Sunnanfari - 07.11.1901, Blaðsíða 7
7i
inni. Bjarni fer nú að litast um, og gengur bæg-
an og hægan til og frá, þangað til hann sá langt
í íjarska ógnar-stórt hús, sem gnæfði yfir öll hin
húsin, er voru þar umhverfis. Heldur hann þá
þangað leiðar sinnar, en vegurinn var honum
spordrjúgur, enda var hann þreyttur eftir ferðina.
»Já«, sagði Bjarni við sjálfan sig, »skárri er það
ólukku-vegalengdin hérna frá sjónurn og heirn;
eg þori að segja, að það er eins langt og frá
Görðum inn í Hafnarfjörð«.
VI.
Þegar Bjarni er kominn að hallardyrum kon-
ungs, ýtir hann á hurðina, og er hún lokuð; ber
hann þrjú högg á dyrnar, og bíður svo kyr stund-
arkorn; en engin sál kernur til dyranna; ber hann
þá aftur á dyrnar af öllu afli; leið þá ekki lengi
áður hann iieyrði skóhljóð fyrir innan hurðina.
»Hver er úti?« var spurt að innanverðu.
»Það er ókunnugur drengur frá Kaupmanna-
höfn«, svarar Bjarni.
»Hversu heitir maðurinn ?« spurði dyravörður.
»Bjarni er nafn mitt; eg vil fá að tala við kon-
unginn; mér er brýnt erindi á höndum«.
»Konungur er að borða, og svo eru margir ó-
kunnugir, sem hann þarí að tala við«, svarar
dyravörður; »það er ómögulegt fyrir yður að fá
að tala við hann í kvöld«.
»Illa kannast eg við það«, svarar Bjarni. »Fylgdu
mér undir eins inn til hans. Eg skal ábyrgjast«.
»Það er öðru máli að gegna«, svarar dyravörð-
ur, »þegar þér talið svona«; og leiðir hann Bjama
inn í höllina, þar sem konungur sat yfir borðum.
Þegar Bjarni kom inn í höllina, datt ofan yfir
hann af prýði þeirri, er hann sá í kringum sig,
og það hefir hann síðan sagt, að höll Friðriks
konungs, luinningja síns, væri smáræði hjá höll
Englakonungs. Bjarni gengur inn að hásæti
Georgs konungs og kveður hann virðulega; fyrir
drotningunni hneigði hann sig þegjandi. Georg
konungur tekur kveðju hans seint, og spyr, hvað-
an hann sé og hverra rnanna.
»Eg er sendur af Dana konungi, herra, en ætt
mín er öll á Islandi«, svarar Bjarni.
»Hafið þér nokkurt bréf til min frá Friðriki
konungi, vini mínum?« spurði Georg konungur.
»Nei«, svarar Bjarni. »Eg er sjálfur bréfið«.
Konungur lítur sitt upp á hvern, eins og hann
verði hissa, og spyr:
»Hvað er þá nafn yðar? Þér segist bæði vera
sendimaður og bréf«.
»Bjarni var eg skírður«.
»Það eru svo rnargir Bjarnar á íslatidi, að eg
er engu nær fyrir þetta«, svarar konungur.
»Eg vona þó, herra konungur, að þér munuð
hafa heyrt mín getið«, svarar Bjarni; »því svo
marga kaupferðina hef eg hingað farið til lands-
ins á meðan stríðið var, að nafn mitt mun ein-
hverstaðar vera skrifað hérna á Englandi«.
»Þér eruð þó aldrei hann kaupmaður herra
Bjarni Sivertsen frá Hafnarfirði, sem flutt hefir
hingað góða fiskinn, ullina og tólgina?« spyr
konungur.
»Sami er maðurinn», svarar Bjarni.
»Og handgenginn honum Friðrik minum?«
sagði konungur.
»Iá, lítið lætur nú að því«, svarar Bjarni; »en
málkunnugir eigum við þó að heita*.
Georg konungur lætur þá sækja silfurbúinn stól
og bað Bjarna að setjast niður á hann. Bjarni
þá það og hneigði sig. Síðan var matur og vín
fram borið og tekur þá Bjarni að snæða.
»Hvað er að frétta úr Danmörku?« spurði
konungur. »Er alt ósjúkt og mannheilt? og hvern-
ig er tiðin yfir höfuð að tala«.
»Eg þakka yður, herra konungur!« svarar Bjarni.
»Ojú! allflestir eru við góða heilsu, og engir merk-
ismenn hafa sálast, það eg til veit; þó hefir verið
vesöld i fólki, bæði kvef og hósti, sem hefir lagst
þungt á surna; veðuráttan hefir verið bærileg til
þessa, en þó fremur umhleypingasöm«.
»Og Friðrik minn er við góða heilsu og allir
hjá honum?« spyr konungur.
»Eg þakka yður fyrir!« svarar Bjarni. »Hann
hefir verið frernur lasinn í vetur, og drotningin
lá rúmar þrjár vikur, en nú er hún búin að fá
bærilega heilsu«.
»Guði sé lof!« sagði Englandsdrotning.
»Þér hafið þó menn með yður?« spyr kon-
ungur.
»Jú!« svarar Bjarni. »Það eru 6 menn; þeir
eru niður við skip«.
»Æ! hvað er þetta!« sagði konungur, og skip-