Sunnanfari - 07.11.1901, Síða 2
66
í flutningsbát við skipshliðina og treystir sér ekki
upp i skipið vegna ókyrðarinnar. Yfirmaður er
sjálíur staddur við stigann og veitir þessu eftir-
tekt. Hann segir ekki stýrimanni né neinum
manna sinna .annarra að fara og hjálpa henni,
heldur snarast sjálfur niður í bátinn og berhana
upp stigann á örmum sér.
Það er varia nokkur hlutur, sem hertekur
skjótara hjörtu manna en svona viðvik, þótt smá
séu. Hvert mannsbarn skiiur þau, óðara og veit,
hvern mann sá hefir að geyma, er svona kem-
ur fram. Því kvað Símon :
Thyru stýrir tign órýra rneður
heims um slóðir hátt metinn
Hovgaard, góði kapteinninn.
Hann »stýrði Thyru« 3 ár, i8yu—1892.
Honum var haldið óvenjufjölment samsæti, skiln-
aðarveizla, í Reykjavik haustið sem hann fór al-
farinn, 1892, og lét hann þá afdráttarlaust á sér
heyra, að honum þætti ekki minna fyrir að skilja
við landið en landsmönnum við hann.
Síðari dvöl hans hér, sem sé þetta ár, hefir
verið svo rækilega minst á í ísafold nýlega og
víðar, að nægja má að vísa til þess. Það er
fljótt þar um að segja, að svo alment sem því
var fagnað, er það spurðist, að hann ætti að
hafa á hendi stjórn varðskipsins hér þetta ár, og
miklar vonir gert sér um breyting til batnaðar í
strandgæzlunni, þá er óhætt að segja, að þær
vonir gerðu meir en að rætast. Svo frábæra ár-
vekni, atorku og vaskleik sýndi hann í starfi sínu.
Viðbrigðin voru stórkostleg. Mátti heita að
tæki fyrir allan óskunda af botnvörpunga hálfu í
landhelgi, auk þess sem hann skaut hvorum-
tveggju, þeim og landsmönnum, þann skelk í
bringu að því er kemur til hinna hvimleiðu við-
skifta þeirra í milli, að mjög tók fyrir þau. —
Það mun því miður koma i bága við venjur og
reglur herflotastjórnarinnar dönsku, að sami mað-
ur haldi lengur áfram varðskipsformenskunni hér
en 1 ár. En beiðni um að halda Hovgaard á-
fram í þeirri stöðu mundi hvert mannsbarn hafa
undir skrifað í þeim héruðum landsins, er þung-
ar búsifjar hafa beðið af botnvörpungaófögnuðin-
um, ef eigi hver maður á landinu, utan þeir ein-
ir, er telja sér óhag að góðri lögreglu við strend-
ur landsins, en það er með öðrum orðurn: söku-
dólgarnir sjálfir.
Fullu nafni heitir H. Andreas Peter Hovgaard
og skortir nú 2 vetur á fimtugt, f. 1. nóv. 1853,
í Arósum. Hann hlaut foringjaembætti í her-
flota Dana rúmlega tvítugur (1874) og gerðist
höfuðsmaður (kapteinn) 1888. Hann fýsti snemma
að vinna sér nokkuð til frægðar, og hlaut þann
frama hálfþrítugur, að vera ráðinn einn sinna
Janda í för með Nordenskiold, er nann réðst í
það stórvirki, að sigla fyrstur manna norður um
Asíu og austur. Sú fræga för stóð 1878—80,
á skipinu »Vega«.
Tveim árum síðar stýrði Hovgaard sjálfur
skipi á norðurvegu. Það hét Dijmphna og var
geit út af auðmanni einum i Kaupm.höfn, Aug.
Gamél, með nokkurum styrk úr ríkissjóði. Ferð-
inni var heitið ekki skemmra en norður að heims-
skauti. Skyldi halda með ströndum fram og inn-
an ísa norður og austur undir norðurodda Asiu,
Tschjeluskin-höfða, en síðan á bátum og sleðum
með hundum fyrir, þaðan er skipið teptist, svo
langt norður, er auðið yrði. En Dijmphna
komst aldrei lengra en norður í Karahaf, við
Asíu vestarlega, lá þar istept nær árlangt og
komst við illan leik neim aftur, mjög löskuð.
Hún var heldur ótraust og gangvélin of óstyrk í
slíka ferð. En nánasta tilefnið til ísteppunnar
var það drengskaparbragð Hovgaards, að hann
fór að reyna að hjálpa öðru skipi, hollenzku
(Warna), er hann hugði vera í ískreppu.
Enginn vafi er á því, að í hernaði mundi
slíkur maður sem H. hafa unnið sér mjög til á-
gætis, slíkur fullhugi sem hann er, ráðkænn og
snarráður.
Fyrir þá kosti hlaut Pétur Tordenskjold sína
miklu frægð. En þá skorti eigi styrjaldir og sjó-
orustur, um hans daga.
Fjölda heiðursmerkja er H. sæmdur, frá ýms-
um ríkjum (14—15), og á óefað enn i vændum
mikinn frama og frekari upphefð.
Myndin hér er af honum nokkuð yngri en nú
er hann, en mjög lik honum enn.