Austri


Austri - 20.11.1896, Qupperneq 2

Austri - 20.11.1896, Qupperneq 2
NR. S2 A tí S T R 1, 126 pessvegna þnrfa flóðgarðarnir ekki að vera mjög háir. Lowel álítur engan vafa vera á pví, að Mars byggi lifandi verur, sem hafi sömu mælingarfræði og vér Jarðar- buar, en sem að hugvíti og verklegum í- próttum skari sjálfsagt langt framur okkur Jarðarbúum, og líklega í mörgu fleiru séu oss fremri, sem sjálfsagt ekki erum beztum bæfileikum búnir af hin- um lifandi verum alheimsins. Miðsvetrar-gufuskip höfum vér Austfirðingar átt að venj- ast að hafi komið til okkar á hverjum vetri nú í æði mörg undanfarin ár, því síldarveiðin á E.eyðarfirði hefi allt- af veitt þeim nógan farm allt fram í janúarmánuð. En nú hetír hún í ár mjög svo brugðizt á Reyðarfirði og öðrum Suðurfjörðum hér austanlands, og varla veiðivon úr þessu, og því mun lítið um flutning, svo gufuskip eigi þessvegna brýnt erindi hingað upp til Austurlandsins. En Austfirðingum mundi þó mjög bregða í brún, ef þeir fengju ekkert miðsvetrar-gufuskip í vetur, því þau skip hafa jafnan bætt úr ýinsum þörfum manna og fært Aust- firðingum ýmislegt, er þá hefir helzt vanhagað um í svipinn, og svo fært oss og öllu landinu blöð, fréttir og bréf utanúr heimi, sem varla verðar metið til peninga, en er þó ákaflega mikið í varið, og hefir það í för með sér, sem hefir meðal annars skipað Austurlandi svo framarlega sessinn meðal fjórðunga landsins á hinum seinni árum, þar allar útlendar fréttir hafa um hávetrartímann einungis borizt hingað til Austurlandsins og liéðan með Austra og bréfum frá útlöndum útum land allt, og væri mikil leiðindi og skaði að því, ef það gæti eigi att sér stað í vetur eins og að undan- förnu. En þó sildarfermi vanti nú sem stendur hór austanlands, þá mundi nú miðsvetrar-skip geta haft hingað upp gott erindi og fært Ejarðabúum hina þörfustu hleðslu, þ. e. hey. Eins og mönnum er kunnugt, þá varð hér víðast á Austurlandi nær jarðlaust þegar síðast í september- mánuði og hafa harðindin víðast hald- izt hér við síðan, svo víða mun vera búið nú þegar að gefa meira hey en opt er venja til að upp hafi verið gengið um nýár, þar sem allar skepn- ur hafa verið á fullri gjöf, nú í fullan hálfan annan mánuð. J>að er því víða farið að ráðgjöra að fara að skera af heyjum. En hér í Ejörðunum þyrftu meun þess eigi, ef þeir nú í tfma pöntuðu hey hjá 0. Wathne, og bæðu hann að senda skip upp með það sem fyrst hingað til Austurlandsins. petta norska hey hefir opt áður verið flutt hér upp í smáskömtum til einstakra manna og reynzt ágætlega, ba>ði verið kraptgott og étist vel, og infngilt fullkomlega töðu, og eigi verið dýrara heldur en taða selst hér vana- lega manna á meðah pví miður munu Héraðsmenn eiga illt með að sæta. þessum heykaupum; en kaupstaða- og fjarðabúar, sem töluvert munu iiafa ijölgað gripaeign sinni í ár, gætu aptur haft beztu not af þvilíkum heykaupum. Með því móti mtuidu rnargir getahaldið gripum sín- um, er nú eru í voða staddir með þá. Mun enginn fármur hafa komið þarf- ari hér til Austurlands í ár, en hey- farmur væri undir þeim kringumstæð- um, er nú eru hér á Austfjörðum. Til sönnunar því, að þetta norska hey sé töðngæft, skulum vér geta þess hér, að herra Otto Wathne og ýmsir fleiri láta gefa sínum kúm í vetur nær eingöngu þetta norska hey, er gefst þeim mætavel. Hér austanlands mun og menn víða bæði vanta kartöflur og kol og jafn- vel sumstaðar steinolíu, sem líka er mjög illt að eigi séu nægar byrgðir af, og gott væri að fá nú upp með miðs- vetrarskipinu. Og þá eru enn ótaldar þær miklu samgöngubætur, sem að þessari miðs- vetrarferð yrði fyrir Austur- og Norð- urland, sem annars mega máske bíða eptir fregnum og bréfum frá útlönd- um fram í miðjan marzmánuð 1897! Farm í skipið aptur til útlanda, mætti máske fá af hálf þurrum fiski, er nú er farið að tíðkast að senda héðan sem verzlunarvöru til útlanda. Yér leyfum oss að skora á þá stór- kaupmennina, Otto Wathne og Thor E. Thulinius, að verða vel við þess- ari saingöngunauðsyn vor Austfirðinga sérílagi, og þarnæst Norðlinga, og sem landið allt nýtur göðs af að verði úr bætt, og vonu/n vér, að þeir gjöri sitt ýtrasta til að bæta úr henni, sjái þeir sér það á nokkurn hátt frert, og er líka óskandi og vonandi, að binir anst- firzku kaupmenn vildu styðja svo gott iyrirtæki, með því að útvega skipinu flutning til verzlana þeirra, eptir því sem peir hafa frekast föng á. ÚTLENDAR PRÉTTIR. — 0 — Nýtt þríríkjasamband álítanúmörg útlend blöð, að hafi myndazt á ferða- lagi Rússakeisara, á milli Bússa, Englendinga og FrakJca. Halda menn að Rússar og Englendingar hafi í Balmoral á Skotlandi orðið vel ásáttir um, hvað ráða skyldi af í Mildagarði og í Tyrkjalöndum, og svo hafi Eússa- keisari lofað Englendingum að koma Erökkum í félagsskap með þeim gegn því, að Englendingar hliðruðu til við Erakka á Egyptalandi, þar sem Erökk- um er mein-illa við yfirráð þeirra. Sem sönnun fyrir þvi, að eitthvað hafi samizt á ferðum keisarans í þessa átt, færa blaðamenn það til, að öll- um enskum blöðum og flestum stjórn- fræðingum liggi nú mjög gott orð til Rússa, sem þeir ætla hvergi nærri jafn-ágjarna til fjár og landa þar eystra og áður hefir jafnan verið hald- ið fram í ræðu og riti á Englandi. Og nýlega hefir einn af helztn þingskörungum Englendinga úr frjáls- lyndara þingflokki, Lahoucliere, haldið því frain á fjölsóttum málfundi, að fela liússum að siða Tyrki, því þeir væru þeim næstir og stæðu hezt að vlgi með að hafa stöðugt eptirlit með þeim, svo að þeir gerðu eigi stór skammarstryk að sér eða ynnu framar þessi voðalegu níðingsverk á kristnum mönnum þar eystra. En það er og álit manna, að þetta nýja þríríkjasamband stefni ekki ein- ungis að þvi, að hepta grimmdaræði Tyrkja, heldur engu 'síðui' að því að stöðva yfirgang J>jóðverja, er þeim handamönrmm þykir að hafa verið allt- of mikill síðan Erakkar fóru ófarirnar miklu fyrir þeim fyrir 25 arum. J>yk- ir handamönnum að uppgangur J>jóð- verja hafi orðið helzt til mikill, eigi einungis í pólitík, heldur og engu síð- ur í iðnaði og verzlun, þar sem þeir gjörast nú hinir hættulegustu keppi- nautar fyrir Englendinga og Erakka. J>jóðverjar eru nfl. manna fimastir í að stæla hina ágætu iðnaðarvöru Yest- urþjóðanna og allar þeirra heztu fram- farir og uppfindingar i vélafræði og og handiðn og iðnaði, hlutirnir verða líkir hinum „ekta“ varningi að ytra útliti og ganga vel í augun, þó peir reynist hvergi nærri eins vel og þeir ensku og frakknesku, en eru miklu ó- dýrari. En þar mikið af þessum varningi selst í hinum stóru nýlendum J>jóðverja í Afríku og hjáþeim mönn- um í álfu vorri, er eigi hafa ráð á að borga hinn „ekta“ enska og frakkneska varning, þá seljast öll kynstur af þessum eptirstælda varningi J>jóðrerja, hæði hér i álfu hjá. hinum efnaminni og í nýlendunum, svo Frakkar og Eng- lendingar álíta atvinnuvegum sínum mikla hættu búna af' samkeppni J>jóð- verja, og álíta þeir sér hráðnauðsyn- legt að hepta uppgang þeirra í verzl- un 'og iðnaði, eigi síður en yfirgang þeirra í pólitíkinni. |>essi mun grund- völlur og ástæða fyrir þessu þriríkja- samhandi. Hyggja þessú' nýju handamenn, að þeir muni nú grta klemmt J>jóðverja svo öllu megin milli skjalda, að þeir nái eigi að draga sverðið úr sliðrum, en Englendingar eru góðir vinir Austur- ríkismanna og Itala að fornu og nýju, svo eigi muni hætt við að þeir hjalpi J>jóðverjum lengra en eigin hagnaður krefur, enda er í báðum þeim löndum mörgum meinilla við samband þeirra við J>jóðverja, er hefir hinn feykilega herkostnað i för með sér, sem erbáð- um þeím þjóðum langt of þunghær. Álíta menn því að þetta nýja þrí- ríkjasamband hoði enga nýja styrjöld í álfu vorri, enda var ófriður hvergi nefndur á nafn á ferðum keisarans, en friðinum alltaf haldið sem mest á lopti; jafnvel á Frakklandí, hvað þá heldur aunarsstaðar — að minnsta kosti í orði kveðnu og á almannafæri og á mannfundum, hvað svo sem þeir Nikulás Rússakeisari og lýðveldisfor- setinn Eelix Eaure og utanríkismála- ráðgjafar beggja ríkjanna hafa rætt um í kyrþey sín á milli. Frá keisaradögunum á Frakklandi. J>að var fyrst á orði, að sa.fna sam- an friðasta fólki úr öllum héruðum Frakklands, er allt skyldi vera húið í hina frábrugðnu þjóðhúninga hvers fylkis, og svo margt, að næði til þess að raða því alla leið fram með járn- hrautinni frá Cherboúrg til Parísar- borgar, þar sem keisarinn og drottn- ing hans áttu leið um. En Frökkum hafði komið þetta þjóðráð of seint í hug, svo það varð eig.i tími til þess að framkvæma það, En þó hafði ver- ið þéttskipað af fólki meðfram járn- brautarleiðinni alla leið til Parísar- horgar, og mörg önnur viðhöfn og heiður sýndur þeim hjónum á leiðinni. I Parísarhorg voru öll blöm og á- vextir þegar horfin af trjánum í hin- um skrautlegú trjágöngum horgarinnar, som alla átti nð uppljóma á kvöl'din, þar sem þau keisarahjónin óku um. En Parísarhiuim varð eigi ráðafátt: J’oii' hjuggu til blóm og ávexti á trén, og uppljómuðu allt með rafurmagns- ljósum, og var þar hin dýrðlegasta sýn. J>eir lýstu og að utan upp Eiffel-turn- inn, sem mun vera nálægt 1000 fet á hæð, með rafurmagnsljósj og var það stórkostlega falleg sjón;og eptir þessu var öll upplýsiug borgarinnar, að minnsta kosti þar sem keisarahjðn- anna var von. Frökkum þótti mjög vænt um það, hvíhka virðingu að keisari sýndi hin- um framliðnu hetjum þeirra og merk- ismönnum, og núlifandi þingskörung- um þeirra. J>að má svo sem nærri geta, að Erakkar höfðu sterkan vörð um keis- ara hvert sem hann fór. En einusinni fór hann frú þeim, og ók með einuni fylgdarmanni til þess að heilsa uppá þingforsetana, sem eigi hafði ver.ið áður ráð fyrir gjört. En forsetarnir voru þá að heilsa drottningunni og því hvorugur heiina. Keisarinn lét samt stöðva vagninn og sendi fylgdarmann sinn nauðugan vilj- ugan uppí hús þeirra, til þess að af- lienda þar nafnmiða hans, en heið einn úti fyrir dyrunum í vagninum á meðan. Lýðurinn þekkti þegar keisara, og þyrptist með mesta fagnaðarópi í kringum vagninn, svo fylgdarmaðurinn ætlaði valla að komast uppí hann í gegnnm mannþröngina, er hann kom. lafmóður ofanúr forsetahöllirini, og; hafði heyrt ósköpin sem á gengu útii fyrir, á meðun hann varð að hlýða boði keisarans og skila nafnmiða hans. En þessi tiltrú keisararis til París- arhúa og hngrekki hans átti svo sem heldur vel við borgarbúa og jök enn þá meir á vinsældir hans. En fylgd- armanni keisarans þótti gott heilum vagni heim að aka með keisarann, og Eelix Faure og þeim sem áttu að gæta lífs keisara, en höfðu tínt hon- um um stund, engu síður, og lofuðui sér því, að passa betur uppá hanir eptir en áður. Banatilrœði er sagt að rússneskir Nihilistar hafi sýnt keisara áður hann fór að heiman, með því að koma. í eigu hans eitruðum glófum. En keis- ara varð það til lífs, að hershöfðingi einn, er átti tal við hann í höll keis- arans, — fór glófavilt, er hann gekk burtu og tók hanzka keisarans í stað sinna, og dó þegar af eitrinu. J>essi saga fer heldur lágt, en ýms útlend blöð úlíta hana þó sanna. Forseti Bandariijanna er kosinn Mac-Kinley, ráðherra, tollverndunar- maður og auðmannagoð. Ritstjóri Bryan féll einsog við mátti búast fyrir mútugjöfum og svikum auðkýfinganna við kjörið. Bryan fylgdi vinnumanna- flokknum og hinum undirokaða atvinnu- lýð. Hinn mikli atkvæðamunur við valið sýnir áþreifanlega ofurvald auð- mannanna þar vestra, því að Bryan var ágætum hæfileikum húinn, og var miklu fremri keppinaut sínum að and- ans atgjörfi, og fylgdi fram rétti lítil- magnanna gego auðkýfmgunum, og því féll hann við kosninguna. Borgarhruni varð mikill nýlega í Peru í Suður-Ameríku, þar sem helin- ingur horgarinnar Quaiaqvil, hrann til kaldra kola. Bréfkafli úr Norður-þingeyjarsýslu — — Færi eg að skrifa fréttir liéðan, yrði það eintöniur eymdar- óður. Að vísu er hér lieilbrigði

x

Austri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/141

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.