Sunnanfari - 01.02.1896, Blaðsíða 3

Sunnanfari - 01.02.1896, Blaðsíða 3
59 II, bls. 101, og þar er hún einmitt tekin eptir handriti Magnúsar, sést berlega mismunurinn á þjóðsagnameðferð þeirra félaga. Hjá Jóni eru eingar málaleingingar, ekkert óþarfagaspur, en frá- sögnin stutt og laggóð. I útgáfu Magnúsar er aptur langur inngangur. Hann getur ekki að sér gert að láta þúfuna, sem stúlkan fanst niðrí. vera græna og fagra, eins og einhver álfur hefði átt hana og hlíft henni og sjálf var mærin íðilfögur. Sagan hefir auðvitað aldrei verið sögð á íslandi á þessa leið. þeir sem gefa út þjóðsögur eru að vísu ekki rigbundnir við útgáfur þær af sögunum, sem þeim berast i hendur, enda eru þær opt svo úr garði gerðar, að hneykslanlegt væri að gefa þær út eins og þær eru, en heppilegast mun vera að breyta þeim sem minst. Sumir yrkja þær aptur alveg upp að nýju, ef svo má segja, fella úr og bæta við, og þetta hefir Maguús Grímsson viljað gera. Opt fer vel á þessu, en það er hvorttveggja að við þetta verða sögurnar ekki eins áreiðanlegar og ella, ekki eins trú og sönn eptirmynd af lifi þjóð- anna og hugsunarkætti, og svo þurfa þeir, sem við það fást, að hafa bein i hendi ef vel á að fara og vera innrættari anda og eðli þjóðlegra fræða en Magnús virðist hafa verið; má þvi telja það hina mestu hamingju, að þjóðsögurnar i safni Jóns Arnasonar bera miklu meiri keim af honum sjálf- um en Magnúsi presti Grímssyni. Enn er ein grein af ritstörfum séra Magnúsar, sem ekki hefir verið minzt á, en það er skáldskap- ur hans. Séra Magnús hefir feingizt talsvert við skáldskap og gefið út bæði sögur, leikrit og kvæði. B'óðvar og Asta í Landstíðindunum 1851 fer fram á siðabótartimanum, og mikið af sögunni gerist suður á þýzkalandi. Sagan er hið mesta afslcræmi frá skáldlegu sjónar'miði og varla getur klaufalegra en samtal Böðvars og Astu við fossinn. Á hinn bóginn eru þar ýmsar góðar athugasemdir, sem ekkert koma skáldskap við, svo sem hugleiðingar útilegumannsins um fornöldina. pórðvr og Olöf i Bónda 1851 er skárri og liklega bygð yfir úti- legumannasögu, sem Magnús hefir heyrt. þar kveður líka mjög mikið að fossi einum og mætti ráða af þessum sögum Magnúsar, að menn gætu hvergi búið sig undir heilagt hjónaband nema hjá beljandi fossum. Tvö leikrit eru prentuð eptir Magnús prest, ef leikrit skyldi kalla: Kvöldvaka % sveit 1848 og Bónorðsförin 1852. Kvöldvakan er svo fjarstæð öllum skáldskap, að séra Magnús hefir varla getað búizt við þvi sjálfur, að hún yrði talin með skáld- ritum, en ýmsar klausur eru þar allskynsamlegar um brennivínsdrykkju, laun embættismanna o. s. frv. Fremur er leikritsmynd á Bónorðsförinni, en mjög er hún bágborin, og ekki er fylgt þar neinum reglum fyrir byggingu leikrita, sem góð leikrita- skáld leyfa sér annars ekki að víkja frá. þessi skáldrit séra Magnúsar i bundnu máli eru að vísu litilfjörleg, en þó ekki alveg ómerkileg, þegar þess er gætt hve lítið var samið og gefið út af þesskonar ritum á þeim dögum. Kvæði hans má aptur telja alveg ónýt, en það er bót í máli, að þau eru örstutt. Kvæðakver séra Magnúsar kom út 1855 og er auðséð á titilblaðinu að áframhald hefir átt að koma af því, en það kom aldrei til allrar hamingju. Aptur er til fjöldi af kvæðum hans í handritasafni Bókmentafélagsins í Kaupmannahöfn nr. 423, 8vo, og eru þau ekki betri en þau, sem prentuð eru. Einstaka kvæði og visur eptir séra Magnús hafa breiðzt talsvert út, einkum: Lóan í flokkum flýgur, og vísan: Fátt er það ferðamanni, úr kvæðinu Afangastaður, og mun það vera að þakka eða kenna lögunum, sem við þau eru. Séra Magnús hefir eflaust verið gáfaður maður og fjölhæfur, og má telja víst að mörgtim lesendum Sunnanfara þyki gaman að sjá mynd af honum, en einginn var hann atkvæðamaður. Olafur Davíösson. Sveinn læknir Pálsson. Eptir Runólf Sigurðsson á Skaganesi. (Brot). Ekki kom Sveinn í annan heim sem ókunnugur ferðamaður; hjá æðri verum, inni’ í þeim, æ var hans kærstur þankastaður, leiddur mentanna blíðu brúðum, er brosa nú við sinn augnastein, í klakabygðum leingi lúðum leika þær sér að gleðja Svein, er læknaði svo margra mein, sveittra kvelling í sjúkra búðum og sár ölmusu þjóðar kvetn; manngæzka’ ei rýði’ hans rausn ósein, óhugguð mannkind ei fór nein; vér, sem með elsku á hann trúðum, yfir blessum hans látnu bein; honum jafnaldra hels á flúðum sól yfir aungvan sýnni skein. Leiksystur kæru æsku í og elliskemtun, blómin fríðu, kveður nú Sveinn með brosi blíðu: Frjófgist þið vel, mig felur ský, þangað til eg og þið svo með í betri veröld endurfagnið með ódauðleikans gróðamagnið alsælunnar á blómabeð. Ártíðaskrár íslcnzkar, 3. hepti, komið út; eru í því ættskrár einar. Er von í sumar á lokahepti þeirra, sem á inni að halda frekari athugasemdir, I viðauka, leiðréttingar, formála og registur,

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.