Sunnanfari - 07.11.1901, Page 8

Sunnanfari - 07.11.1901, Page 8
72 aði fjórum af mönnum sinum að fara ofan að sjó og kalla á þá heim, síðan að gæta vel að skipinu, »því mig grunar, hann muni hlaupa útí í nótt, og er hann þá vanur að kæla hérna, ef eg þekki rétt til. Nú verð eg að biðja yður, Bjarni minn, að vera rólegur hérna hjá okkur í kvöld, og í fyrramálið á morgun skulum við tala saman; þér hafið heldur ekkert bréf frá honurn Friðriki mínum, enda ríður það áengu; þér eruð mér betri en bréf«. Þegar Bjarni er búinn að borða og þakka kon- ungi og drotningu fyrir allar velgjörðirnar, standa allir upp frá borðurn, en drotning gengur út úr höllinni, og hneigði sig hver maður fyrir henni, en konungur tók sjálfur í hendina á henni og sagði í hálfum hljóðum : »Þú lætur, heillin mín! búa urn hann herra Bjarna í bláa herberginu við hliðina á okkur, og er bezt hann sofi einsamall í toppsænginui«. »Já, gæzkan mín!« svarar drotningin og gekk út. Fara þá menn konungs að tefla skák og spila á alls konar hljóðfæri. Konungur býður Bjarna að tefla skák, en hann kvaðst hafa meira gaman að horfa á aðra. Konungur sezt þá niður og teflir við einn af ráðgjöfum sínurn, og mátar hann í hverju tafli, svo ráðgjafanum leiðist. »Þér eruð víst góður skákmaður, herra Bjarni Sivertsen?« sagði konungur. »Teflið þér nú eina skák við mig!« »Það get eg reyn:, herra konungur!« svarar Bjarni, »en eg kann ekki nerna mannganginn*. »Nú, við getum reynt«, sagði konungur. Sezt þá Bjarni niður, og leið þá ekki á löngu áður en konungur sagði: »Já! já! Nú séeg, við hvern eg á; og þetta kallið þér, að kunna ekki nema mannganginn«. Tefla þeir nú þegjandi, og þótti mörgum gam- an að horfa á þá, því enginn maður gat séð, hvór þeirra mundi vinna taflið. Það var nærri komið undir dag, þegar þeir voru búnir með fyrstu skák- ina, og var þá jafntefli. »Já«, sagði konungur. »Við margan hefi eg teflt, en enginn hefir gjört jafntefli við mig nema þér, og yður mundi hafa verið hægt að vinna, ef þér hefðuð viljað; en nú' held eg sé kominn tími til að hvíla sig«. Buðu þá allir konungi góðar nætur með hinni mestu lotningu, en hann tekur sjálfur í hendina á Bjarna og leiðir hann til svefnherbergis, og bað hann sofa vel, og buðu þeir hvor öðrum góðar nætur með handabandi. Hásetar Bjarna voru þá Iöngu sofnaðir, og höfðu þeir fengið mat og drykk um kveldið. Sitt af hverju. Um Adelinu Patti, söngdísina nafntoguðu, sem nú er gift Cederström greifa, sænskum, og komin fast að sex- tugu, segja þeir sem heyrt hafa hana syngja fyiir skemstu. og lnifðu heyrt til hennar fyrir 20 árum áður, að röddinni hafi ekki faríð annað aftur en að hún sé dálítið þróttminni en þá; rómurinn sé jafnmjúkur eins og þá og hljómfagur. Það er því að þakka, segir liún, sjálf, að hún fer mjög gætilega með sig, er aldrei lengi á fótum á kveldin, drekkur aldrei bterkt, vin, laugar sig á liverjum degi, stundar leikfimi daglega, og er mikið úti Hún hefir lagt sér þessi heilræði og hregður ekki út af: • Varastu að iáta þér verða gramt í geði, heldur gerðu þér alt far um að vera síglöð og ánægð«. »Því meir sem þú gleður aðra, þvi sælli verður þú sjálf«. »Betra er að missa pyngjuna sina en gott skap«. »Þú skalt jafnan kjiisa heldur að vinna en að skemta þér, en hvíla þig, þegar þú ert orðin þreytt». * * * (Spakmœli). Lög eru skiðgatður, sem mannfé.lagið gerir kringum ástríður vorar, og eru gallarnir á þeim ýmist að kenna vansmiði, eða þvi, að ástriðurnar hafa vængi * * * Lán er hlutur, sem allir sækj ist eftir, en fáir eignast, hf því, að þeir klifrast el'tir þvi npp stiga, i stað þess að leita að því á hnjánum. * * * Þjófur kallast sá, sem hefir veiið svo bráðfíkinn i annarra eigur, að liann liefir ekki gefið sér tima til að stofna hlutafélag. * * * Tengdauióðirin er þyrnirinn i aldingarði hjúskapar- ástarinnar. * * * Sá er stefnufastur, sem kannast aldrei við, að hann liafi haft rangt fyrir sér, lieldur áfram þvi, er hann hefir einu sinni upp tekið, og lætur rödd sannleikans aldrei villa sig. Ritstjóri Björn Jónsson Ísaíoldarprentsmiðju.

x

Sunnanfari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.