Sunnanfari - 15.01.1901, Qupperneq 8
8
»Eða í skálanum hans Woburns«, finst öðr-
um.
»Eða í salnum hjá Adam«.
Þessi síðasta tillaga þótti mönnum þjóðráð;
bezt þótti eiga við að nota spilastofuna til guðs-
þjónustunnar.
Salur Adams var aftur af drykkjustofunni.
Sumpart var hann notaður til þess að geyma í
honum vín og brennivín, sumpart sem spilastofa.
Hann var gerður af sterkum, lítt högnum eikar-
stofnum, því að eigandinn hafði verið þeirrar
skoðunar, að víntunnur og brennivínstunnur
ætti helzt að geyma vandlega, enda var það
hyggilega hugsað. I báðum endum salsins voru
rammgerðar hurðir, og þegar borðin Voru flutt til,
komust allir gilbúarnir fyrir þarna inni.
Tunnurnar mátti setja hverja ofan á aðra í
öðrum enda salsins og við það myndaðist nokk-
urs konar ræðupallur. I fyrstu iétu menn sér
fátt um þetta fyrirtæki finnast; en svo fór það
að berast út, að Elias B. Hopkins hefði í huga
að halda dálitla ræðu yfir áheyrendunnm að
guðsþjónustunni lokinni, og þá fór mönnum að
þykja meira um vert. »Reglulega« prédikun
hafði enginn heyrt nýlega, og þó enn síður pré-
dikun, er þeirra eiginn prestur flvtti. Orð lék á
því, að ræðumaður mundi minnast sérstaklega á
hitt og annað, setn gerst hafði þar í gilinu, og
að nokkuð mundi verða gengið nærri einstök-
um mönnum. Menn fóru að verða hræddir um,
að ekki yrði auðhlaupið að því að koma&t inn
vegna þrengsla, og út úr því sneru margir sér
fyrir fram til húsbændanna. Þá fyrst varð mönn-
um rótt, er auðsætt var orðið, að salurinn gat
tekið þá alla.
Hepni var það, að húsnæðið var svona mikið,
því að aldrei fyr höfðu jafnmargir menn verið
saman komnir á einn stað þar í gilinu eins og
þennan sunnudagsmorgun.
Með myndunum.
Georg Krítarjarl, Georgsson Grikkjakonungs,
Kristjánssonar Danakonungs hins níunda, er mað-
ur rúmt þrítugur, f. 25. júní 1869, og hefir
verið landstjóri á Krít hátt á 3. ár, kjörinn í
það embætti af stórveldunum, með yfirtign Tyrkja-
soldáns í orði kveðnu að minsta kosti, til þriggja
ára. Sá varð þó árangurinn af ófriðinum með
Tyrkjum og Grikkjum fyrir nokkrum árum, að ó-
stjórninni tyrknesku létti af Kríteyingum að sinni
og þeir fengu kristinn höfðingja yfir sig, og
hann konungsson frá frændþjóðinni, er þeir hafa
lengi þráð samsteypu við, en stórveldin eigi haft
áræði til að samþykkjast, ekki af neinum geig
við Tyrkjasoldán, heldur af hræðslunni gömlu
um ósátt sín í milli og gripdeildir út úr því.
Hann var á ferð í haust, Georg jarl, meðal stór-
veldahöfðingjanna i þess kyns málaleitan, að
ætlað var, en mælt að lítið muni hafa á unnist,
og fylgir þá sögunni, að hann fáist eigi til að halda
embættinu lengur með því lagi. Honum þykir
hafa farið stjórnin vel úr hendi, þegnar hans
notið árs og friðar og unað vel hag sínum. —
Hann er mikill maður vexti og fríður sýnum,
karlmenni að burðurn. Nikulás Rússakeisari
frændi hans — þeir eru systkinasynir — á hon-
um lif sitt að launa síðan er þeir voru á ferð
saman austur i Japan fyrir mörgum árum og
þarlendur maður lagði til keisaraefnis atgeir sín-
um eða broddkyliu, en Georg bar af honum höggið,
svo að hann sakaði lítt.
^Askurinn, sem myndin er af á 5. bls., er vin-
argjöf frá nokkurum íslendingum til öðlingsins
P. Feilberg á Sjálandi og var honum færð í
sumar er leið. Það er listasmíð eftir Stefán hinn
skurðhaga Eiríksson, úr dýrindisviði, með fjall-
konuna á lokinu miðju (heldur kúrulega þó), dreka
í handarhalds stað og fálka framan á lokinu. En
þetta letrað á lokið, með höfðaletri: »Til P.
Fejlbergs frá nokkrum ísl. vinum«, og á bumbin.n
þessi sléttubandastaka eftir Einar Benediktsson,
— tvívegis, rétt og öfug:
f>Ajtur handan vina vönd
Vitjar landans hylli,
Krajtur andans braðra bönd
Bindur stranda milli«.
Ritstjórar:
Björn Jónsson (útgef. op; ábin.) og Einar Hjörleifsson.
ísafoldarprentsiniðja.