Sunnanfari - 01.06.1895, Síða 1

Sunnanfari - 01.06.1895, Síða 1
 V«r» 2 kr. 50 aura árg., horgist fjrir fram. aseGBB®r Angljsingar /i 20 a. inrgin- 5) málslina; 25 á aura smáletnr. 8 IV, 13 j-tthnti 1895 Sigurður Breiðfjörð. Um leið og póstskipið flytur nú til íslands nýútkomin úrvalskvæði eptir Sigurð Breiðfjörð, sem getið er hér nokkuð um í blaði þessu, þyk- ir Sunnanfara hlýða að hafa um leið að færa mynd af honum, úr því það atvikaðist svo, að hún gat ekki fyigt bókinni. En það mun mega segja um mynd þessa eins og mart annað, að betra er að veifa raungu tré en aungu, af því að ekki er því að fagna, að nein mynd sé til af Sigurði, er gerð væri að honum lifanda, heldur er mynd sú, sem hér birtist gerð eptir blýantsmynd, er séra Helgi Sigurðsson á Melum (d. 1888) hefir dregið eptir minni, sá hinn sami maður, sem menn eíga að þakka þá einu mynd, sem til er af Jónasi Hallgrímssyni, og Konráð Gíslason kvaðlíka honum. Sú er og bót i máli, að til eru enn gamlir menn, sem muna Sigurð Breið- fjörð, og hafa þeir af þeim, sem mynd þessi hefir verið sýnd, sagt, að hún lfktist Sigurði. Við hend- ina hefir og verið önnur blýantsmynd af Sigurði, einnig dregin eptir minni, af öðrum manni, en ekki vel gerð og alveg ólík honum, að sögn gamalla manna, er þektu hann, svo að henni hefir einginn gaumur verið gefinn. Sigurður Breiðfjðrð. Úrvalsrit. Búin undir prentun eptir Einar Benedihtsson. Khöfn 1894 (Gyldendal). Rit þetta, sem nokkuð leingi hefir staðið á, kom nú út um áramótin og er freklega 20 arkir að stærð. J>ar með er langur formáli eptir útgefandann, Einar Benediktsson, efnisyfir- lit og að síðustu skrá yfir óprentuð ljóðmæli eptir Sigurð Breiðtjörð og skýringar við kvæðin í bókinni, hvorttveggja eptir Olaf Davíðsson. Meginpartur safns þessa eru kvæði, mansaungar og rímnabrot, en fátt af því er áður óprentað. í óbundnu máli er ekki annað en kafli úr riti Sigurðar um Grænland og formálinn fyrir Núma- rímum. Valið í safn þetta virðist hafa tekizt fremur vel, og formálinn er einkennilega ritaður og mart heppilegt t honum og smeilið, en ekki er hann laus við dönskulega setningaskipun sum- staðar í æfisögunni er farið létt yfir æfiatriði Sigurðar, og mun það koma af því að þau eru áður rakin mjög í Æfi- minningSigurðar eptirjón Borgfirðing, Rvík 1878. Um fæðingardag og fæð- ingaár Sigurðar hefði höf- undurinn eingan efa þurft að vekja, því einsætt er að fylgja kirkjubók Breiða- bólstaðar á Skógarströnd í því, að hann sé fæddur 4. Marts 1798. Skýring- arnar eru góðar, og gætu þó sjálfsagt verið fyllri sumstaðar, en skráin yfir hvað óprentað sé til af kvæðum eptir Sigurð er langófulikomnust, og þó hún sé upp á 11 bls., þá mun mikið á vanta, að hún taki alt, sem til er. Hún hefir og þann galla, að hún tilfærir ekki alténd upphöf kvæðanna, svo að ómögulegt er að átta sig á því sumstaðar, hvað við er átt. Vér skulum til þess að færa sönnur á mál vort, að mart muni vanta í skrána yfir óprentuð kvæði Sigurðar, geta nokkurra kvæða, sem eru í vörzlum vorum, og ekki er getið í skránni, en eru öll með vissu eptir Sigurð: 1. Um séra Friðrik Eggerz: SéraFriðrikbyggir bezt. 1 er. 2. Laxárvallaríma ort 1822: Öld nítjánda allir vér.„ 90 err. 3. A Öskudaginn: Eru’ í heilum ársins hring. 7 err.

x

Sunnanfari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Link til dette eksemplar: 12. tölublað (01.06.1895)
https://timarit.is/issue/160567

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

12. tölublað (01.06.1895)

Gongd: