Austri - 09.09.1892, Blaðsíða 1

Austri - 09.09.1892, Blaðsíða 1
JCemur út 3 á mánuöi, oöa 36 blöð til næsta nýárs, og kostar hér á landi aðeins 3 kr., erlendisd kr, Gjalddagi 31. júli. Uppsögn, skrifleg, bund- in við áramót. Ogild nenla komin sé til ritstjórans fyrir 1. október. A.uglýsingar 10 aura línan, eða 60 aura hver pml. dálks og liftlfu dýrara á fyrata síðu. II. Ar. Lincolns morð. Eptir Henrik Ibscn. -WO- SEYÐISFIRÐL 9. SEPT. 1892. En fyrst hlaut glæpanna geysiflóð að ganga sem dagsins sól, kúgarinn sjá sin helgihlóð, sín heilögu vé og myndastóð á Kvírítans Kapítól. Eitt vesturheims-skot, — og Evrópa öll í uppnámi logandi heit! En hvílík hrelling og liarma-köll í herranna gullbryddu sveit! J>ú Evrópa gamla, með rökstuddan rétt og reglur við hvert pitt stig, með orðstýr sem hefir ei hrukku né blett, svo heilög og fráskilin sök og prett, — pú bliknar, sem bent sé á pig! Og skjölin sendast með skýlausri sorg á skjaldmerktuin innsigla fans, og póstsnekkjan skundar um byggðir og bo?g, og bréfdúfna fljúgandi krans. Baðmullar ríkið, hin franska frægð, og fjöldin á lygaströnd, með pálmann stendur og hógværa hægð, en hvellurinn dynur og búin er vægð er einn, pessi einn missir önd. Hví hrökkvíð pið upp ? Er ei Evrópu ?áð í öllu sem heyrir og ber? |>ví Prússa-gjörðir og Dybböi-dáð er daglegt brauð, vitið pér. Og er ekki hryðja hryðju jöfn? Hvað hugsa pau pólsku hjú ? Og kom ekki Bretinn við Kaupmannahöfn ? Og kennið ei suðurjótlenzk nöfn? — Hví æðrast pá allir n ú ? í>ið sjáið rós fyrir handan haf, og hyggið á kynjatíð, pið vitið, Evrópa vísinn gaf, en vestrið sín frjómögn pýð. J>ið ræktuðuð sjálfir par rós á strönd, pað ráðlag er nú svo ljóst, pið festuð sjálfir með háttvirtri hönd inn hárauða kross og píslarbönd sem brydda nú Lincolns brjóst. Með tvinnuðum samnings-svika-vef og samvizkulausri gjörð, með tyllisáttum, við tál og pref; pið tödduð sögunnar jörð. Og samt sem áður pið uggðuð ei um ávöxtinn hezta slags; nú sjáið pið gróðann. Gróðann? Nei! Hvað glampar, blossar á ekrunni? Svei: morðvopn hvert einasta ax! t>ótt lögunum stýri pau oadur og egg, pótt öxin sé heiðruð og virt, er polanlegt, og eg pakkir legg hjá pvi, ef með orðum er myrt. dómstóll ræður um ragna hvel, sem reynir hvern svikahnút; en fyrst má ormurinn út úr skel, og aískræmi tímans sjást svo vel að raugliverfan öll snúi út. Já, nornir ráða með reginvöld, pú reynir pfer ef pú vilt. Á náströnd hrundi með nafn og skjöld • ó Neró, pín domus gyllt. Svo hrundu staðir með hof og höll, með hvolf og með súlnaskraut, og furðuverkin og fórnarvöll fóttróðu járnuð naut. Og aptur var hyggð hver hæð og hlíð, og hreint var loptið um etund. En nú er sem enn sé nýjungatíð, pví nádaun senda pau fenin víð, sem leynast við borgir og lund. En prátt fyrir fúa, fen og slý, eg flý ekki hræddur leik, nó græt, pó að eitur glytti í á gullinni tímans eik. J>ví ormurinn verður að hola í hring uns húðin er merglaus og tóm, og „öldin“ að fylla sinn umsnúning áður en hefnarinn setur ping og lýgin fær lögfullan dóm. Mattk. JoeliamssoH. Svar til „l>jóðvi]jans iinga“. Ilndir fyrirsögninni: „Atliugaorð til kjós- enda um alþingiskosningarnar 1892“ hefir „{>jóðv. ungi“ me&al annars flutt lesendum símim dóm um jiingmennsku mína, í jáess- um ekta „í>jóbvilja“-stíl, sem eg lýsti dálít- ib við tækifæri á síðasta aljjingi, og sem unginn virbist ab kafa tekið í arf eptir þann gamla. |>að er sá gallinn á jiessu blabgreyi, ab engum manni er auðið ab sjá á því, hver ritstjóri þess er eða hverjir. Aðeins minnir mig að eg hafi séð einhverssta&ar i blaðinu auglysingu frá þeim herrum sýslum. Skúla Thoroddsen og prestinum séra Sigurbi Ste- fánssyni um aö þeir mundu hafa sömu af- skipti af þessum nýja eöa unga „|>jóðvilja“, eins og þeir hafi haft af hinum gamla. Er því líklegt, ab þá sé helzt að skoða sem rit- stjóra blaðsins, og að þessir tveir opinberu siðgæzlumenn veraldlegu og andlegu stéttar- innar eigi heiðurinn, sem blað þetta gjörir sinni ökenndu ritstjórn. í>að er að vísu leiðinlegt að vera að svara öðru eins blaði og „jpjóðv. unga“; og það óþverrastarf dettur mér ekki í hug að leggja mig niður við, að fara í orðakast við ritstjórnina. En þegar svona óþyrmilega er á mann lejtað, neyðist maður þó til að bera hönd fyrir höfuð sér, svo að ókunnugir ætli ekki, að maður þuríi að standa varnarlaus uppi fyrir áburðinum. Reyndar dylst engum, er les dóm þenna um þingmennsku mína, að tilgangurinn hef- ir fremur verið sá, að svala sér á mér ept- ir orðaskiptin á síðasta þingi, er ritstjórnin Nr. 24. mun þykjast hafa farið halloka í, heldur en ; sá, að leiða kjósendur í allan sannleika. Yfir höfuð virðist. „þjóðv. ungi“ því miður ekki vera sem stöðugastur í sannleikanum, frem- ur en hinn gamli var. Eins er það auðsætt hverjum heilskyggn- um manni, að dómur „j>jv. unga“ ætti ein- mitt ab vera hin bezta meðmæling með mér, ef eg byði mig fram til kosningar. Hann kannast afdráttarlaust við „mikið góða hæfi- leika mína“ viðurkennir fyllilega að eg „vegna gáfna og atgjörfis hafi ýmsa hæfileika“. Hvern- ig eiga að hugsast betri meðmæli frá blaði, sem auðsjáanlega þykist eiga fyrir grátt að gjalda og virbist búa yfir fúlum fjandskap til mín. Sjálfstæði hefir hingað til ekki þótt ókostur á þingmanni, og þó það í augum ramra óvina verbi að „þverhöfðaskap “, ó- tilhlýbilegum sjálfsþótta o. s. frv., það ætti engan skynsaman mann að geta villt. Ritstjórnin hefir auðsjáanlega orðið hug- fanginn af orðheppni Skúla Thoroddsen, er hann sagði ab eg gengi með þær „sjálfstæð- isgrillur í höfðinu, að enginn þingmaður vog- aði sér að mér til þinglegrar samvinnu“. Eg svaraöi því þá svo, að honum, sem óneitan- lega skoðaði sig sem dálítinn flokksforingja á þinginu, væri betur við, að sem flestir gengju með fylgifiskakvarnir í kollinum. En nú ætla eg að svara því svo, að hann sjálf- ur „vogaði sér“ þó að mér til samvinnu í málinu um utanþjóbkirkjumenn, og bar ekki á ab þaö gengi neitt illa, eg var flutnings- maöur þess máls með honum, og var hon- um einnig samhentastur í nefndinni. Einn- ig vil eg benda á, að eg mundi naumast hafa verið kosinn í eine margar nefndir, né hafa verið gjörður ýmist að formanni, skrifara eba framsögumanni í þeim nálega öllum, ef þing- menn liefðu fundiö þenna skapferlisgalla hjá mér, sem blaðið talar um. Skal eg svo ekki eyða fleiri orðum að þessum ástæðulausa sleggjudómi um lundar- einkunn mína. Allir sem nokkra vitund þekkja mig, gjöra ekki annað en hlæja að honum; og yfir höfuð er hann ]jós vottur þess, að blaðið hefir meb sínum bezta vilja ekki séð annan veg færan tíl að reyna ab sverta framkomu mína á þingi. f>á er að minnast lítið eitt á það, sem blaðið finnur að þingmennsku minni í ein- stökum málum. f>ar sem segir að eg. hafi greitt atkv. móti stjórnarskrármálinu 1887 við 3. umr. af því mér hafi „mislíkað einhver orðatil- tæki i ræbu framsögumanns", þá skal eg að- eins segja þetta: það er skaði hve fáir kaup'a þingtíðindin og lesa þau; væru þau almennt keypt og lesin, mundu óvöndub æsingablöð 1 siður dirfast að bera fram öll sín ósannindi og getsakir. f>að yrði oflangt mál að fara

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/141

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.