Sunnanfari - 15.01.1901, Side 3
»
►
»
5
i
leikurinn er sá, að tvær líkræður voru yfir hon-
um haldnar, önnur í kirkjunni á Víðimýri, hin
í kirkjunni á Miklabæ. — Að Miklabæ segir H.
H. að lík Hjálmars hafi verið flutt með frarn
fyrir þá sök, að hann hafi verið »í óvináttu mik-
illi við sóknarprestiun að Víðimýri, síra Jón
Hallsson í Glaumbæ«. Sú óvinátta er ekkert
annað en hugarburður.
Oviðkunnanleg finst mér su getsök H. H. í
Hjálmars garð, að hann hafi vísvitandi sagt sig
eldri en hann var, »til þess að afsaka hrnmleika
sinn og bera með ellinni í bætifláka fyrir vesal-
dómi sínum«. Getsökin er fremur niðrandi, en
að hinu leytinu hvorki sönnur færðar á hana né
einu sinni neinar líkur.
Og nú kem eg loks að aðalatriðinu — skiln-
ingi á einu atriði í sálarlífi Bólu-Hjálmars, sem
er fjarri öllum sanni.
H. H. segir, að Hjálmar hafi aldrei neinn
prestavinur verið og »ekki mikið gefinn fyrir
klerkakreddnr«. A öðrum stöðum í ritgjörðinni
er þetta áréttað. Trúmaiður er reyndar sagt, að
hann hafi verið. En trú hans á að hafa verið
alt önnur en sú, er klerkar boða. Og auðmýkt-
in, sem svo afarvíða kemur fram í kvæðum hans,
er ekki talin annað. en skringileg uppgerð.
Alt þetla er bygt á gersamlegum misskilningi
á Bólu-Hjálmari — að því einu fráteknu, að
hann hafi enginn prestavinur verið. Það er ai-
veg satt. Prestar þeir, er hann kyntist til muna,
virtust honum ekki vera neitt vitrari, trúaðri né
dagfarsbelri en aðrir nrenn, og honutn fanst*
hann ekkert geta á þeirn grætt andlega.
En hann greindi ekki á við þá urn nokkurt
trúaratriði. Hann hafði nákvæmlega sörnu trú
og börnum er kend. Þess varð maður var, ef
rnaður kyntist honum nokkuð. Og eg hefi
spurt Guðrúnu dóttur hans, hver hefði verið
þungamiðjan í trú.arlífi hans. Hún svaraði alveg
hiklaust, að á því gæti enginn vafiverið; þunga-
miðjan hefði verið þessi hugsun: »Eg þigg alt
af náð guðs, en er ekkert sjálfur«.
Eins og rnenn sjá, er þetta þveröfugt við
þann skilning, sem kemur frarn i ritgjörð H. H.
og áður er á minst. Og þetta er alveg vafalaust
rétt.
Það stendur sem sé í nánu sanibandi við insta
eðlisfar mannsins. Hafi nokkur íslenzkur gáfu-
maður verið fjarri því að hafa tilhneiging til djúp-
settra íhugana og efasemda, þá var Bólu-Hjálm-
ari svo farið.
Hugarfarið var alveg óvenjulega barnalegt og
efanum frásneitt. Alt, sem er dularfult, æsti i-
myndunarafl hans og gagntók hugann. I sögur
var hann ótrúlega fíkinn, hvað einfeldnislegar
sem þær voru, alveg eins og barn. Guðrún
dóttir hans var í standandi vandræðum að full-
nægja þeirri þrá hans, og bjó þær sjálf til, þeg-
ar hún mundi ekkert aðfengið, til þess að skemta
honum. Trúgirni hans var svo mikil, að hún
var beinlínis rnein fyrir hann. Hugsmíðaaflið
var sístarfandi, og ýmislegt virðist benda á það,
að hann hafi talið sjálfum sér trú um, að hitt
og annað hafi hent sig, sem ekkert var annað
en hugarburður.
Þegar svo þess jafnframt er gætt, hve afarheit-
ar tilfinningarnar voru, og hve átakanlega næmt
hann fann til lídlleika sjálfs sin, sem svo frá-
munalega mikið ber á í kvæðum hans í augurn
hvers manns, sem ekki er fyrir fram ráðinn í
að skilja skáldið á annan veg, þá fer það að
verða öllu trúlegra, sem hér er haldið fram, en
sá skilningur H. H. á Bólu-Hjálmari, sem hér er
andmælt. Enda á hann, mér vitanlega, ekki við
neitt að styðjast. E. H.
Þjóöerni vort
á 20. öldinni.
I.
1 bréfi, sem Einar alþingismaður Asmundsson
í Nesi skrifaði mér nokkurum mánuðum eftir er
Lögberg var stofnað, leggur hann ríkt á við
Vestur-íslendinga að geyma tungu sína. »Um
annað af islenzku þjóðerni kæri eg mig ekki«,
hætir hann svo við. Hann var vitur maður og
hefir vafalaust hugsað þessi orð áður en hann
lét þau frá sér fara.
Flesta íslendinga tekur víst sárt til ein-
hvers atriðis í þjóðerni sínu. En mjög er mis-
jafnt, til hvers menn tekur sárast. Einari As-
mundssyni var mest umhugað um tunguna. Sum-