Sunnanfari - 01.08.1912, Side 3

Sunnanfari - 01.08.1912, Side 3
59 1839. Er það merkilegt áminningar- og ádeildukvæði. Af öðrnm Ijóðum síra Olafs er stórfeldast kvæði, er nefnist Nauðvöm, einnig ort 1627, landsfólkinu til athuga og áminningar, en það liefir aldrei verið prent- að. Ágætt sýnishorn af kveðskap sira Ólafs eru þær elskulegu og fallegu minningarvísur um föður hans, sem nú eru prentaðar hér í blaðinu. Um Stefán Olafsson, hinn þriðja afþessum merkilegu feðgum, þarf ekki að eyða mörgum orðum. Haun liefir orðið nafnfrægastur þeirra allra, og er enn kunnur í hvers manns húsi hér á landi, enda skal hér að eins vís- að til æfisögu hans, er fylgir síðari útgáfu Bókmentafélagsins af kvæðum hans. Síra Stefán er langstórfeldast skáld sinnar tiðar hér á landi og í raun og veru mikil- feingasta skáld á veraldarlegan kveðskap, sem þá hafði verið hér á landi svo hundruðum ára skipti, enda urðu áhrif lians mikil. Upp af kveðskap hans og síra Bjarna Gizurar- sonar í Þingmúla, sem var svo sem jafnaldri síra Stefáns og eitt hið bezta skáld, rann hinn svo nefndi austfirzki skáldaskóli, og má sjá merki hans í ljóðagerð á landi hér alt fram undir 1800. Ádeilukvæði síra Stefáns eru svo merkileg fyrir þekking vora nú um menningu og hætti hér á landi á 17. öld, að ekkert annað jafn- ast við þau á ýmsan hátt í því efni, svo sem Omenskiikvœði, Vinnumannakvœði, ölkvæðin og ótal fleira. En þó að síra Stefán segði fólk- inu til siðanna, var hann ekki að kveða vol eða hugarvíl inn í lýðinn. Svo má lieita að allur kveðskapur hans sé fullur af glensi og glaðværð, og bregði honum til þunglyndis, eins og í hinu snildarlega kvæði: Mart er Wanna bölið, þá er það með svo miklu hófi °g manndómi, að hann gerir næstum aðra l^ugrakkari. Fimleiki hans um form og orð- feri er framúrskarandi, og Páll lögmaður Vídalín, sem sjálfur var skáld og frábær smekkmaður á sinni tíð, segir að Oddsbragur síra Stefáns uppfylli alla prýði kveðskapar. ^nn lifir mart á lifandi manna tungum hér á landi af kveðskap sira iStefáns. Hver er það, sem ekki kannast við: Nú er hann kominn á nýja bœinn eða Stázmeg sat i sorg- um, Eg veit eina baugalinu, Björt mey ogrhrein — sem hér er nú prentað sem sýnishorn af kveðskap hans, — og ótal fleira: Alt er á Iopti, drykkjuvisur, tóbaksyísur, háðsvísur og heirns- ádeilur, hestavisur, ferðakvæði, grýlukvæði, barnagælur. Sá liefir mörgum stundir stylt með stökum sínum. Síra Stefán var ekki einungis mesta veraldarskáld hér á landi á sínum tíma, lield- ur yfir öll Norðurlönd. Og nú er liér mynd af honum. Síra Stefán hefir verið fæddur um 1620. Hann lézt 29. Ágúst 1688. Listfeingi hefir í eingri ætt verið tíðari hér á landi en í ætt þeirri, sem komin var af síra Einari í Ej'dölum. Pað er snildar- mannakyn. Nokkur erindi úr kvæði því, sem nefnist »Stutt ágrip æfi og afgangs síra Einars Sigurðssonar í Eydölum í Breiðdal, í einn litinn sálm samantekið af sjmi hans síra Ólafi«. Sæt er rótin sæmdarmanns, sem að eg nú um ræði: Ábóti var afi hans,1) er elldi heilög fræði, Sigurður prestur sæmdir bar, — sá að honum faðir var, — þó auðs ei ætti gæði. Ungum veittist andagipt Einari náms og menta, svo fær guð hér gáfum skipt, sem gerir bezt að henta; átján vetra valdi hann 1) P. e. Finnbogi Einarsson ábóti á Munka- þverá, faðir Guðrúnar móðir sira Einars.

x

Sunnanfari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.