Austri - 04.03.1893, Síða 1
Kemur út. 3 á múnuAi, eúa
3ti bliiú til næeta nýiirs. og
kostar bér á laudi aúeins 3
kr., erle.ndia 4 kr, íijaktilagi
I. júlí-
Ckppsögn, skrifleg', 'butk&>
im vi<1 áramót. Ogild nema
komin sé til rifstjótana f'yrir
1. okfóber. Auglýsinjrar I(í
aura línan, eóa 60 aura hver
þml. dálks og hálíu dýrara í.
fyrstu síAu. '
III. Ar
SEYÐISFIRÐI. 4. MARZ. 1893.
Kr, ()
Aiutsfoókasafnið i'^líiuTr m
Spartsjtiíur S'kíVS:” „í.
S nt 4 ]> i s 11 a r
uiu lundsutúl
eptir
J ó n J ó trs s o !i alþttc. á Slcðbrjót.
ÍTI.
Ytitalwttaini'iliö,
Á síð. olf). bar síra Jens
l'álss.on þm. Dalamanna frarn frv.
um strandferðir og vegi (Alþfc.
1891 C. bls. 133.). Um strand-
ferðirnar hefir nú áðnr verið rsett
nokkuð í Ausfcra og því hlejp
<eg yfir þær. f>að er aðeins síð.
kafli frv. um vegina, sem eg
Aildi vekja athygli á, því allir
tnunu vera samdóma um það, að
jþað sé eitt hib helzta lífsskilyrði
vor ísl. eins og ailra annara þjóða,
að vegirnir batni og samgöng-
íirnar léttist.
Eins og sést á þessu frv. sr.
»T. I'- var aðalbrcytingin á gild-
andi lögum, sem |>ar var farið
fram á sú, að vegabótakostnað-
inum yrði mest varið eptirleiöis
fil að gjöra akfæra vegi um þá
staði, þar sem mest vörumagn
ffyrlti ab flytja frá verzlunai-
stöðum. Eius og kunnugt er
Iiafa póstleiðirnar hingað til ver-
*ð látníir sitja í fyrirrúmi, áu
nokkm-B tiiíits til, hvort flutnings-
vegir lægju saman við þá eba
tii. Aí þessari tilhögun hefir það
Teitt, að alþyða manna hefir nær
aldrei unnið rneð vakandi áhuga
ab því að bætu vegina, og ylikt
«r mjög eðlilegt, þegar vegabóta-
íénu er allvíða varib til þess að
bæta vegi, sem að eins póstur-
inn og kusríðandi menn fara um,
en bændur mega eptir sem áður
brjótast áfram rneð klárana sína
um hálfófæra vegi til þess að
sækja lífsnauðsynjar sínar, þá er
eðlilegt þó {æim finnist þá opt
ílð vegabæturnar ekki vera gjörð-
ar beinlínis lyrir sig. Og með-
iin sú tilfinning vaknar ekki í
svéitunum, hjá búendum, sveítar-
stjórnum, og sýshistjómuui, að
«ins nauðsynlegt sé ab bæta veg-
:na og halda þeirn við, eins og
fjárhúsunum, og bæjarhúsunum,
a jnieðan er ekki neinna verulegra
framfara von í vegabótunum, því
þaðeríþessu, eins og svo mörgu
öðru, að hugsunarhátturinn þarf
ao breytast til þess að framfar-
irnar komist á.
Til þess ab auka áliuganu
á vegabotunum er eflaust þessi
breyting, sem farib er fram á í
frv. sr. J. P. hin heppilegasta,
því þegar bændur færu að flnna
það að þeirn sjálfum væri veru-
legur léttir að því að unnið vaeri
að vegalxjtum sem mest og bezt,
þá rmmdi áhuginn hjá þeim auk-
ast og koma fram í yerkinu.
þessu frv. sr. J. P. hefir
hvervetna verið tekið velaf þjóð-
inni, og bað verður eflaust horið
fram aptur á uæsta alþ., það fær
þvi nú ef til vill betri byr þar,
því vonandi er, að efri deild þings-
ins verði ekki annað eins danða-
dýki f’ramíáramála þjiíðarinnar
á rmesta alþ. eins og hún var á
hinu síðastliðna alþ.
Með þessari stefnu, sem fylgt
hefir verið í vegabótunum hing-
ab til, hlýtur öllum að vera það
ljÓHt, að verulegar framfarir eru
ómöguf egar. því til þess að gjöra
. alla aðalpóstvegi landsins að renni-
sléttum vegum þiirf svo mikið fé,
og svo langan tíma, að flesta
rnun sundla við, sem hafa fyrir
augum sér heill þjóðarinnar í
heild sinni. Yæru bráaðar stór-
ár, og gjört vib verstu farartálma
á póstleiðunurn mundi vel mega
j við það sæma, en það er ei frarn-
fara von fyrir þjóðina, að kasta
út storfe til þess uð gjöra renn-
sléttar brautir upp á fjöllum,
„þar sem hrafnar og tóur eiga
mest ferð um“, eins og B. Sveins-
son sagði einu sinui, en láta allt
vera kviksyi di og hraungrýti á
sveitavegnnum, þar sem mestur
hluti þjoðarinnar á ferð um. Að
vísu hefir nú í seinni tíð verið
varið talsyert meiru fé til aðal-
póstveganna 1 byggðuin, en því
fé heiir mestu verið varið um-
hverfis Beykjavík. Yér sem bú-
um á útkjálkum landsins megum
skrölta um söinu grjótgöturnar
og áður. Til j e&s að bæta vegina
hjá oss, vantar optast fé þegar
um það er beöið.
J>að er að mínu áliti, og
rnargra annara, einn stórgalli á
þessu frv. sr. Jens, og hann er
sá, að þar var ei gjört ráð fyrir
neinni breyting á hreppavega\ inn-
unni, eðaneimnn auknum fjártillög-
um til hreppaveganna, það áttiab
sitja við þetta gamla hálfa dags-
verk til þeirra, sem ákvebið er i
núgildandi lögum, og sem hver
maður átti að mega vinna af sór.
f>að^liggurþó ljóst fyrir öllum sem
gefa gætur að hreppavegabótun-
um eins og þær eru nú, að ef
nokkur framför áað verðaíþeim,
þá verður bæðiaðleggja tilþeirra
meira fé, og vinna þær vegabæt-
ur á sama hátt og aðrar, þ. e.
kaupa menn til að vinna þær fyrir
fullkomin laun. Að týna saman
þessi hálfu dagsverk hefir margt
illtíförmeðsér. Margir húsbændnr
láta lélegasta manninn sem þeir
hafa í viununa, bara það sleppi, þá
er nóg. Vinnunni er með þessu
lagi dreift til og frá um allan
hreppinn, því hver vill fá að.
láta vinna sem næst sér, til þess
ab þurfá sem skemmst að senda
manninn. Atíeibingaruar af þessu
eru, að nær hvergi sjást saman-
hangandr vegagjörbir á hreppa-
vegi, heldur allt einir stefnulaus-
ir illa gjörðir vegspottar, sem
unnið er ab kunnáttulaust og
eptirlitslaust, því fjöldi bænda
lætur vinna að þessum vegabót-
um til þess að leysa sig undan
gjaldinu, meb þvi *ð vinna eitt-
hvab ab nafuinu, en alls ekki
með þeirri liugsun að koma sem
mestu í verk af þarflegum og
góðuiu vegabótum í sveitínui.
Væru keyptir menu til þessara
vegabóta og þeim sæmilega laun-
að, mundu miklu fremur bjóða
sig fram menn til að vinna þær
ár eptir ár, sem gætu þá með
tímanum öðlast bæði æfingu og
þekkiiigu i vegagjörðum.
1. þ. m. Skagfirðinga, (Ól.
Br.) barupp þá breytingartill. við
frv. sr. J. P. á síð. alþ. að borgað-
ar væru úr sveitarsjóðitil hreppa-
vegaböta2 krjfyrir hvern verkfær-
an mann í hreppnum. þabkomu
þegar fram ineðri deild alþ. hávser-
ar raddir gegn þessari tillögu og
töldu slikt illþolandi gjaldabyrði
fyrir ahnenning. En slíkt virð-
ist mér vera byggt á störum
misskilningi, því fyrst er þab nú
hrein
og
bein
iuotsögn
alltaf, og það með
að biðja
réttuin rök-
um, um meira íé úr landssjóöi
til þeirra vega, sem hann á að
kosta, en vilja gjcki leggja neitt
meira fó til þeirra vega sem
sveitarsjóðirnir eiga að kosta, þar
sem allir skynberandi menn ldjóta
1 þó að sjá að til þeirra vega þarf
I engu siður að kosta í‘ó — þeir
eru alls ekki i betra lagi en þeir
vegir setn úr landssjóði eru kost-
aðir og það er engu minna fram-
faraspursmál að hreppavegirnir
batni heldur en abrir vegir.
Svo er lika þess að gseta þó
lagt sé á gjaldendur nokkuð
hærra gjald tii þessara vegagjörða,
þá geta þeir sjálfir ráðið hvernig
þvi er varið, og það rennur apt'
ur í þeirra eigiu vasa, ef þeir
hat’a dug til að vinna að vega-
gjörðunum. Af þeiin fjárfram-
lögum sem þannig er varib til
almennings þarfa leiðir tvennt
gott, það eykur atviimu i sveit-
unum og meb því er liægt að
koma i verk nauðsyMlegvi fram-
för. Eg liygg þab sé engum efa
bundið ab það væri opt heppi-
legra fyrir sveitarstjórnirnar ab
hafa til vegabótavimiu ineð sæmi-
legum launum handa snauðurn
mönnutn sem lifa á s veitarstyrk,
heldur en ab leggja þeim alltaf
úr sveitarsjóði, og láta þá opt
vera ibjulitla haust og vor, eba
vinna ab ilia borgaðri kaupstab-
arvinnu.
f>að væri vert fyrir kjós-
endur að athuga vel þessa nýju
stefnu, sem kom fram í vegabóta-
málinu á síð. alþ., og það er
vonandi að þeir sannfærist um
að aðalatriðib í þeirri stefnu,
að leggja mesta áherzlu á að
bæfca fiutningavegina, er miklu
líklegra til þjóðheilla og fram-
fara en sú stefna í vegagjörðum
sem nú er fylgt, en gæta veiður
þess um leið og aukin eru fjár-
fram.lög til vegagjörða úr lands-
sjöbi að glæða ekki með lögun-
um þann hugsunarhátt hjá ai-
þýðu, ab rétt sé að koma sér
sem mest undan gjöldum til
sveitaveganna. Löggjöfin verður
að miða til þess að leiða fram
hina beztu krapta þjóðaritmar
í þessu sem öðru, en forðast allt
sem elur upp eigingirnina og
smásálarskapinii.