Sunnanfari - 01.05.1894, Síða 7
87
Fundur.
Eftir áskorun frá 7 nafngreindum mönnum
áttu ísl. stúdentar í Höfn fund á Borchs Collegíum
5. þ. m. til að hlíða á ræður um háskólamálið.
Cand. jur. Jóhannes Jóhannesson frá Enni stírði
fundinum. Dr. Jón þ>0rkelsson, sem er einn hinn
ötulasti formælandi þess máls, var þá heim far-
inn til íslands. En för hans bar svo brátt að,
að fundinum varð ekki við komið eptir að hún
var ráðin eða kunn orðin. Cand. jur. Magnús
Torfason flutti first firirlestur, var hann laga-
kenslu meðmæltur, en vildi eitri blása að háskóla-
stofnuninni; en meður því að maðurinn er ekki
talinn fjölkunnugur er líklegt að andi hans verði
hér ekki banvænn. þ>á fluttu þeir ræður alllángar
Dr. Valtír Guðmundsson, Dr. Finnur Jónsson og
cand. mag. Bogi Melsteð, og eru allir móthverfir
háskóla, en þeir Finnur og Bogi vilja fá laga-
kenslu inn í landið. Var málið mjög rætt frá
einni hlið, því þeir sem töluðu voi u allir á móti
því að einum fráskildum. Að lokum var til at-
kvæða geingið og greiddu 20 atkvæði móti há-
skóla og 1 með (þ>orst. Gíslason, en gat þess
að hann greiddi atkvæði með »háskóla« er hefði
4 deildir); nokkrir voru geingnir af fundi áður
atkvgr. fór fram og margir greiddu ekki atkvæði.
Var það af því að menn gátu ekki komið sér
saman um hvernig bera ætti upp málið og vildu
þeir að first væri ákveðið hver skilníngur væri
lagður í nafnið »háskóli«, hvort heldur menta-
stofnun með mörgum deildum, t. d. eins og
Hafnarháskóli, eða þá færri deildum (guðfræð-
ínga-, lögfræðínga- og lækna-deild), því ræðu-
menn viðhöfðu orðið í báðum merkíngum. þ>ó
var til atkvæða geingið um »háskóla« óákveðið.
Hafa því þeir, er atkvæði greiddu móti málinu
als ekki allir greilt atkvæði um eitt og hið sama,
heldur hver um sig móti þeirri stofnun, sem
hann útaf firir sig kallar »háskóla«, sumir móti
háskóla með mörgum deildum, sem reindar aung-
um mun hafa til hugar komið að setja á fót á
Islandi nú sem stendur, en aðrir móti háskóla
án tillits til firirkomulagsins. Er því fundur sjá
og atkvæðagreiðsla að vorri higgju þiðíngarlítil.
Annars er ráðgert að láta umræðurnar frá
fundinum koma fram opinberlega, og má þá
ætla að þær verði ræddar frekar en hér hefur
gert verið að þessu sinni. G.
Svar. Lögberg og Heimskringla hafa flutt
lángar greinar sem svör uppá firsta kafla greinar
þeirrar, er staðið hefur í Snf. um ritdóma og ní
kvæði. Utaf þeirri grein finnur Einar Hjörleifsson
istæðu til að fara mörgum orðum um »val á kvæð-
um«. Ég get nú ekki séð að þar sé haldið fram
að prenta skuli óvalin kvæði, þvert á móti játar
höf. að sér hafi ifirsést í því efni. Einar þikist
mega, og má, hér drjúgt úr flokki tala og má álíta
að hann geri hér grein firir hversvegna hann
hafi verið svo vandur að valinu, en kinleg er
ástæðan og mætti líklega finna aðra betri: það
er af spéhræðslu, hann.vill umfram alt forðast að
sina hlægilegu hliðarnar á sjálfum sér. En þeir
sem á annað borð eru mjög hræddir við aðhlægi
ættu helst að sina sem fæstar hliðar á sér, þvi
heimurinn er heimskur og hlær að mörgu, jafnvel
andvarpanna og kveinstafanna stóru skáldum. Ætla
þau þó án efa ekki að sína hlægilegu hliðarnar á
sér heldur aðrar virðulegri, þ. e. þær sem vekja
meðaumkun náungans. En sumir kæra sig ekkert
um hana og, ef um tvent er að velja, kjósa heldur
hláturinn.
I Hkr. stendur meðal annars: »þ. G. segir
að Jón Olafsson setji oft meinvitlaust stuðla og
höfuðstafi«. Hvar og hvenær ætli dóninn hafi sagt
þetta? I Snf. stendur að smágallar á setning stuðla
og höfuðstafa finnist oft hjá Jóni eins og flestum
ísl. skáldum. Og svo stendur í Hkr.: »Segi þ. G.
til svo sem 5—6 staða og fari með bull ella«.
Staða þar sem J. O. setji meinvitlaust stuðla og
höfuðstafi? Nei, það getur hann ekki. J. O.
segist ekki hafa gert það nema einu sinni eða
tvisvar og því trúir þ. G. En að smágallar komi
hér firir það hlítur Jón sjálfur að sjá, eða, ef hann
finnur það ekki, þá er að líta í Sievers.
Fleira mætti vel um þetta segja ef hér væri
um nokkurt þarfamál að ræða.
Annars getur þ. G. ósköp vel sagt það til
hugnunar öllum lið, að hann heldur nú ekki mikið
uppá allan fjöldann af þessum umræddu kvæðum
sinum. En alt um það þikist hann hafa fullan rétt
til að sina þeim þá ræktarsemi að taka svari þeirra
ef honum virðist ver um þau talað en þau eigi
skilið, og mun hann einskis mans leifis leita í því
efni. F- G.
Sunnanfari. Dr. Jón þorkelsson ritstj. Snf. fór
heim til Islands með »Laura« 19. f. m. I fjarveru
hans annast^ útgáfu blaðsins: Kristján Sigurðsson
Regensen, Olafur Davíðsson Oehlenschlágersg. 42
og þorsteinn Gislason Webersgade 22.
Firir 1. jÚIÍ, þ. e. firirfram, á Sunnanfari að
borgast eftir þetta.
Heimskringla Og öldin hafa nú skift um rit-
stjóra Og vék firv. alþm. Jón Olafsson frá blaðinu
en við tólc hr. Eggert Jóhannson og hefur hann
áður verið við riðinn ritstjórn þess. Ætlar J. 01.
nú að birja útgáfu á níju mánaðarriti, er flitji fræð-
andi og skemtandi efni og filgi með níjustu upp-
götvunum og stefnum timanna. Er það hið besta
firirtæki og væri ætlandi að það feingi svo góðar
undirtektir að það gæti borið sig. Heima á Is-
landi þekkjum vér svo til, að vér vitum þörfina;
þar er síst ofmargt, sem hjálpar mönnum til að
halda augunum opnum.
Fröken Olafía Jóhannesardóttir flutti firirskömmu
firirlestur ( stúdentafélaginu i Kristjaníu um háskóla-
stofnun á Islandi. Var þess getið með lofi í blöð-
um Norðmanna og norskir stúdentar bundust félags-
skap til að stiðja málið.