Sunnanfari - 01.08.1912, Page 6

Sunnanfari - 01.08.1912, Page 6
02 Ungfrú Guðrún Indriðadóttir í Ræningjum Schillers. Það er svo um góða leikendur að þeir leika aldrei illa, hversku hraksmánarlegt hlutverk sem þeim er fengið, þó að þeir vita- skuld á hinn bóginn leiki ekki altaf jafnvel, og svo er það einmitt um ungfrú Guðrúnu. Leikfjelagið var á margan hátt óheppið í fyrravetur, þó reyndar fátt sje svo með Guðrún Inririðadóttir i Rœningjum Scliillers. öllu ilt, að ekki fylgi nokkuð gott, því að Fjalla-Eyvind Ijek það, og mun varla hafa tekist betur á neinum leik, nje heldur sjmt neina þá leiki, sem honum sjeu að nokkuru fremri að skáldskapargildi. Enn óheppni Leik- fjelagsins var aðallega fólgin í því tvennu: að það skyldi nokkurn tíma ráðast í að leika Rœn- ingja Scliillers og einnig í því að siðari part leikársins hafði það ungan leikara, sem betur hefði verið kominn einhversstaðar annars- staðar en á leiksviði. Um Ræningjana er það að segja, að þeir eru einn af frumburðum rómantisku stefn- unnar, en nú er liðið 131 ár síðan þeir voru samdir. Stíllinn á þeim er skrúfaður, og efni leiksins alls og hin einstöku hlutverk óeðlileg, og hann svo langur, og leikeining- arnar gömlu, sjerstaklega staðareiningin, af ásettu ráði1) svo óþyrmilega brotnar, að ekkert leikhús hefir treyst sér til að sýna leikinn í heilu líki. Ómögulegt er og nokkrum leikara að skapa eðlilegt líf í hinum óeðlilegu hlutverk- um, og engum nútíðaráhorfanda hægt að horfa á leikinn með annari ánægju enn þeirri, sem menn hafa af því að skoða óásjálegan, en þó merkilegan forngrip. Af þessu leiddi, að fólk vildi ekki sjá leikinn, sem von var, enn Leikfjelagið liafði stór útgjöld af honum hvert leikkvöld, svo að það varð fyrir miklu peningatjóni, en hefur af litlu að má. Ein- faldir leikdómarar, sem hvorki þektu leikinn nje sögu hans, voru ekki seinir á sjer að kenna leikendunum alt saman, sem þó var hin mesta óbilgirni, því flestir þeirra gerðu eins gott úr hlutverkum sínum og hægt var, og má þar sjerstaklega benda á þá herra Árna Eiríksson og Helga Helgason, sem Ijeku bræð- urna Moor, og ungfrú Guðrúnu, er Ijek Ama- liu, og hefði Sunnanfari gaman af að vita hverir gerðu það betur. Sjerstaklega er orð á því gerandi, þó leikdómara er í Ingólf rit- aði þækti annað, hve Guðrún gerði sínu hlut- verki góð skil, því fá voru jafn erfið því og Ieiðinleg í einu. Sunnanfari flytur nú mynd af henni í gerfi Amaliu og lætur þess um leið getið, að síðan hún Ijek Höllu í Fjalla-Eyvindi er óhætt að fullyrða, að liún sje bezta leikkona landsins. Sunnanfari mun við tækifæri Ilytja fleiri myndir úr leikhús- inu, og vonar, að skakkafallið með Ræn- ingjana, þó ilt væri, verði Leikfjelaginu til góðs eins: til þess að það forðist framvegis leiki, sem úreltir eru, — og til langlífis. 1) Rómantíska stefnan lagði mikla rækt við og átti mestan pátt í pví, að koma einungunum fyrir kattarnef.

x

Sunnanfari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.