl. Kvæðinu »Sjóferð« er mjög hrósað og er það án cfa formið, scm geingur þar mest í augun. Ég hef nú oft farið ifir það kvæði, en ekkert er í því, sem fests geti í huga mínum, ekkert, scm biður mig að lesa sig aftur, nema samlíkingin í síðara hluta firsta erindis, en hún er vel sögð. Kvæðið er þó fimrn erindi laung. Ein- staka af kvæðunum er ekkert annað en r(m, svo sem »1 samkvæmi hjá Tr. Gunnarssini« Ihað kvæði hefði hver maður getað ort, scm annars hefur vit á hvað rím er. »Galsi« hefði án efa verið talið mcð óþroskuðum unglingsljóðum cða bulli, ef það væri ekki ort af Hanncsi Hafstein. Lcsi menn síðasta erindið. í’að er hugsanlegt að komið geti firir, að maður vakni undir rúminn ef hann legst kendur til að sofa, en hitt get ekki hugsað mér, að nokkur leggist til að sofa »undir hvílu sína«. Mér datt í hug sagan af náúnganum, scm kom heim af skitn- ingi og fleigði frakkanum sínum í rúmið, en heingdi sjálfan sig inn í fataskápinn. Pau kvæði, scm best einkenna Hannes sem skáld eru: »Skarphéðinn (brennunni«, »Gullfoss«, »Oveður«, »Við Valagilsá« og fleiri af firri ferðakvæðunum. Það er hið stórgerða og hið aflmikla í náttúrunni, sem hann lísir vel, og ef til vill betur en nokkurt annað íslenskt skáld, en ekki svo mjög li'singin á kallmannlegri hugsun og hetjuanda. Brennukvæðið lísir mcir logunum, reiknum og eldibröndunum, en Skarphéðni sjálfum. Petta kvæði cr best í bókinni og^ höf. hefur breitt því víða og mjög til batnaðar. »Oveður« er hrikalegt kvæði og kjarnort og er þó sumstaðar í því ckki komist vel að orði: »I’ar nöldrar undir bökkunum tíður glamurkliður«, þ. e. í henni Nábeinavik. I’ctta cr alt annað en góð lisíngá hljóðinu. Tíðuf glamurkliður getur ckki nöldrað eptir þeim vanalega skilningi á því orði. »Marflólemstr- uð lík« er heldur ekki gott. Mundi nokkrum manni detta í hug að kalla líkin lemstruð, þótt marflær hefðu étið af þeirn holdið. Marflær eru smávaxin dír og geta aungan hlut lemstrað, allra sízt hcil mans- l(k. Mörg önnur kvæði í bókinni eru vel ort. Kvæðið til síra Mattíasar cr ágætt, en höf. hefur brcitt því dálítið. I’ar stóð cinu sinni: »þú snjalli faðir vorra bestu ljóða«, nú: »og (ég) sní með virðing hug til þinna ljóða«. Pó höf. ekki vildi standa við þetta, þá var smekkleisa að breita því. »A siglingu« er fallegt kvæði og »Næturferð« er með þeim betri í bókinni. Undarleg eru ummæli I’jóðólfs um það kvæði: það cr einkennilegt, líkt sumum kvæðum Gr. Thomsens. Það lítur út firir að ritstjórinn hugsi sem svo: Af því að Gr. Th. irkir einkennileg kvæði, þá eru öll kvæði, sem stæld eru eftir honum einkennileg. Ef nú öll skáld heimsins stældu Gr. Th., irði þá allur skáldskapur einkennilegur ? Nei. Gr. Th. er einkennilegt skáld af því hann irkir öðruvísi en aðrir, og hefði ritstjóri þjóðólfs átt að vita þetta. Þjóðólfur fræðir menn um að ímsir íngri hagirð- ingar stæli Hannes Hafstein, en »jafnan hafa þær stælingar orðið daufar á bragðið*. Hverjir eru það nú, sem stælaHannes? við skulum líta til þeirra, sem sínt hafa kvæði eptir að hann fór að irkja. Ekki er það Hannes Blöndal, því hann stælir alt aðra mcnn. Varla mun það vera Einar Benediktsson, því þar ættu ummæli Þjóðólfs ekki við; ég get ekki séð að kvæði þau, sem Einar hefur frá sér látið, standi svo lángt á baki kvæðum Hannesar. Af öllum þeirn, sem kvæði sömdu í latínuskólanum í minni tíð, stældi eing- inn Hannes Hafstein. Það, sem ritstj. biggir þessi orð á, er líklega það, að Einar Hjörleifsson kveður mig bergmála Hannes ásamt fleirum. Hið sanna er, að áður cn kvæði hans komu út í sumar, man ég ckki til að ég kinni eitt einasta af þeim, ncma firsta erindið í »Skarphéðinn í brcnnunni«. Gctur því vart mikið borið á bergmáli eftir honum hjá mér, cnda hefur mér aldrei þótt neitt sérlegt korna til kvæða hans ifirleitt. Nú mun mönnum þikja nóg um Hannes ritað af þessu tæginu og skal ég nú minnast á Einar Hjör- leifsson. Er það kinlegt að fagurfræðíngarnir geta að aungu kvæða hans, en líklega eru þeir altaf að »stúdera« Hannes og mega því ekki vera að því. Einar cr alsólíkur Hannesi. Það er eitthvað blítt, viðkvæmt og innilegt í flestum kvæðum hans. Hanncs lítur eingaungu á hina ljósari hlið lífsins, Einar á hina dckkri. Hans kærasta irkisefni cru sloknaðar vonir, slitin vinátta, hið hverfula og brigðula, sorgin og óánægjan ifir lífinu. Um þetta eru bestu kvæði hans: »Hún fölnaði«, »Kossinn«, »Konúngurinn á svörtu eijunum« og »Vinirnir«. Öll þcssi kvæði eru mjög góð, en best hið firsta. Hannes er sterkur, kaldur og rólegur, Einari veikari, en heitari og ákafari. Einar lísir ekki hinni sínilegu náttúru; í kvæðum hans er eingin náttúralísíng, cingin lísíng á líkamlegri fegurð og ekkert föðurlandskvæði, því »Dalurinn minn« getur eiginlega ckki kallast svo. Hann lísir sálarlífinu, því stríði sem háð er af huga mansins í baráttunni firir lilverunni. Og alstaðar lísir hann ósigrinum og hinni dökku sorgarhlið á lífinu, cða öllu hcldur, hann sér ekki aðra hlið á lífinu. Það er eins og hann horfi á alt með bláum gleraugum. Að því leiti er hann einhliða og má scgja hið sama um Hannes, sem þekkir gleðina eina. Það væri gott ef Einar tæki stundum

x

Sunnanfari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.