Sunnanfari - 07.11.1901, Blaðsíða 4

Sunnanfari - 07.11.1901, Blaðsíða 4
68 Kafli úr óprentuðum sjónleik. Eftir Indriða Einarsson. III. þáttur, 2. atriði. [Frh.]. Asa: Þér má standa á sama hvort þeir fá kaffi á meðan eða eftir. Eg læt ekki senda mig oftar í burtu; hér verð eg. Síra Sigurður: í öllum bænum ekkert kafli nú. B ón din n: Það má mikið vera, Asa, ef hér brennur aldrei neirt fémætara í Tungu en þetta. Asa: Helga, komdu og talaðu við mig. (Helga fer til hennar). Eg ætla mér að búa hér í Tungu. Eg vil ekki hafa þig hér á bænum; í kvöld, þegar alt er búið, verður þú í burtu með alt þitt. H e 1 g a: Þú ræður ekki húsum hér þá fremur en eg. Herskipið Heimdallur. Asa (dregur bréfið úr barmi Ifelgu mjög fljótlega): Barmur er heimskra manna hirzla, Helga mín sæl! Bón dinn: Bréfið, bréfið, bréfið Asa, mín! Asa (Meðan hún er að lesa það): Nú, svo þetta er testamentið þitt, um að eg eigi að búa í Tungu eftir þinn dag. (RífHr þaði sundur og fleygir þvi í glóðarpottinn). Nú getur þú sókt öskuna af því í eldinn. Signý: Asa, þú styttir lífið hans föður þíns 1 A sa: Hann er dauður hvort sem er. Á sa: Eg skal sýna þér, liver ræður hér húsum. Signý ! (Signý kemur til þeirra). Ræð eg ekki hús- um hér, þegar — þegar — Signý: E g geri það ekki (fer burt frá þeim). Ása: Heyrir þú nú! Þú verður á burtu í kvöld, eða eg læt hjúin bera þig út. Svona kvenmann ' hefi eg ekki á minu heimili. Helga: Verndarmaður minn er oflangt í burtu. (öeng- ur aftur til föður sins, og krýpur við stólinn hans). Síra Sigurður: Viljið þér nú ekki segja skilið við heiminn, og að eg gjöri það sem skyldan býður mér?

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.