Sunnanfari - 07.11.1901, Síða 1
IX 9-
REYKJAVÍK 7. NÓVEMBERMÁN.
I9OI
A. P. Hovgaard.
Leit er á þeim útlending, þeirra er eigi hafa
dvalið hér langdvölum, er
meiri alþýðuhylli eigi að
fagna vor á meðal en sá
maður. Það er naumast of rikt
að orði kveðið, að við hon-
um hlæi hvers manns hugur,
þeirra er kynni hafa af hon-
um hér á landi eða jafnvel
afspurn.
Ekki er ætíð áuðgerð grein
fyrir því, hvað veldur vin-
sældum, manna eða óvinsæld-
um. Oftast er það fleira
en eitt og fleira en tvent.
Og það er margt, sem Hov-
gaard hefir aflað þeirrar ást-
sældar er hann nýtur hér.
En eitt mun þó mestu liafa
um valdið.
Frækleiksorðstír liafði hann
rnikinn áður en vér kj’ntumst
honum, frá heimskautskanda-
ferðum hans á ungurn aldri.
En slíkt á við oss, fornkappa-
niðjana. Það stóð og heirna,
að hann sýndi þegar af sér
nteiri vaskleik og áræði en
fyrirrennarar hans í strand-
siglingum hér. Honurn stóð
minni geigur af hafisnum en
þeim. Hann þurfti nteira
en að sjá hann álengdar til þess að láta reka sig á
flotta. Hann lagði ódeigur til orustu við hann
og hafði sigur að jafnaði. Því kvað Páll Ólafs-
son, er H. hætti íslandsferðum þá:
Hafísinn er hvergi’ að sjá;
hundrað mílur undan landi
jaka að njósna sina sá
sendi að landi til og frá,
hvort sig mundi Hovgaard á
heituin skjóta eldibrandi.
Nú þegar hann fær þá frétt,
farinn Hovgaard sé úr landi,
hann mun taka harðan sprett,
hafið láta jökum sett, 0. s. frv.
Niðurlags-viðkvæðið er:
Island þurfti annars með
en að Hovgaard færi’ úr landi.
Fjörmaður var hann og
er hinn mesti og gleði-
maður, prúðmenni og ljúf-
menni i viðmóti. —
Stök ósvinna mundi hafa
þótt áðnr, að fara fram á,
að gufuskipaformenn hér
brygðu sér minstu vitund
út af leið með farþega til
þess að hleypa þeim á land
nær heimili sínu en á til-
tek n u m áæt 1 u n a rhöfnu m,
heldur þótti sjálfsagt að fara
með þá langar leiðir fram
hjá því, ef svo stóð á.
Það mun hafa verið i fyrstu
strandferð Hovgaards, að
hann verður þess áskynja,
að fátæk hjón með ung-
barn, er tekið höfðu sér far
til Akureyrar, áttu heima
þar mjög utarlega við fjörð-
inn. Hann gerir óbeðinn töluverða lykkju á leið
ina og skýtur þeim á land þar, sem skemst áttu
þau heim til sín, vel nestuðum frá sjálfum sér.
Annað skifti bar svo við, á slæmri höfn í ókyrr-
um sjó, að gömul kona lasburða situr grátandi í