Austri - 12.12.1896, Blaðsíða 1
0
Kemur út 3 á mánuðí eða
36 Uöð til næsta nýárs, og
kostar hér á landi aðeins
3 kr., erlendis 4 kr.
Qjalddagí 1. júlí.
Uppsögn skrifleg lundm við
áramöt. Ógild nema kom~
in sé til ritstj. fyrir 1. októ-
ber. Auglýsingar 10 aura
línan, eða 60 a. hverþumg
dálks og liálfu dýrara á 1.
síðu.
VI. ÁR
SEYÐISFIRDl, 12. DESEMBER 1896.
NR. 35'
AMTSBÓKASAENIÐ 4 Seyðisfirði SPARISJÓÐUR Seyðisfj. borgar
er opið á laugard. kl. 4—5 e. m.. 4°/0 vexti af innlögurn.
er einliTer hin elsta og bezta ullarverksaiiðja í Norvegi.
Yerksmiðja þessi hefir liinar nýjustu og fullkomnustu vinnu-
vélar, og er hverri verksmiðjudeild stjórnað af duglegam og æfð-
um verkstjórum, svo verksmiðjan stendur að öllu leyti jafnfætis
öllum slíkum ullarverksmiðjum í Norvegi og erlenais, hæði livað
vörugæði og fljóta afgreiðslu snertir.
Ennþá sem komið er, hefir engin ullarverksmiðja í Norvegi
getað afgreitt vörurnar svo fljótt til íslands sem Sandnæs ullar-
verksmiðja, og eru allir móttakendur varanna mjög vel ánægðir
með verkið á þeim.
Eg hefi til sýnishorn af vefnaðinum, og verðlagsskrá.
Að senda ull til vinnu í þessari verksmiðju er mikill liagn-
aður fyrir menn, þareð allur vefnaður þaðan er bæði ódýrari og
betri en frá útlöndum, og því mæli eg með Sandnæs ullarverk-
smiðju til allskonar idlarvinnu, og ábyrgist eg, að þeir sem senda
þangað ull til vinnu, fái bæði vandaða vöru og fljóta afgreiðslu.
jþess ber að gæta, er mér er send ull, að nafn þess, sem
sendir, sé líka á merkiseðlinum ásamt mínu nafni, til þess að vör-
urnar fari eigi í rugling, þar mér er send ull allstaðar aö hér á
landi, einsog eg bið menn líka að senda mér bréf með póstum
viðvíkjandi því, hvað menn vilja láta vinna úr ullinni,
011um spurningum her að lútandi verður fljótt svaraö, og
upplýsingar slcjótt gefnar.
Nýir umboðsmenn verða teknir.
Seyðisfirði 21. nóvember 1896.
L. J. Imsland.
Aðal-umboðsmaður á íslandi og Færeyjmn.
Þórðnr Eolason.
(Eptír Per Sivle).
Á Stiklastöðum varð stálahríð,
— pví aldir saman þar áttu stríð:
J>að, sem átti’ að dafna,
mót pví, er skyldi hníga;
það, sem átti’ að kafna,
mót því, sem átti’ að stíga.
Búnir gerðum
brugðu sverðum,
hilmir ’inn bjarti, og
hundurinn svarti;
hervopn umdu,
hauður nam skjálfa,
randir rumdu,
rauk úr hreinbjálfa.
En konungs-merkið
hvar komið var,
það vissi’ hann þórður,
er það fram bar.
Með þjóðum geymist
hans þrelc og dyggð,
og aldrei gleymist,
meðan grund er byggð.
þá brjótur randa
fékk banasár,
hann neytti handa
fyr hnígi nár:
með hetju mundu
hann hóf upp stöng
og skaut í grundu
svo skaptið söng.
Og Saga segir,
hann seig í blóð
á Mistarteigi,
en — merkið stóð!
Og þetta sama
skal sérhver gera,
ef merki frama
vill maður bera.
Og bili hendur,
er bættur galli
ef merkið stendur,
þó maðurinn falli.
því Noregs merki,
þú muna átt,
þótt falli’ hinn sterki
skal standa hátt!
M&tth. Joch.
Ferðasaga
HMðþjófs Mansens.
(Úr „Daily Cronicle“).
(Niðm-1.)
lansea, Jackson og1 Payer.
í þessu þriðja bréfi sínu lýsir Nansen
fyrst hinum ágætu móttökum, sem þeir
Johansen fengu hjá Mr. Jackson.
„Við höfðum“, segir Nansen, „fast-
ráðið að fara til Spitzbergen, en við
gátum ekki skilizt við hina ágætu gesta-
vini okkar og við öll þau þægindi og
alla þá gestrisni, er við áttum þar að
mæta, og byrja aptur pílagrímsgöngu
okkar. Yið réðurn því það af að þiggja
hið góða tilboð gestavina okkar og
bíða „ Windivards11 sem var von á á
hverri stundu, og fara svo með skip-
inu aptur heim til Norðurálfunnar.
Eg gleymi aldrei, hvílík unun það var
að koma í heitt bað, þó það væri ó-
mögulegt að verða þar alveg hreinn í
fyrsta skipti, en við fengum þó aptur
einhverja hugmynd um þá ánægju, er
liggur í því að vera hreinn. Og hví-
lík nautn var eigi að koma aptur í
hrein ullarföt og fá góðan miðdags-
verð og góðan kaffibolla og vindil á
eptir, að ógleymdum síðustu ritum úr
hinum menntaða heimi, ofaná allar
góðgjörðirnar. Reyndar voru blöð og
bækur tveggja ára gamlar, en það var
þó alltsaman hreinasta nýnæmi fyrir
okkur; við vorum þarna allt í einu
sem töfraðir mitt inní hinn menntaða
heim. Hver og einn einasti af út-
gerð Jacksons sýndu okkur einstökustu
velvild og kurteisi, er okkur mun al-
drei gleymast“.
Siðan talar Nansen um það sem
rangt er á landabréfum Payers yfir
Eranz Josephs land, sem hann vonar
að fá síðar tækifæri til að lagfæra í
samráði við Payer sjálfan. Um landið
fer hann þessum orðum:
„Áður en við fórum af stað í norð-
urför vora, þá gat eg þess til í fyrir-
lestri nokkrum, að Franz Josephs land
mundi vera einn stór eyjaklasi. potta
er nú fullkomlega sannað satt að vera.
pað eru jafuvel mjög smáar eyjar sem
mynda Eranz Josephs land, og eptir
mínu áliti er þessi eyjabálkur áfram-
hald af Austur-Spitzbergen. pað væri
.mjög merkilegt að rannsaka hinu vest-
læga og óþekkta hluta af Franz
Josephs landi og samband þess við
Spitzbergen. par í milli eru líklega
margar eyjar, sem er vonandi að Jack-
sons útgerðin fái tækifæri til að kanna
og setja á landabréf.
Allur sá hluti af Franz Josephs
landi, er við fórum yfir, var úr stuðla-
bergi. Fyrír löngu síðan hefir það
verið samanhangandi land, sem nú er
sundurskorið af fjölda af fjörðum og
sundum, sem hefir búið til úr landinu
fjölda smáeyja. Eyj ar þessar eru
næstum því allar huldar skriðjöklum,
og það sést aðeins á stöku stöðum á
stuðlabergið niður við sjóinn. Eyjar
þessar ná óvíða 2000 fetum yfir sjáv-
armál og aðeins á stöku stöðum, eru
skriðjöklarnir 3000 fet á hæð. Á suð-
urströnd landsins er leirlag undir
stuðlaberginu sem sumstaðar nær
5—600 fetum á hæð. í þessu leirlagi
fann Dr. Kostnitz í Jacksons-útgerð-
inni, og eg, fjölda steingjörvinga af
ýmsu tagi, en leirlagið er frá Jura-
tímabilinu.
Okkur leið ágætlegahjá Jackson og
félögum hans, og tímann notuðum við
til vísindalegs ferðalags, lesturs, skripta
og undirbúnings til þess að kortleggja
þá leið, er við Johansen höfðum farið
eptir Franz Josephs landi“. En bráð-
um fór þeim að leiðast eptir komu
Y iiidwards, og þegar þeir höfðu beðið
skipsins í mánuð, og ekkert sást enn
til þess, þá fóru þeir að hugsa til
að fara, sem þeir höfðu áður ásett sér,
til Spitzbergen. „Eg var“, segir Nan-
sen, „hérumbil viss um að „Fram“
mundi ná heim til Norvegs í ár, og
þá mundu vinir okkar verða mjög
hræddir um okkur. Og menn mundu
óttast það að við mundum aldrei koma
aptur heim“.
„Eptir að liðnar voru 6 vikur, þá
var eg loksins eina nótt vakinn með
þeim gleðiboðskap af Mr. Jackson, að
nú væri „Windvard“ kominn. pegar
skipshöfnin á ,Windward‘ fékk að vita
það, að við Johansen væi'um komnir
þangað, var þeim fréttum tekið með
þeim fagnaðarópum af skipshöfninni
að við gátum eigi búizt við meiri gleði
yfir apturkomunni hjá löndum okkar.
Bar þessi ánægjaljósan vott um þann
vinahug, er Englendingar bera til
þjóðar vorrar".
„pann 7. ágúst létti ,Windward‘ akk-
erum, og þ. 13. s. m. vorum við komn-
ir til Vardö“. Nansen tekur það fram,
að varla nokkuru norðurfaraskipi hafi
gengið ferðin jafn vel og þægilega, og
hann dáist að þeirri snilld, sem skip-
stjórinn á Windward sýndi í að kom-
ast áfram í gegnum hafísinn og finna
jafnan leið á milli jakanna, þó öll
sund virtust vera lokuð.
„pegar við stigum á land í Nor-
vegi, var það okkar fyrsta spurning
hvort „Fram“ væri heim kominn, og
félagar okkar. Við höfðum verið
hræddir um það allan veturinn og vor-
ið, að „Fram“ yrði fyrri heim en við.
pað létti mikilli áhyggju á okkur, að
frótta það að „Fram“ hafði eigi
komizt heim á undan okkur, svo vinir
okkar höfðu komizt hjá miklum ótta
fyrir afdrifum okkar“.