Austri - 05.02.1897, Blaðsíða 1

Austri - 05.02.1897, Blaðsíða 1
Kemur út 3 á mánuðí eða 36 bloð til nœsta nýárs, og kostar hér á Jaudi aðeins 3 hr., erlendis 4 hr. Ojalddagí 1. júlí. Uppsögn skrifleg lundin við áramót. Ógild nema hom- in sé til ritstj. fyrir 1. ohtó- ber. Auglýsingar 10 aura Hnan, eða 60 a. liver J)uml. dálhs og hálf “ JOrara á 1. r vn. ÁR. öeyðisflrði, 5. Eebraar 1897. RR. 4 AMTSBÓKASAFNIi) á Seyðisfirði SPARISJÓÐUR Sevðisfj. borgar er opið á laugard. kl. 4—5 e. m.. 4°/0 vexti af innlögum. ULLARVERKSMIÐ JA er einhver flin elzta og bezta ullarvertsmiðja í Korvegi. Verksmiðja þessi hefir hinar nýjustu og fullkomnustu vinnu- vélar, og er hverri verksmiðjudeild stjórnað af duglegum og æfð- um verkstjórum, svo verksmiðjan stendur að öllu leyti jafnfætis öllum slíkum ullarverksmiðjum í Korvegi og erlendis, bæði hvað vörugæði og fljóta afgreiðslu snertir. Ennþá sem komið er, hefir engin ullarverksmiðja í Norvegi getað afgreitt vörurnar svo fljött til íslands sem Sandnæs ullar- verksmiðja, og eru allir möttakendur varanna mjög vel ánægðir með verkið á þeim. Eg hefi til sýnishorn af vefnaðinum, og verðlagsskrá. Að senda ull til vinnu í þessari verksmiðju er mikill hagn- aður fyrir menn, þareð ailur vefnaður þaðan er bæði ódýrari og hetri en frá útlöndum, og því mæli eg með Sandnæs ullarverk- smiðju til allskonar ullarvinnu, og ábyrgist eg, að þeir sem senda þangab ull til vinnu, fái bæði vandaða vöru og fljóta afgreiðslu. frnss ber ab gæta, er mér er send ull, að nafn þess, sern sendir, sé líka á merkiseðlinum ásamt mínu nafni, til þess að vör- urnar fari eigi í rugling, þar mér er send ull alletaðar að hér á landi, einsog eg bið menn líka að senda rnér bréf með póstum viðvíkjandi því, hvað menn vilja láta vinna úr ullinni, 011um spurningum her að lútandi verður fljótt svarað, og upplýsingar skjótt gefnar. Nýir umboðsmenn verba teknir. Seyðisfirði 21. nóvember 1896. L. J. Imslaiid. Aðal-umhoðsmaður á íslandi og Færeyjum. ÚTLENDAR FRÉTTIR. —o— Danmörk. Akuryrkjumálaráðgjafi Sehested, hefir borið upp pau pörfu nýmæli [ í ríkisdeginum, að séð yrði um, að útvega purrabúðarmönnum til sveita smájarðir til kaups, allt upp að 4000 kr. A kaupandi að greiða xj5. hluta anfivirðisins, en lánsstofnun purrabúðarmanna helmingiim af pví andvirði er þá er eptir að borga gegn fyrsta veðrétti í jarðeigninni, en ríkis- sjóður hinn helminginn mót öðrum veð- rótti. Norvegur. Björnstjerne Björnson hefir nýlega haldið eina af pessum miklu og hrífandi ræðum sínum á Volabrú í Guðbrandsdalnum, um deilu- efni Norðmanna og Svía, — fyrir múg og margmenni, sem liann hreif alveg með hinni miklu mælsku sinni, og voru fundarmenn ræðumanninum alveg sam- dóma um, að Norðmenn hlytu að halda kröfum sínum, um sérstaha verzlunar- erindsreha og sérstahan norshan utan- ríhismálaráðgjafa, fram til streitu, og aðNorðmenn skuli leggja alla áherzl- una á pað í sumar við kosningarnar til Stórpingsins, að kjósa einungis pá rnenn á ping, er lofast til að fylgja peim málum fast fram á pingi, livað svo sem Óskar konungur og Svíar segja, pví ella séu Norðmenn undir- lægjur Svía, og pað sé ópolandi til- liugsun, enda standi landinu fyrir prif- um og framförum; en einkum óttaðist B. B. fyrir pví, að Norðmenn mundu dragast inní ófrið með Svium við aðr- ar pjóðir, ef peir hefðu lengur sam- eiginlegan utanríkismálaráðgjafa. Hinn frægasti myndasmiður Norð- manna, Sinding, er nú að mynda líkn- eski peirra höfuðskáldanna, Henrik Ibsens og Björnstjerne Björnsons, er eiga að standa fyrir framan hið nýja leikhús Norðmanna í Kristianíu, og verða báðar pessar myndir í risastærð. Auðmaðurinn konsui Heiberg ætlar að gefa pær, og er pað sjaldgæft, að reistar séu myndir af mönnum á meðan peir lifa enn sjálfir. Rússland. Studentar hafa gjört töluverðar óspektir í Pétursborg og Moskovv, og hafa nokkur hundruð peirra verið settir í höpt, en verður pó liklega sleppt aptur innan skamms. Svo er ráð fyrir gjört, að keisari og drottning hans fari alla leið austur til Wladiwostock, er síberiska jám- brautin er fullgjör austur að Kyrra- hafinu -- til að vígja par hátíðlega pessa miklu j^rnbraut, og eiga peir Kínverja- og Japanskeisarar og kon- ungurinn á Korea, að vera par við- staddir pau hátíðahöld. En síðan ætla hin rússnesku keisarahjón að heimsækja pessa stórhöfðingja í höf- uðborgum peirra. Og verða öll pessi hátíðahöld haldin með austurlenzkri dýrð og viðhöfn. 'R-ússar flýta nú sem mest mega fyrrr byggingu pessarar síberisku járn- brautar, síðan að gullið fannst í grennd við Baikalvatnið. Fyrir skemmsta var Bússakeisari á gangi útí aldingarði hallar sinnar, og beuti pá garðyrkjumanni einum til við- tals við sig. En er garðyrkjumaður nálgaðist keisara, kváðu viá' skot frá lífverði keisarans, sem ekki hafði séð bendingu hans til mannsins til pess að koma til viðtals við sig, og héldu peir að petta væri einhver Nihilistinn, — og féll garðyrkjumaður dauður niður. I»ar er ekki svo óskemmtilegt að vera í vinnumennsku! Búlgaria. I fyrra var pess getið hér í Anstra, að Búlgarar myrtu ein- hvern sinn duglegasta mann, Stambu- loff, á alförnum vegi í höfuðborginni Sofia, og komust morðingjarnir uudan, en Stámbuloíf lifði svo lengi, að hann fékk sagt konu sinni, hverjir morðingj- arnir væru, og bverjir að hefðu leigt pá til pessa níðingsverks, er hann kenndi furstanum og ráðaneyti hans. Nú hefir náðst í einhverja af peim, sem voru viðriðnir morðið, og hefir stjörnin til pess að sýnast óvilhöll, látið setja pá i höpt og rannsaka málið að nafninu til og yfirheyra fjölda vitna, sem lítið sem ekkert hafa getað sannað morðinu viðvíkjandi. Síðast átti að yfirheyra ekkju Stam- buloffs, en hún neitaði að bera vitni í máli pessu, er hún kvað aðeins liafið til málamynda til pess að skýla glæpi peirra sönnu morðingja, er höfðu leigt pessa stigamenn til pess að drepa mann hennar og síðan sleppt peim, og væru nú að yfirheyra pá eina, er lítt hefðu verið riðnir við petta níðíngs- verk, og mundu heldur engan pungan áfellisdóm fá, er allir hinir sönnu morðingjar slyppu. Enda sýndu dómsúrslitin pað, að frú Stambuloff hafði satt að mæla, pví flest’r af hinnm ákærðu voru sýkn- aðir, og aðeins 2 dæmdir í fangelsi, en peir munu vafalaust verða bráðum algjörlega náðaðir. England. Gjörðardómssamningurinn milli Euglands og Bandaríkjanna, segir Lúndúnablaðið, „Daily Cronicle" að hljóði pannig: „1. þær skaðabótakröfur, er ekki eru hærri en 1000 pund, skulu lagðar í gjörð 2 lagamanna, er England velur, og pess 3. er Bandaríkin velja, sem allir velja svo oddamanninn, ef ágrein- ingur verður. 2. Stærri kröfur skal leggja fyrir pannig valinn dómstól, og er gjörð peirra endileg, ef peir eru allir sam- dóma, en sé pað eigi, geta báðir skot- ið málinu til yfirgjörðar, ogvelurhvort landið fyrir sig í hana 2 lagamenn, er velja sér sjálfir oddamann, og er gjörð meiri hlutans endileg. 3. Öll landaprætumál skal leggja í gjörð sex manna, og velja Englendingar 3, og Bandaríkin 3, og er sú gjörð endi- lef, er 5 gjöra, pó einn peirra sé ósamdóma. En sé meiri athvæðamun- ur, geta málsaðilar neitað gjörðinni. En pá skal leita miðlunar hjá ein- liverri óvilhallri útlendri stjórn. 4. Ef lögfræðingunum kemur eigi saman um kosninguna ú oddamanni í hinum tveim fyrstu tilfellum, pá eiga hæsturéttir beggja landa að tilnefna oddamanninn. 5. En komi réttum pessum eigi saman um kosninguna, pá skal Svía- og Norðmannakonungur velja hann. 6. Gjörðardómssamningur pessi á að vara í 5 ár, og má pá segja hon- um upp með 12 mánaða fyrirvara“. Eriðpjófur Nansen var væntanlegur til Lundúnaborgar p. 3. p. m.. þann 5. p. m. ætluðu 130 höfðingjar að halda honum veizlu í „Royal societies club“, 7. „einn hetri miðdagsmatur“ hjá Malkham, forseta landafræðis- félagsins, 8. hátíðleg móttaka Nansens. Og svo ætlar landfræðingaklúblmr- inn að halda pann dag Nansen stór- veizlu, og verða i henni bæðí prinzinn af Wales og hertoginn af York, elzti sotiur hans. Á eptir peirri veizlu á að halda stórefiis fund í „Albert Hall“, par sem að eiga að vera viðstaddir 7—10,000 manns, og setur prinzinn af Wales fundinn, og fær pá Nansen gullmedalíu, sem er prisvar sinnum stærri en pær venjulegu. Yerður Nansen að líkindum ósvangur pessa dagana! Voðalegur atburður. Síðast í növ- ember kom herskipið „Uraguay" inn til borgarinnar Montevideo í Suður- Ameriku, og hafði í eptirdragi hrigg- skipið „La Santana", er pað hafði fundið á reki út í hafi, og virtist pað vera pá mannlaust. Kapteinuinn á herskipinu lét nú nákvæmlega rannsaka skipið, og fannst pá skipsdrengurinn niðrí farmrúminu, par sem haim hafði falið sig, og var hann pá nær dauða en lífi fyrir hung- urs sakir, og sagðist honum svo frá:

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/141

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.