Sunnanfari - 01.08.1912, Side 5

Sunnanfari - 01.08.1912, Side 5
61 Stórt hrygðar kíf sem stála dríf stingur mig hverju sinni, það eðla vif meðan endist líf aldrei fer mér úr minni. Dimt hrygðar jel milt þvingar þel, við þig að hlaut eg skilja. Þó finni eg hel, þá far þú vel, fögurleit hringa þilja. Fræðafélagið i Höfn. Eins og við mátti búast, var hætt við að svo færi, að þeim íslendingum, sem heima eiga í Kaupmannahöfn og hneigðir eru til bókagerða og »grúskana«, mundi þykja nokk- ur sjónarsviptir að því, þegar Itókmenlafé- lagsdeildin var ílutt til fulls frá Höfn og til Reykjavíkur, og ekki ólíklegt, — á meðan þökti eittlivað töluvert eptir í Höfn af ís- lendingum af því tagi, — að gerð mundi verða tilraun til að koma þar á einhverju íslenzku bókaútgáfufélagi. Þetta kvað nú vera orðið, eptir því, sem hlöð herma frá. Þar kvað nú vera stofnað félag, sem heitir »íslenzkt fræðafélag«. For- maður kvað vera þar cand. mag. Bogi Th. Melsted, gjaldkeri Finnur prófessor Jónsson og bókavörður Sigfús bókavörður Blöndal. Stefnu félagsins kváðu lög^ þess segja þetta: »Það er lilgangur félagsins að styrkja íslenzk vísindi og bókmentir, með úlgáfu nýrra og gamalla rita, er snerta sögu landsins og nátlúru, íslenzkar bókmentir og þjóðfræði. Einnig vill félagið, að því leyti sem liægt verður, gefa út alþýðlegar ritgerðir um al- menn vísindaleg efni nútímans, sem íslend- ingum mætti að gagni verða«. Eplir þessu er það svona hér um bil stefna Bókmentafélagsins, sem Fræðafélagið hefir tekið upp. Stefna þess er víðtæk, óákveðin og ótakmörkuð, og getur starfsemi félagsins eptir henni lent mjög á dreif, alt eptir því, hvernig á er haldið. Seinni liðurinn i stefnuski-á félagsins getur verið nokkuð ótímabær, og að vísu ætti stjórn félagsins að sigla sem mest fram hjá þvi, að rusla út undirstöðulitlu svo kölluðu »vísinda«-léttmeti. Þess er eingin þörf að auka á það. Það verður víst séð fvrir því að gefa út nóg af því hér á landi, þó að ekki sé stofnað félag til þess í öðrum löndum. Um fyrri liðinn í stefnuskrá félagsins er liins vegar ekki, netna gott eitt að segja. Og nú hefir Sunnanfara borizt til eyrna, að félag þetta ætli nú þegar að færast það stórvirki í fang að gefa út jarðabók Arna Magnússon- ar. Verði reynd úr því og verði það verk gert með dugnaði, þá fer félagið ekki erindis- laust að heiman, því að með sannindum er það að segja, að merkara eitt rit er ekki til uin hag landsins á 17. öld og í byrjun 18. aldar í öllum greinum en jarðabók Árna. Það er einstætt rit í sinni röð, þótt víða sé leitað. Það er nokkurskonar Dómadagsbók landsins, og bregður helzt til jarðabókar þeirrar, er Vilhjálmur bastarður lét gera á Englandi um sína tíð, og nefnd er einmitt Yðómadagsbók (Doomsday-book), af því að hún álti að vera inálsgagn við alla dóma, sem snerta jarðeignir á Englandi. Leysi Fræðafélagið þetta verk sæmilega af liendi og haldi störfum sinum í réttu horfi að öðru leyti, á það án efa skilið stuðning allra íslenzkra manna, sem eitthvað vita og eitthvað vilja aðhafast, er sé til framhúðar. TJm Kel«lnasiliítlniiii var bent á það í siðasta blaði, að sómasamlegast væri að þingið keypli hann, gerði að honum, og legði hann undir umsjá Þjóðmenjavarðar. Sama ætti lika að gilda um gömlu stofuna á Espihóli í Eyjafirði, sem Jón sýslumaður Jakobsson ljet gera 1777; það er að vísu húið að ríta úr hcnni þiljurnar, en þær kváðu allar vera til, svo það ætti ekki að þurfa að kosta of fjár að koma henni i samt lag.

x

Sunnanfari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.