Austri - 10.07.1897, Blaðsíða 1

Austri - 10.07.1897, Blaðsíða 1
Kemur út 3 á mánuðí eða 36 blöð til næsta nýárs, og kostar hér á landi aðeins 3 kr., erlendis 4 kr. Ojalddagí 1■ júlí. VII. AR. Seyðisflrði, 10. júlí 1897. AMTSBÓKASAFNIÐ á Seyðisfirði er opið á laugard. kl. 4—5 e. m.. Hraðfréttaþráðurinn ætti að liggja í land liér eystra. Vér gátum pess í 17. tbl. Austra, að bið stóra norræna hraðfréttafélag ætlaði sér að leggja bráðum hraðfrétta- práð hingað til tslands, og að óskandi væri, að þráðurinn kæmi úr hafi ein- hversstaðar hér á Austurlandi. 1*30 má nú ganga út frá því sem sjálfsögðu, að féiagið vilji vinna hæði Dönum sjálfum og okkur íslendingum sein mest gagn með hraðfréttaþræðin- um. En það mundi það einmitt gjöra með því að leggja þráðinn hér í land á Austurlandi, auk þess sem héðan er stytzt sjóleið til Færeyja, þaðan sem þráðurinn sjálfsagt verður lagður til Islands. Hér á Austurlandi hefir nú í mörg ár verið mesta fiskiaílapláss landsins, þar sem mörg hundruð sjómanna hafa streymt hingað frá Suðurlandi og Pæreyjum á hverju vori, og verið hér til fiskjar allt sumarið, og nú lítur út fyrir, að þessar fiskiveiðar hér við Austurlandið muni stórum aukast, ein- mitt frá Danmörku, þar sem í vetur er í Kauþmannahöfn stofnað all-stórt fiskiveiðafélag, er ætlar að veiða hér við Austurland á gufuskipum, og er þegar byrjað á því úthaldi í sumar héðan frá Seyðisfirði, sem síðar mun getið hér í blaðinu, og er svo ráð fyrir gjört, að auka þessa fisldgufuskipa-út- gjörð að miklum mun á næsta sumri. En hvílíkur hagur fiskurunum og fiskikaupmönnum yfir höfuð, og sérí- lagi þessu nýja fiskiveiðafélagi, væri að hæguni aðgangi til þess að nota hraðfréttaþráðinn, liggur í augum uppi. Hér á Austurlandi eru líka hin stærstu síldarveiðaúthöld landsins. En þeim veiðiskap er þannig háttað, að það er þvinær ómögulegt að byrgja S18 svo af tunnum, salti, nótum og flutningsskipum, að ekki geti eitthvað vantað af einhverju þessu, þegar mest á ríður, því hvergi giidir það meira en við síldarveiðina, að geta notað sér sem bezt tækifærið, og „grípa gæs- ina meðan hún gefst“; og það er alveg óútreiknanlegt, hvað mörgum tugum þúsunda króna síldarútvegsmennirnir hafa hér tapað á þvi, að hafa ekki hraðfréttaþráð við liendina til þess samstundis að geta pantað pað frá útlöndum, er þá í þann svipinn kann að van'naga um. Er það og augljóst, að landssjóður hefir og hér við tapað miklum tekjum, því svo drjúgur hefir honum verið útflutningstollurinn af fiski og síld þéðan frá Austurlandinu á síðari árum, og mundi þó hafa orð- ið mun hærri af síldinni, hefði hrað- fréttaþráðinn eigi svo meinlega vantað. Hér við Austurland liggur líka mesti fjöldi frakkne»kra og enskra fiskiskipa allt vorið og sumarið, sem sjálfsagt mundu nota drjúgum hraðfréttaþráð- inn, ef hann lægi í land hér á Aust- urlandi. Nú höfum vér h’eyrt, að veðurfræð- isjélögin vilji þvi aðeins styrkja þetta fyrirtæki með fjárframlögum, að hrað- fréttaþráðurinn verði líka lagður til nyrztu hluta 'Norðurlandsins, liklega til Grímseyjar, þar sem þau um lang- an tíma hafa haft veðurfræðisrann- sóknir, sem hafa þótt all-merkilegar. J>areð nú ersjálfsagt að hraðfrétta- þráðurinn hafi sínar aðalstöðvar hér á landi í Reykjavík, þá er spursmálið, hvort kostnaðarminna sé fyrir lirað- fréttafélagið að leggja þráðinn norður úr Réykjavík eða héðan að austan, og getur enginn vafi á því verið, að miklu ódýrara verði að leggja þráðinn héð- an til Akureyrar, annaðhvort frá Seyð- isfirði eða Eskifirði, heldur eu alla leið sunnan úr Reykjavík þangað norður, með því það er miklu lengri leið en héðan að austan, þar varla getur kom- ið til nokkurra mála að legf ja þráð- inn beina leið yfir óbyggðir frá Reykja- vík til Akureyrar, en héðan að aust- að gæti þráðurinn legið hérumhil bcdna leið til Akureyrar yfir Rjöllin, sem eru víða byggð. Til þessara athugasemda vorra von- um vér að hið háttvirta alþingi taki tillit, er það í sumar fer að lik- indum að semja við umboðsmann hrað- fréttafélagsins, og reyni til þess að fá hraðfréttaþráðinn lagðan upp hing- að til Austurlandsins, því annars er eigi ólíklegt, að landssjóður þurfi sjálf- ur innan skamms að kosta fréttaþráð lagðan hingað austur, svo vér Aust- firðingar fáum að njóta jafnréttis við hina landsfjórðungaua, og komast eins og þeir í hraðfréttasamband við íit- lönd. Vitabyggingin á Anstnrlandi. —o— í sumar byggir landssjóður upp vit- ann á Garðsskaga og nýjan vita fyrir innan Reykjavík. Auk þess allstóran vita á Gróttutanga á Seltjarnarnesi og ljósker var áður á Engey, auk hins mikla vita á Reykjanesi, svo vitaþörf- inni við Eaxaflóa sýnist fyrir hið fyrsta sæmilega fullnægt, og innsiglingu til höfuðstaðarins allvel borgið, og fer vel á því. En nú er vitanlega miklu meiri sigl- ing hér upp til Austurlandsins á haust- in og veturna en nokkru sinni til Reykjavíkur um þann tíma ársins, og hún mjög arðsöm fyrir landssjóð, þar það einkum eru síldarveiðaskip sem koma hingað að áliðnu sumri og langt fram á vetur, þegar mest er vitaþörfin fyrir sjófarendur. Og þó hefir ekkert heyrzt um það, að landsstjórninni hafi komið til hugar, að byggja hór vita á Austurlandi til þess að vísa þess- um ágætu mjölkurkúm sínum, síldar- veiðaskipunum, á básinn sinn, og létta undir liina hættulegu landtöku með þeim, á hinum climmu haustnótturn og í vetrarhríðunum. Heldur hefirhún lát- ið sér, blessuð, nægja að þiggja vel búinn vita á Dalatanga að gjöf af privatmanni, en að öðru leyti setið hjá í þessu máli og haldið að sér höndum; aðeins reist hvern vitann á fætur öðrum við hinn ávetrum fásiglda Eaxaflóa. Og alla þessa vita við Paxaflóa hefir vel að merkja allt ís- land kostað bygginguna á, en ekki Reykvikingar né Eaxaflóamenn einir. Kemur hér þá svo augljóst fram: þessi fjárdráttur til Reykjavíkur og kringumliggjandi héraða, sem vér í grein vorri i síðasta tbl. Austra vör- uðum við, — og gleymska á jafnrétti og þörfum annara hóraða landsins, sem endilega verður nú að leiðrétta strax á þessu þingi. J>ví vitinn á Dalatanga getur sem vonlegt @r, ekki nægt sem landtökuviti, þar hann lýsir of skammt til þoss frá sér, þó að hann að mörgu leyti sé mjög hentugur, það sem hann nær til. Hann er og nokkuð norðar- lega fyrir þau skip er leita landsins hér eystra, þar sem þau flest munu taka stefnu á Skrúðinn og hin ein- kennilegu fjöll norður af honum, inn til landsins, er svo gott er að þekkja, þó sigi rofi nema lítið fyrir þ@im. En rétt norður af Skrúðnum er Seley, sem mörgum sjófróðum mönnum kem- ur saman um að hentugust muni höf- uðvita-stöð hér austanlands, en innaf henni gengur Reyðarfjörður með Eski- firði útúr, en á þeim fjörðum hefir aðal-síldarveiðin verið öll hin síðustu árin, nema í fyrra. Er oss kunuugt um, að herra sýslumaður A. Y. Tul- iníus hefir safnað fjölda vitnisburða hinna merkustu skipstjóra, þessu máli viðvíkjandi, er allir sanna það, að það sé nauðsynUgt, að byggja hér fyrir Austurlandi, sem fyrst, göðan land- tökuvita með þokulúðri, og að hentug- asti staðurinn til vitabyggingarinnar sé Seley. þ>að sagði oss og fyrir nokkr- um árum hinn þáverandi Directör. hins sameinaða gufuskipafélags, Oommandör Normann, að svo framarlega að það kæmi góður viti á Austurlandi, mundi gufuskipafélagið sjálfsagt láta gufuskip sín koma þar líka við á vetrum, sem væri mjög mikill hagnaður fyrir Aust- urland, og jafnvél Norðurland líka, er ætíð fær allar útlenda.r fréttir miklu fyrr héðan en Irá Reykjavík, eins og líka gufuskipin opt mundu geta fengið síldarhleðslu héðan, þá lítið er um flutning til útlanda úr Reykjavik. Yér höfum áður tekið það fram, hvílíkan beinan hagnað landssjóður hefði af síldarveiðunum, auk þess sem þær útvega fjölda manna ábatassma vinnu um hávetrar tíma.nn, og því er það sannkölluð heimska og sýnilegt, að hlynna ekki sem bezt að svo þörf- Uppsögn skrifieg hundin við áramót. Ógild nema kom- in sé til ritstj. fyrir 1. októ- ber. Auglýsingar 10 aura línan, eða 60 a.hverþuml. dálks og hálfu dýrát a á 1. síðu. NR. 19 um atvinnuvegi með því að greiðá fyr- ir sigíingunni til landsins með góðum vita á Seley, eður á öðrum hentug- um stað. Loksins finnst oss það all-þungt samvizku-spursmál fyrir landsstjórnina og alþingi, að taka þegjandi við öli- um ábatanum af síldarveiðunum, en vanrækja hvert árið fram af öðru, þá siðferðislegu skyldu, að tryggja líf sjómannanna með góðum landtöku-vita. Að endingu skulum vér leyfa oss að taka það hér fram, að Austfirð- ingar leggja svo drjúgum fé í lands- sjóð, en hafa til þessa tíma tiltölulega lítið úr honum fengið, að það er ekki nema afborgun á mikilli skuld sjóðs- ins við þá, þó iandssjóður byggði nú vita hér, sem líka er svo bráð-nauð- synlegur fyrir mikilsvarðandi atvinnu- veg, er eykur drjúgum tekjur lands- sjóðs og til tryggingar lífi sjófarenda. Skorum vér því sérílagi á þingmenn vor Austfirðinga, að halda nú mál- inu fast fram þegar á þessu alþingi, og vonum vér, að allir hinir vitrari og sanngjarnari þingmenn sjái svo hagsmuni og sóma þjöðarinnar, a.ð þeír fyigi binum austfirzku þingmönn- um vorum fast að þessu máli. Gæt- um að því, að þetta mál befir fólgið í sér stórmikið mannúðarspursmál gagnvart sjófarendum, er engri þjóð, er menntuð vill heita, tjáir annað en sinna, og það sem allra fyrst. ]i>að höfum vér og áður heyrt, að betra mundi vera að hafa Blikvita (Blinkfyr), er kastar ljósinu lengra frá sér, en stöð- ugt brennandi viti. En um það er bezt að láta vitafræðinga dæma, eins og lika um hver staður muni hentug- astur að reisa vitann á. Hvað kostnaðinum við vitabygging- una viðvíkur, viljum rér að endingu að eins geta þess, að svo lítur út, sem landssjóður hafi ábata á Reykjaness- vitanum. Hér fer á eptir álit tveggja hinna merkustu skipstjóra, er vér áttum kost á að ná til nú í svipinn. * * * Seyðisfirði 3. júlí 1897. Til herra cand. phil. Skapta Jðsepssonar ritstjóra „Austra“. Eptir ósk yðar, herra ritstjóri, leyfi eg mér hérmeð að láta i ljósi við yð- ur skoðun mína um, hvort æskilegt sé, að viti verði byggður á Seley. þ>að mundi hafa mjög mikla þýð- ingu fyrir siglingar við austnrströnd íslands, að landtökuviti fengizt reist- ur þar. A svæðinu milli Seyðisfjarðar og Beyðarfjarðar, sem eru stærstu firð- irnir, mundu menn helzt kjósa Gerpi, austasta höfða á Islandi, til að byggja vitann á, ef menn ekki tækju tillit til mögulegleika og kostnaðar. En af því menn verða að álíta, að það sé mjög rniklum erfiðleikum bundið að

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/141

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.