Sunnanfari - 01.06.1895, Qupperneq 2
90
4. Formannavísur: Um Jónsson Bjarna frægan
fyrst. 28 err.
5. Mansaungur: Gustur Ymu fer á flug &c.
8 err.
6. Vísur um flökkukerlingar: Jpar af fyrðum
fernar spyrður voru. 5 err.
7. Um sjálfan sig: Siggi slóra mjög ei má.
1 er.
8. í búð á ísafirði: Fyrir það jeg fá vil kaup.
1. er.
9. Vísa um séra Pál skálda. (Sjá Sf. IV, 55).
10. Vísa á dönsku rituð með eiginhendi Sigurðar
framan á bók, er hann hefir átt:
Den Bog er min, det vidner jeg;
Vor Herre veed, jeg ikke lyver;
hvem den sig egner skaanes ej,
han hænges skal saa fremt han Tyv er.
J>ess utan má geta þess, að grafskriptarvísurnar
um Teit eru fleiri en til er greint í registrinu og
að minsta kosti þrjár. í handritasöfnum á ís-
landi er ekki ólíklegt, að ýmislegt sé eptir Sig-
urð óprentað, og er eingin von að slíkt hafi verið
leitað uppi. Auk þess mun töluvert vera á við
dreif enn hjá einstökum mönnum; sumt hefir ef
til vill aldrei verið skrifað og er nú einungis til í
manna munni.
J>að mun varla vera rétt mál, sem stendur
á titilblaðinu: »Búin undir prentun eptir(\) Einar
Benediktsson«, en hvað um það, frágangurinn á
bókinni er góður í heild sinni og stórum smekk-
legar er valið hér eptir Sigurð, en i »Sýnisbók«
þeirri, er kom út hérna um árið.
J>að er svo mart gott í kveðskap Sigurðar
Breiðfjörðs og kvæði hans hafa verið svo vin-
sæl á íslandi, að telja má víst að bók þessi
gangi vel út, og það því fremur sem rímur og
Smámunir Sigurðar er orðið tnjþg fágætt. Hann
er langmerkasta alþýðuskáld á íslandi fyrir og um
sína daga, og er einn af þeim mönnum, sem
aldrei gleymist1.
Fuglasaungur.
(Lesið upp í félagi íslenzkra stúdenta i Khöfn 22. Maí)
Sólin glóði svo glatt í dag;
jeg gat ekki lesið neitt.
J>að saung í hug mér sólskinslag,
Mér sýndist alt með gleðibrag,
— og veðrið svo vorlegt og heitt.
’) í bréfi er Jón Espólín ritar Boga Benediktssyni á
Staðarfelli 30. Júlí 1836, eða tveim dögum fyrir dauða sinn,
fer hann þessum orðum um Sigurð: »f»að er ekki af lær-
dómi, að Miiller heldur allan íslenzkan skáldskap andalausan,
heldur af smekkleysi og hreinni vanþekkingu á honum. En
sumir íslenzkir sjálfir og þó smekkfínir, eins og Ejölnishöf-
undar í ár, flæða líka stundum á sama skeri, t. d. með að
kalla Sigurð Breiðfjörð leirskáld, — sem getur samt verið af
partisku, því hann kvað um þá, — því það er hann aldeilis
ekki, hverninn sem hann er í öðru». (Handrit í vörzlum
ábyrgðarmanns Sunnanfara).
Og loptið var svo létt og bláit;
mig langaði út í skóg,
að sjá hve þar væri kvikt og kátt;
þar kvökuðu fuglarnir allir dátt
og laufið frá liminu hló.
J>eir sungu vorsins ljúfa lag,
þess langa, fagra saung;
þeir sungu um glóandi sumardag,
þeir sungu um skógana heilan brag
og dægrin ljós og laung.
J>eir sungu um vorsins himin há
og hafið slétt og vítt;
þeir sungu um loptin ljúf og blá
og leikandi geisla á víðum sjá,
um vorið og veðrið hlýtt.
J>eir sungu líka um lítið fljóð,
sem ljósklædd gekk um skóg;
þeir sungu um hve hún var glöð og góð,
hve geislandi augað og kinnin rjóð,
hve hjartanlega hún hló.
J>eir sungu ennþá mart og mart
um maí, sól og dag;
þeir sungu um eingjanna sumarskart,
þeir sungu ,inn í hug minn ljósið bjart
og vorsins ljúfa lag.
Og áfram syngið, syngið þið
hinn sumarlanga brag.
Mig dreyrndi um unun, ást og frið
við ykkar dillandi skógarklið.
Og þökk fyrir daginn i dag.
porst. Uíslason.
Bókafregn.
Ljóðmæli eptir Gríni Thomsen. Nýtt safn. Kh.
1895 (Gyldendal).
Hér er komin bók, sem óhætt er að setja
j í fremstu röð meðal íslenzkra ljóðabóka. Dr.
; Grímur Thomsen hefir áður sýnt og sýnir enn
með þessum kvæðum sínum, að hann stendur
ekki að baki neinu íslenzku skáldi hvorki fyrr né
síðar.
í bók þessari eru eingin kvæði prentuð af
þeim, sem eru í hinu fyrra safni hans. Aptur á
móti er safnað þar saman kvæðum höf., sem
hafa áður verið prentuð í ýmsum blöðum og
tímaritum. J>á eru og ýms ný kvæði, sem eigi
hafa áður verið prentuð, og svo mikið af þýð-
ingum, mest úr grísku. Bókinni fylgir mynd af
höf., sem þvi miður er frá hans yngri dögum og
því ólík honum eins og hann er nú.
Um frumsömdu kvæðin væri hægt að rita
heilar bækur; svo eru þau flest efnisrík og ein-