Sunnanfari - 15.01.1901, Qupperneq 1
YJ1 A ID Y
pn wnMi
IX i.
REYKJAVÍK 15. JAN.
1901
Landsins elzti læknir.
Héraðslæknir ísiirðinga, Þorvaldur Jónsson, er
nú hefir nýfengið lausn frá embætti, er lands-
ins elzti læknir og sömuleiðis elztur þeirra, er
læknispróf hafa af hendi leyst hér á landi. Það
gerði hann i septbrmán. 1863, löngu áður en
hér var stofnaður heknaskóli.
Til þess að reyna að bæta
ofurlítið úr hinum mikla
læknaskorti hér, hafði land-
læknir vor, sem þá var, dr.
Jón Hjaltalín, tekið til fám
árum áður (1860) að veita
stúdentum tilsögn i læknis-
fræði og samþykti stjórnin
eftir allmikla rekistefnu regl-
ur fyrir þeirri kenslutilhög-
un vorið 1863. Frá prófinu
yfir Þ. J., hinu fyrsta íslenzka
læknisprófi á öldinni, er sagt
greinilega í Þjóðólfi XVI. 1
—2. Þeir voru prófdómendur,
Gísli Hjálmarsson f. héraðs-
læknir, Björn Gunnlaugsson
yfirkennari, A. Randrup lyfsali
og Halldór Guðmundsson
kennari við lærða skólans.
Dr. H. Krabbe, er síðarvarð
mágur Þ. J., var og viðstadd-
ur prófið og valdi 2 skriflegu spurningarnar.
Prófgreinar voru 13 alls, þar af 4 skriflegar.
Kandídatinn fekk 1. aðaleinkunn — dável í öll-
um skriflegu spurningunum og ágætlega I grasa-
fræði og yfirsetukvennafræði. Landlæknir bætir
því við, er hann skýrir frá prófinu, að kandídat-
inn hafi »öll þau 3 ár, er hann var hjá mér,
lesið með hinni mestu iðni og notað hvert tæki-
færi, er hann gat, til að kynna sér ýmsa sjúk-
dóma lands þessa; hann opnaði 12 lik undir
minni vegleiðslu og æfði sig vel í að þekkja
sjúkdóma með heyrnarpipunni (Stethoskopie), hvar
til hann sökum kvefsóttarinnar og lungnabólg-
unnar, er hér hefir gengið hin seinustu árin,
hafði sérlega gott tækifæri; en áður, rneðan tauga-
veikin gaus hér, hafði hann séð fjölda sjúklinga
með landfarsóttum vorum.
I sullaveikinni var hann og
orðinn betur að sér en kand-
ídatar hvervetna eru, sem koma
frá útlöndum«.
Ilann (Þ. J.) hafði og, áð-
ur en hann fór að vera hjá
dr. Hjaltalin, stundað læknis-
fræði við Khafnarháskóla ár-
in 1857—1859. Stúdent
varð hann frá Reykjavíkur
lærða skóla 1857, með 1.
einkunn, þá tvitugur að aldri,
f. 3. sept. 1837 að Kirkju-
bæjarklaustri; þá bjuggu þar
foreldrar hans, Jón Guðmunds-
son, er þá var umboðsmað-
ur, en síðan ritstjóri Þjóðólfs,
og kona hans Hólmfríður
Þorvaldsdóttir prófasts og
sálmaskálds Böðvarssonar.
Þegar að afloknu prófi var
Þorvaldur læknir settúr hér-
aðslæknir í »nyrðra læknishéraði Vesturamtsins«,
sem þá var kallað, en veitt það embætti tveim
árum síðar (1865). Hérað þetta tók þá yfir
meir en helming alls Vesturamtsins eða 3 víð-
lendustu sýslurnar þar: Barðastrandar, Isafjarðar,
og Stranda; nú er það 8 læknishéruð, og þykja
þó fullstór sum þeirra, t. d. Strandasýsla öll
nema 1 hreppur. Landið var þá alt ekki nema
Þobvaldur læknib Jónsson