Sunnanfari - 07.11.1901, Blaðsíða 3

Sunnanfari - 07.11.1901, Blaðsíða 3
67 Steinkudys. Hvort hefir þú staðnœmst við Steinkudys um stund, þegar kvölda tekur, og skuggarnir raðast á Skagans fjöll og ský fyrir tunglið rekurf Hve eyðileg sjón yfir hskihlið, — hve auður mýrfiákinn breiði með hraukum og mógröfum horfir við héðan frá Steinku leiði. A holtinu varla finst stingandi strá; um stórgrýtið vindurinn næðir. Og akbrautin fram um slík urðarholt það allra-fœrasta þrœðir Já, hvarveina’ er vtsýnið autt og bert, og alt ber það þunglyndisblœinn, og fremur ganga þar fáir um garð, og fast er það þó við bœinn. Og bcerinn af holtinu hulinn er; en hátt ber vörðuna hvlta, sem standi’ hún á verði á holtinu hœst og hafi’ eftir mörgu að lita. Kn vestan við Tjörnina milcil mergð af minningarsteinum gnœfir, en það sjá víst allir, að enginn er þar, sem aumingja Steinku hæfir. Mér finst sem eg sjái lún sakfeldu bein, er sofa hér undir i grafar ró, með höfuðið alveg frá líkinu laust, um liðinn, sem böðullinn sundur hjó. Eg þykist sjá blett eftir þornað tár, svo þungt og svo biturt, á skininni kinn, og bendu, sem minnir á blóðstokkið hár, eg blandaða Saman við moldina finn. Mér finst sem eg horfi’ á þá hrygðarmynd, sem hópur manna í kringum stóð, og áitti þann dag fyrir ungœðissynd, og óheillaráð sitt að missa sitt blóð. Eg sé þar í augunum auðn og tóm, sem útbrunna glóð eða sloknaða þrá; eg les þar ei kvíða né söknuð né sorg, því sama er henni, hvað gengur nú á. Hún hugsar ei ögn um það ókomna lif, og eklcert um »guðsma?insins» huggunarorð; en óljósar minningar fálma sig fram uni freistingar, vonir og gœfunnar morð. I hug hennar söngla þeir svipir um nautn, um sakleysis glötun og dauðavein, um synd, sem er ei nema hennar til hálfs, en hún skal þó gjalda til fullnustu ein. Eg sé þennan óværa andardrátt, sem undir það seinasta bifað fœr hinn mjallhvíta, þroskaða móðurbarm, sem morðingja hjartað undir slœr. Þar spáir hver vöðvi um lífdagalengd þess lífs, sem er frá eftir örskamma stund. Sem blóm það, sem að eins er opnað til hálfs, en eitrast af biti, hún fellur á grund. Og lýðurinn stendwr með sakleysissvip og samþykkir prestsins og váldsmannsins dóm, og talar um öll hennar orð og verk með uppgerðar-hrylling í lágum róm. Svo skilst þessi hræsnara hópur að, hver hugsar um munað sinn, auð sinn og glys, en sólskinið hlúar að hýjung þeim, sem hundarnir grœða á Steinkudys. En ef þií reikar hér, elskandi mey, á ástafund, þegar dimma fer, þá stendur svipur á Steinkudys og stœlir hnefann á móti þér; hún bannfœrir vígða sem óvigða ást, og œskunnar hatar hún léttúðarbrögð; því það var ástanna óheillanorn, sem olli því, að hún hér var lögð. G. M. Hejmdallur og botnyörpungur. Svona er Heimdallur til að sjá, eins og mynd- in sýnir á næstu bls. Hann er bæði knár og frár, pilturinn, sjö ára gamall núna, 3000 smálestir og með 14 fallbyssum. Smásmíði er hann móts við hina miklu sædreka, jafnvel danska, hvað þá heldur eins og þeir gerast hjá stórveldunum. — En góðu þykjumst vér bættir, að hafa hans lið, með góðri forustu, sem A. P. Hovgaards eða hans líka. Vandleg lýsing á herskipi mundi fróðlegþykja mörgurn. En ekki eigum vér hennar kost að þessu sinni Botnvörpungaskip skilur lítið frá algerðum gufuskipum annað en veiðarfærin.

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.