Sunnanfari - 01.10.1912, Qupperneq 4
76
1897, vel geíinn efnismaður, og einkanlega
hagur á söng.
Gísli andaðist 62 ára gamall 24. Ágúst 1878
í Eidinaborg á Skotlandi. Sunnanfari hafði
lagt drög hjá manni, sem gagnkunnugur var
Gísla á síðustu árum lians, fyrir nokkur orð,
er fylgja skyldu mynd Gísla, sem blaðið hafði
fyrirhugað að ílytja. Því miður eru þau orð
Gísli Magnússon skólakennari.
enn ókomin, svo nú verður að tjalda því,
sem til er.
Gísli tók aldrei embæltispróf, en var af
mörgum lalinn einliver hinn allra lærðasti
maður, einkum í fornmálunum grísku og
latínu, og svo í íslensku, auk þess, sem hann
var víðlesinn á marga vegu. Manna skarp-
skygnastur þótti hann og í málvísindum og
mörgu íleira. En lærdómi hans og miklum
hæfdeikum sjer þó til frambúðar minni stað
en mátt hefði. Ritstörf Ijetu honum ekki að
því skapi sem lærdómur og gáfur voru til.
t*að, sem hann ritaði var að vísu alt skemti-
legt, frumlegt og hlaðið fróðleik, en lærdómi
hans hætti við að fara svo á dreif, að aðal-
efnið gat slundum horfið fyrir aukaatriðun-
um, svo að rilsmíðarnar urðu stundum af-
sleppar. Af ritslörfum Gísla er lielst að geta
þessa: hann aðstoðaði Pál móðurbróður sinn
við samning latnesku orðabókarinnar miklu,
og lýkur frændi hans miklu lofsorði á liann,
fyrir grundvallaða málfræðaþekkingu, í for-
mála bókarinnar. Fyrstu útg. af Snót gaf
hann út 1850 ásamt Jóni Tlioroddsen, einnig
gaf hann út aðra útg. 1865, ásamt sama
manni og Egli bókbindara Jónssyni. Þriðju
útg. hennar, Akureyri 1877, sá Gísli einn um,
og var Gísli manna smekkvísastur á kveð-
skap. Þýðing brjefa Hórazar gaf hann út ásamt
Jóni rektor Þorkelssyni 1864, og bera neðan-
málsgreinarnar í bókinni það með sjer, en draga
ekki, að handbragð Gísla er á þeim. Þýðing
á Austurför Kýrosar eplir Gísla og Halldór
Friðriksson kom út til lyktar með skóla-
skýrslu 1867. Latneska mállýsing samdi
hann, ásamt þeim Jóni rektor Þorkelssyni og
Jónasi skólakennara Guðmundssyni, og kom
hún út 1868. Latneska lestrabók með orða-
safni gaf hann út 1871, ásamt Jóni rektor
Þorkelssyni. Á báðum þessum rilum má víða
þekkjanlega merkja handbragð Gísla. Til
Iatneskrar orðahókar með íslenskum skýr-
ingum liafði Gísli gert mikil söfn, sem nú
eru geymd í Landsbókasafninu.
Þeim mönnum, sem kyntust Gísla, varð
hann flestum ógleymanlegur. Manna var
liann fríðastur sýnum, eygður allra manna
best, skemtinn og fróðlegur í viðræðum, og
hverjum manni orðkríngari. Heldur þótti
hann fornorður stundum á skýringum sín-
um úr klassisku málunum, og vandhæfi á að
hitta útleggingar, sem honum líkaði. Þýddi
og slundum eiginnöfn úr lalínu eða grísku á
íslensku, svo sem Sarcina in Umbria með:
Böggulstaðir í Flóa. Kensluslundir hans þótli
möigum bæði lærdómsríkar og skemlilegar,
og hann vandi piltana stundum, að sagt er, á
að liðka sig á því að snúa ýmsu, sem kom ílalt
upp á menn og menn áttu lítt von á, eins og
því, þegar sagt er, að liann liafi látið pilta
snúa munnlega á latínu vísunni: