Sunnanfari - 01.06.1895, Síða 3

Sunnanfari - 01.06.1895, Síða 3
91 kennileg. Fyrsta kvæðið í bókinni er hið aðdá- anlega kvæði »Ásareiðin«, sem allir þekkja. Af öðrum kvæðum skal eg tilnefna »Sigríður Erlíngs- dóttir«, ef til vill bezta kvæðið i bókinni, »Vær- ingjahvöt«, »Hemings flokkur Aslákssonar*, »Fiðl- arinn«, »Heimir«, »Glámur«, »01ag«, hinn gotn- eski kvæðabálkur, einkum hið fagra og snildar- lega orkta kvæði »Jörmunrekslok«, enn fremur »Tveir fuglar« »Fuglaveiðin«, »Utför skáldsins Shelley« o. fl., sem eru hvert öðru betra. þ>að sem nú einkennir öll þessi kvæði er hinn forni kraptur og karlmenska sem skín ut úr þeim. Sem skáld er Grimur Thomsen »forn í skapi og forn í máli« eins og hann sjálfur kemst að orði í minningarljóðum sinum yfir Konráð Gíslason. Hann er ólíkur öllum skáldum vorum á síðari tímum og stendur einn fyrir sig, Aptur á móti svipar honum talsvert til Egils Skalla- grímssonar: sama er alvaran, sami kjarninn og karlmenskan í ljóðunum, sömu risalegu og stór- kostlegu hugmyndirnar, nema hvað það er alt í miklu stærra og fegurra stíl hjá Grími Thomsen. Gr. Th. yrkir og mjög forneskjulega og sum- staðar gerir hann of mikið að því, svo það verður erfitt að skilja hann. Flestkvæðin erusögulegs efnis. Meðan hann yrkir um íslenzk eða norræn efni er hann ágæt- ur. J>ar koma allir hans beztu eiginlegleikar fram, hann er þar bæði íslenzkur og mikið skáld. Mér finst einginn vafi geta á því verið, að Grfmur Thomsen er þjóðlegasta skáld okkar íslend- inga. Að lesa kvæði hans er eins og að lesa »Njálu« eða einhverja aðra af hinum beztu sög- um vorum. Andi þjóðarinnar í sinni drengileg- ustu og göfugustu mynd talar gegnum þau. En fari Grímur Thomsen út fyrir Norðurlönd, verð- ur harpan stundum hjáróma. Kvæði eins og t. d. »Alexander við Ganges« og »Belisaríus« bera þess ljósan vott. Efnið í báðum þessum kvæð- um er fagurt og háfleygt, og um það hefði mátt yrkja framúrskarandi vel. En nú verðá þessi kvæði bæði fremur þurr hjá Grími Thom- sen. þ>að er ekki lítið borið í »Alexander við Ganges«, en það segi eg satt, að skemtilegri þykir mér ræða Alexanders eins og Arrían hefir skrifað hana í óbundnu máli heldur en kvæðið sem Gr. Th. hefir ort um sama efni. Flest eru kvæðin alvarleg, og kemur alvar- an einkennilega fram hjá Grími Thomsen. Hann getur ort kvæði bæði blíð og raunaleg, (t. d. »Fuglaveiðin«, »Tveir fuglar«, »Draumaland« o. fl.), sem eru svo látlaus og blátt áfram og knýja huga þess, sem les til að taka eptir sér, jesa sig aptur og muna sig og sorgina. Stundum verð- ur alvaran ægilegri og ákafari (»Ólag«). Yfir þessum kvæðum er blær, sem eg get ekki með orðum lýst; menn verða að lesa þau sjálfir. En þegar Gímur Thomsen fer að yrkja gamankvæði tekst honum það langt frá því eins vel. Kvæði eins og t. d. »|>jóðvaldur Frakkakonungur við Benevent« eða »i Valhöll« eru ljós dæmi þess. Eg fyrir mitt leyti finn ekki neina fyndni í þeim. Enn er eitt. Menn hafa opt fundið að kvæð- um Gríms Thomsens að þau væru stirðlegakveðin, rangt settir stuðlar og höfuðstafir o. s. frv. þ>að er að vísu satt, að hann brýtur á móti form- lögum braglistarinnar meira en nokkuð annað ís- lenzkt skáld. f>ó er í þessari bók miklu minna af slíkum göllum en f hinu fyrra ljóðasafni hans. Og merkilegt er það og vert eptirtekta, að varla nokkuð íslenzkt skáld getur hagað bragarhœtti eptir efni kvæðanna eins vel og Gr. Th. Til dæmis má taka kvæðið »Klukknahljóð«; þegar það er lesið hátt upp, heyrir maður eins og óm- inn af kirkjuklukkunum. Og svo er það víða (»Ólag«, »Fiðlarinn« o. fl.) En því míður eru skáldinu mislagðar hendur sumstaðar í þýðingum úr grísku í þá átt, eins og síðar mun tekið fram. |>á er að tala um þýðingarnar. Fyrst eru ýms kvæði þýdd úr nýjari málum og er þar ýmislegt gott. Einkum er hið spænska þjóð- kvæði »Abenamar« ljómandi fallegt. »Grikk- landseyjar« Byrons er allvel þýtt kvæði, en nokkuð stirt. »Kongurinn í Thúle« eptir Goethe er aptur á móti ekki vel þýtt. Menn beri það saman við frumkvæðið. f>að kvæði hefði öld- ungis ekki átt að standa i bókinni. En aðalkafli bókarinnar eru þýðingar úr grísku. Fer þýðandi nokkrum orðum um þær í formálanum. Segist hann vona að þær geti stöðvað frumhlaup það, sem hefur verið gjört móti grískunni heima á islandi. En því er miður, að það er mjög ólíklegt: þ>að þarf meira til. Tilgangurinn er lofsverður, því bókmentir Grikkja eru fegurri og betri en bókmentir flestra annara þjóða. En margar af þessum þýðingum eru því miður ekki neitt sérlega vel af hendi leystar, og gefa mönnum tæplega nægilega hugmynd um hinn glæsilega og aðdáanlega skáld- skap Grikkja. Fyrst og fremst er ekki sem heppi- legast valið: þýðandinn hefir t. d. tekið alt of mikið eptir Pindar og alt of lítið eptir J>eokrítos. Pindari er þannig varið, að til þess að skilja hann vel og hafa ánægju af, þarf maður að vera gagn- kunnugur goðasögum og lífi Grikkja. En það mun alþýða manna ekki vera og hann verður því of strembinn fyrir flesta. Auðvitað verður að taka eitthvað eptir hann, en hann má ómögulega sitja í fyrirrúmi. Eg ætla* að nóg hefði verið að taka eitt langt kvæði eptir hann, og svo ekki meira, t. d. 2. ólympisku drápuna (Hörpuvaldur! Hvern skal söngur prísa?), sem Gr. Th. hefir líka tekið og þýtt mjög vel. þ>að er kvæði sem allir geta dáðst að og allir skilið, en því fer fjarri að svona megi segja um sum hin kvæðin, sem Gr. Th. hefir þýtt þar eptir hann. Merkilegt er það, að þegar Gr. Th. ætlar með þessum þýð- ingum að gefa sýnishorn af bókmentum Grikkja

x

Sunnanfari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.