Sunnanfari - 15.01.1901, Page 4

Sunnanfari - 15.01.1901, Page 4
4 um stendur á sama, þótt íslenzkunni sé mis- þyrmt; en sé ymprað á því í þeirra eyru, að ís- lenzkur kvenbúningur sé ekki fyrirmynd alls kvenbúnings i veröldinni, bæði að fegurð og hag- sýni, þá er eins og komið sé við hjartað í þeim. Enn eru aðrir, sem þykir einna mest vert um það, að nafnatilhögunin íslenzka haldist—halda, að þjóðerni voru sé búið mest tjón og rikust van- virða af því, að menn nefni sig og riti t. d. Benedikt Gröndal, Magnús Stephensen, Bjarna Thorarensen, Pál Mel- steð, Jón Thoroddsen, Steingrim Thorsteins- son o. s. frv. Og þó tiki hitt út yfir, þegar konur fari að nefna sig öðruvísi en dætur feðra sinna. Það þótti t. d. Kristjáni Jónssyni átak anlegasta háðungin: M il'gfalda srnáti þó nienn oss veiti mí vera þ aö só ekk nóg; ei blygðast karls að Itera heiti brókauðir vorra tíma þó«. Svo niikill sómi hefir íslenzku nafnatilhögun- inni verið sýndur, að frumvarp hefir verið flutt á alþingi þess efn- is, að láta það varða út- gjöldum, nokkurs kon- ar sekt, að víkja nokkuð fráhenni.—Slikupptalninggætiorðiðiangt mál. Svo misjöfnum augum líta menn á einstök þjóðernis- atriði. Flestir vilja halda í eitthvað afþeim,eins og áður er sagt. En jafnframt munu flestir hafa eitthvert hugboð um, að sum af þeim glatist. Nokkurir óttast jafnvel, að þjóðerni vort muni með öllu fara forgörðum. Þeir, sem gera ráð fyrir, að nokkuð af því þjóðerni, sem vér nú höfum, muni líða undir lok á öldinni, sem nú er nýbyrjuð, hafa alveg vafalaust rétt að mæla. Og þar á meðal er ugglaust kvenbúningurinn islenzki. Ekki fyrir það, að hann er, þegar á alt er litið, ófagur og óhagkvæmur. Enginn get- ur gizkað á, hve lengi menn kunna að geta un- að við það, sem ljótt er og óhentugt. Eieldur vegna hins, að allir þjóðbúningar stafa af ein- angrun. Og vér gerum oss von urn að ein- angrun þjóðar vorrar linni á þessari öld. Það er gaman að lesa það, sem danskir rit- höfundar um og eftir miðbik síðustu aldar segja um þjóðbúning bænda- fólks í Danmörku, hve þeim Iiggur í miklu rúmi, að honum verði ekki útrýmt. Bændalífið á að spillast til muna, Rændadætrum áaðvera voði búinn af því að ttka upp hatt í stað húfunnar. Nú er dansk- ur þjóðbúningur úr sög- unni og enginn heyr- ist minnast á það einu orði, að nokkur sökn- uður sé að því. Járn- brautirnar hafa alveg farið með hann. Hann stóðst ekki samgöng- urnar. Alveg eins hlýtur að fara fyrir kvenbúningn- um okkar á þessari öld. Enginn vafi virðist geta á því leikið, að samgöng- ur vorar og samneyti við aðrar þjóðir muni aukast stórkostlega á næstu hundrað árunum. Ekki að eins fyrir það, að skipaferðirnar margfaldist; heldur og fyrir það, að samgöngurnar verði svo miklu kostnaðarminni en nú. Engar öfgar eru það, þó að gert sé ráð fyrir, að á áliðinni 20. öldinni muni mikill hluti þjóðarinnar eiga kost á að sjá eitthvert annað land en ættjörð sína. Auk þess eru allar líkur til, að ferðir útlendinga hingað muni fara að miklum mun vaxandi, og jafnvel að eigi alllítill innflutningur verði inn í landið. Þá fer þjóð- GeORG KRÍTARJAhL

x

Sunnanfari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.