Sunnanfari - 01.08.1912, Side 2

Sunnanfari - 01.08.1912, Side 2
58 áður fyrr, — sem guð náði, — síðan kyn betri kvæða kom í rím alla tíma. Síra Einar var bezta skáld hér á landi fyrir, um og eptir 1600, og sumt eptir hann liflr enn á vörum landsmanna: Dimt er í heiminum drottinn minn, deginum tekur að halla, — dagur fagur prýðir veröld alla. Hann var af merkileg- um ætlum, en þeir ætt- liðir, er honum stóðu næst, voru þá komnir í fátækt. Hagur síra Einars réttist til fulls eptir að Oddur sonur hans var orðinn bisk- up í Skálholti, bæði sök- um eigin atgervi og framdráttar Guðbiands biskups (1588). Fékk Oddur föður sínum þá Eydali og studdi liann síðan og ættmenn sína á alla vegu. Sú ætt varð upp þaðan mjög fjölmenn og rík um Austfjörðu. Sira Einar andaðist í Eydölum 15. Júlí annaðhvort 1626 eða 1627. Þá er hann sökum veikinda varð skömmu fyrir dauða sinn að skilja sæng við konu sína, kvað hann þessa vísu: Fað pökkum við guði, pó hann vilji við skiljum, að ekki heflr ódygð nokkur, ill komizt á milli, so nær sextigi ára saman hér höfum verið, — pá var eg og pýð kæra prítugur, en hún tvítug. Síra Ólafur lýsir föður sínum að öðru leyti í erindum þeim, sem prentuð verða hér síðar í þessu blaði. Ólafur prófastur Einarsson mun vera fædd- ur um 1572; nokkru fyrir 1600 var hann að námi erlendis og bjó þá saman við Magnús Ólafsson, er síðar varð prestur i Laufási; er það í frásögur fært, að þeir liafi þá kveðizt á, jafnvel á latínu. Síðan var síra Olafur skóla- meistari urn hríð í Skálholti hjá Oddi bisk- upi bróður sínum. En því næst fékk liann Kirkjubæ í Tungu, og var þar prestur jafnan síðan, og jafnframt prófastur yflr Austfjörð- um. Hann andaðist 1651. Haft er það í sögnum, að eingan kennimann liafi Brynj^- ólfur biskup virt jafn- mikils í Austfirðinga- fjórðungi sem síra Ól- af, enda var síra Olaf- ur talinn jafnoki Odds biskups bróður síns í lærdómum, nema ef vera skyldi í sljörnu- fræði. Af allri alþýðu er að merkja að síra Olafur bafi og notið mikilla|,vinsælda. Svo kveður síra Eiríkur Ketilsson í Vallanesi til Stefáns Olafssonar rétt fyrir 1640, þegar Stefán er nýfarinn að heiman suður í Skál- holt til skólanáms: Að pér hverfi föður píns ílest forsjá, ment og snilli, gangi að erfi gæfan hezt, guðs og manna hylli. Síra Olafur var merkiskáld sem faðir hans, þótt fátt sé eptir hann prentað. Prentaðir eru eptir hann nokkrir sálmar í sálmasöfn- um frá 18. öldinni, — að minsta kosti einir 15 í Höfuðgreinabókinni 1772 — og svo Aryali Islands, ortur 1627, sem gefinn er út í Litlu-Vísnabók á Hólum 1757 og Viðey Síra Ólafur Einarsson.

x

Sunnanfari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.