Sunnanfari - 15.01.1901, Side 2

Sunnanfari - 15.01.1901, Side 2
2 7 læknishéruð, og Vestmanneyjar hið 8. Nokkr- um árum síðar, 1870, var létt af honum Stranda- sýslu og austustu hreppunum af Barðstrandar- sýslu (Olafur Sigvaldason), en vesturhluta þeirr- ar sýslu ekki fyr en 1881 (Davíð Scheving), og Vestur-ísafjarðarsýslu ekki fyr en 1888. Nærri má geta, hve auðsótt muni hafa verið ferðalög um annað eins landflæmi, og það jafn-ilt yfirsóknar, ýmist á sjó og landi eða hvorttveggja, — líklega hið örðugasta læknisumdæmi í heimi. Hitt er vitaskuld, að læknisþjónusta gat varla yfirleitt orðið annað en nafnið tómt nema um miðbik annarra eins umdæma; annað hefði verið mannlegum mætti ailsendis ofvaxið. Um út- sveitir þessara landfláka, gömlu læknishéraðanna, björguðust menn við skottulækna; þeir áttu eigi annars úrkost. Aðsetur tók hann sér á Isafirði þegar haustið 1863 og hefir þar setið alla tíð síðan. Hóf þar og hjúskap bráðlega og gekk að eiga frænd- konu sína Þórunni Jónsdóttur prests Hjartarson- ar á Gilsbakka og Kristínar Þorvaldsdóttur pró- fasts Böðvarssonar. Eiga þau 7 börn á lífi: tvo sonu og 5 dætur. Eldri sonurinn er Jón læknir, aðstoðarlæknir föður síns nokkur ár hin síðustu; hinn yngri, Ólafur, er verzlunarmaður í Khöfn. Dætrannaer hin elzta, Hólmfríður, gift Árna Jónssyni verzlunarstjóra á ísafirði; önnur, Helga, síra Páli Stephensen; liin þriðja, Sigríður, er heitmey Þor- valds frænda síns Krabbe; þá er Gyríður, heitmey Bjarnar stúdents Bjarnasonar frá Viðfirði; og loks Kristín, ógefin í föðurgarði. Heiniili þeirra hjóna segja kunnugir hafa á sér mjög viðfeldið gestrisnis- og glaðværðarsnið, h'kt og heimili for- eldra hans hér í Reykjavík á sínum tíma. Hann er og snyrtimaður mikill í framgöngu, lipur og viðmótsþýður, reglumaður mikill og ráðdeildar. Af landsmálum hefir hann lítil eða engin afskifti haft, en af héraðsmálum víst tölu- verð, lengi í bæjarstjórn á Isafirði o. s. frv. Sjúkrahúsi allmyndarlegu hefir hann komið upp á Isafirði fyrir nokkurum árum: var frumkvöðull þess og gekk manna ötullegast fram að útvega fé til þess, m. m. B. J. Bólu-Hjálmar. Svo sem í eftirmála-skyni við sögurnar af honum í síðasti árgangi Sunnanfara langar mig til að fara nokkurum orðum um hann með sér- stakri hliðsjón á sumu því, sen: af honum er sagt í ritgjörð Hannesar Hafsteins framan við »Kvæði og kviðlinga eftir Bólu-Hjálmar«. Sú ritgjörð er að mörgu leyti góð og töluvert á henni að græða. En sumt er þar, sem eg hefi aldrei getað felt mig við, og hygg vera gersarn- lega rangt. Þess skal getið, að að því leyti, sem mig þrýtur þekkingu, byggi eg á sögusögn Guðrún- ar, dóttur Bólu-Hjálmars. Hún þekti föður sinn langtum betur en nokkur annar maður. Og eg hefi ekki setað orðið annars var en að óhætt sé að reiða sig á frásögn hennar. Hún virðist ekki hafa neina txlhneiging til að draga fjöður yfir það, er að honum mátti finna, er einstaklega á- nægð með hann eins og hann var. Eg minnist þá fyrst nokkurra atriða, sem ein- hverjum þykir sjálfsagt lítils um vert. En þeim er eins farið og öðru, að viðkunnanlegast er, að nákvæmlega rétt sé með farið. »Það var siður hans að skrifa upp nokkur af kvæðum sinum á smápésa og gefa bændadætrum og húsfreyjum á ferðalagi sinu«, segir H. H. Þetta mun vera alveg gripið úr lausu lofti; eg varð þess aldrei var og heyrði þess aldrei getið. Guðrún þvertekur lika fyrir það. Auk þess er það mjög ótrúlegt. Hjálmar var ekki minstu vitund stimamjúkur við bændadætur og húsfreyj- ur. Ljóðmæli hans eru fremur illa fallin til slikra gjafa; og á engu varð séð, að honum væru þau neitt útföl. Þá segir og H. H., að oftast muni hann hafa farið fótgangandi með staf sinn, og þá hafi verið skotið undir hann dróg við og við milli bæja. Hjálmar var sjaldan eða aldrei fótgangandi á ferðum sínum, átti æfinlega dróg til að sitja á. Tvent er ranghernt hjá H. H. í frásögn hans af útför Hjálmars. Hann segir, að »béitarhús- kveðja« hafi verið yfir honum haldin, sem sjálf- sagt á að þýða það, að hún hafi verið flutt í beitarhúsum þeim, er Hjálmar andaðist í. Sann-

x

Sunnanfari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.