Sunnanfari - 01.08.1902, Blaðsíða 8

Sunnanfari - 01.08.1902, Blaðsíða 8
(>4 Var mjög mannúðlegur. Um eftirmiðdaginn fór eg, þreyttur þó af erli, sem skollinn um alt, til að skoða og útvega mér ymsar nauðsynjar................. Marts 25.............Um kvöldið fór eg til etaz- ráðs Orsteds. Marts 26. Páskadagur............... Fór eg kl. 9 formiddag til etazráðs Langes, svo i Petri kirkju; heyrði þar ágæta þyzka prédikun þess mikla mælsku- manns dr. Johansens. Fann þar Petræus, sem úr kirkjunni fór með mér heim til mín og borðaði hér bakkelsi, drakk 2 glös madera til. Svo gekk eg heim til hans í miðdegisveizlu góða. Yoru 3 réttir hver öðrum betri; einn þar af spikuð unglambs- steik, tveggja mánaða gamals. Þar voru engir framandi, nema Adzer Knudsen, en með börnum og fólki hans 14 til borðs. Um eftirmiðdaginn fórum við öll út á Tollbúð, og þar um borð á ferðbúnum Kínafarara, undir dekk og inn í káetu og um alt; hann yar á þilfarið 31 faðmur minn eða 62 skref á lengd; breiddin 10 faðmar. Það var d/rðlegt. Svo hélt madme Petræus og hann mér um kvöldið, hvar góður kvöldmatur var og púns. Komu í hann ein fróken Sekner og kærasti hennar, gamalkunnug og sjálfboðin. Heim kom eg kl. 1U/2............. Marts 27.............Gekk eg í Trinitatiskirkju eftir innboði biskups Mtinters, og var við biskups- vígslu Kofoeds biskups í Ríparstitti, og sat þar í instu stólaröð, rétt fyrir framan nýja biskupinn. — Öll kirkjan í kórnum var tjölduð skrautlegustu tjöldum með fögrum málverkum á, ofan til rauð- um damasksgardinum, altarisgráðurnar og með þeim og þær miðjar þó og þar á knóföllum hvítt atlask ætlað biskupunum að falla fram á við útdeiiing- una; altarið sjálft hulið rauðu flöjeli með tvennum leggingttm utan með af tveggja þumlunga breiðum ekta gullborða, eins og prédikunarstóllinn ofan. — Altaríð ofan með hvítu silki og breiðum fínustu kniplingum utan með. Biskuparnir höfðu og knipl- inga fína neðan um rikkilín st'n og frantan um ermar og kápur af gullvefnaði (gullmori), en framau á börmum broderaðar liljur upp úr gegn með 4 smágullstjörnum broderuðum milli hverra. S/lt skarð var ofan í kápuna aftan til milli herða, ett það var fylt silki hvítledtu, og þar á kross af breið- um gullborða, og hékk gullskúfur við. En stóll stóð fyrir miðjum gráðum yfirtrektur allur hvítu atlaski, og sat biskupintt, sem v/gður var, á honum. Kórittn var fullur margsettum roðum höfðingja á stólum, prófessóra og presta, af hverjum síðustu sjö sóknarprestar hér voru skryddir hvítum rikkilínum, og ásamt biskupi Munter lögðu síðan hendur á koll þess vígða við vígsluna, sem var sérlega falleg. — Bak við mig sátu í nærstu stólaröð kancellíherrar. Enginn konglegur kom þar, en svo fulldrepið var í kirkjuna hátt og lágt, að fólki lá við að troðast undir. Hvorki var kollekta, pistill nó guðspjall tónað eða lesið fyrir, en tvo sálma spilaði orgelið. Svo tóku hljóðfæri við upp í hæðum fyrir ofan kórinn og sungu margar skærar og undir 4 söng skærar raddir þá til vígslunnar gerða söngva, undir fögrum ókendum lögum. Biskup Kofoed, stór og digrari en biskup Vídalín var, pródikaði í mess- unni; var rómmikill og fimaði höndum, en ekki dáðist eg að prédikun hans. Eftir hana voru báðir biskuparnir til altaris. Stássið, hljóðfærin, serimón- íurnar gerðu vígsluna hátíðlega, og 1/sti stiftspró- fastur Clausen henni á undan. Urn eftirmiðdag rann eg víða um til að útvega smávegis hluti, og fór svo um kvöldið að skrifa bréf heim .... Marts 28............Fór eg að rita bréf heim. I gær [svo!] kom til mín prófessor [Finnur] Magn- usson og var hór lengi. Drakk madera. Skip Jaeobæusar og B[jarna] Sivertsens ferðbúin. Fókk eg trjáviðarplöntur í mottum um borð sendar og fræ til birkis í poka og bögla og annað smávegis heim ....... Marts 29............Gekk eg víða um til að kaupa smálegt og við kaupmenn að semja um frakt, sem sárerfitt gengur. Skip í ár fá allir full. [Eg fór] upp í kongshöll að vita um málefni sonar míns, en útfallið fæst fyrst næstkomandi fimtudag, þann 2. Apr. Komu til mín um eftirmiðdaginn í bögli: kalksverkseigandi nokkur og bauð kalk, reipslagari og bauð færi, en d/r. Asmus Larsen hafði fært bögla mína um borð á Jacobæusar duggu. Petræus nykominn frá Ólafi frænda á Jægersborg og Welle- jus, við hvern eg þingaði um frakt fyrir 4 lestir, sem á að afgerast á morgun, fái eg ei það fraktrúm hjá grosserer Magnus. Konferenzráð Sehlegel sendi mér boðsbróf til mikillar kvöldmáltíðar hjá sér þann 2. Apr. f ■ kostar 2‘/2 kr. 12 arkir, auk \„nnnntnr| titilbl. og yfirlits. Aðalútsala UUIIIIQIIIUll í bókverzlun ísafoldarprentsm. Ritstjóri Björn Jónsson Isafoldarprentsmiðja.

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.