Austri - 19.10.1897, Blaðsíða 2

Austri - 19.10.1897, Blaðsíða 2
NB. 29 ÁtJSTfll. 114 tækifæri til þess að lengja dálítið þingtímann með rifrildi við ráðgjaf- ann. En hingað til hafa konungsfull- trúarnir á pinginu ekki verið svo hör- undssárir fyrir skeytum pingmanna, að pað sé nema barnaskapur einn að ætla pað að fáðgjíifinn, sem hefir ráðaneytið danska að bakjarli, og sitnr mestan hluta ársins niðrí Kaupmannahöfn — mundi verða auðmjúkur pjónn pingsins! En hvað ábyrgð ráðgjafans á stjórn- arathöfninni snertir, pá mundi hún í reyndinni vera meira í orði en á borði, par sem hinn danski ríkisréttur mundi eiga að dæma syndir ráðgjafans, sem opt mundi pá vera fremur Dönum í vil, og pví sjálfsagt, að hann fengi syndakvittun hjá ríkisréttinum. Og pó nú aldrei nema hæstiréttur skyldi dæma um málið, pá er svo eðlilegt, að skoðanir hans yrðu frem- ur dansliar en íslenzkar, og að vér mundurn engan sérlegan talsmann eiga par sem hæstiréttur skyldi dæma um möguleg afglöp ráðgjafans. En pó er sá ókosturinn verstnr á pessu tylliboði dr. Valtýs og ráðgjaf- ans, að með pví lögfestum vér mál vor við ríkisráð Dana og lögleiöum það, er áður hafa verið óJög samkvæmt stöðulögunum og stjórnarskránni, að mál vor skyldu borin upp í ríkisráði • Dana, svo að pví leyti er petta tilboð hið hættulegasta fyrir sjálfstæði lands- ins; pví annað er, að neyðast til að pola óréttinn, og annað að sampykkja hann, er mætti vera meira en meðal flónska,pareð bæði stöðulögin ogstjórn- arskráin lögheimila oss fulla sjálfstjórn í vorum sérstöku landsmálum, og bana- tilræði væri pað við frelsi landsins, pví bæði dr. Valtýr,landshöfðinginn og ráð- gjafinn hafa látið pað í Ijós, að petta væri hið endilega tilboð stjórnarinnar, til samkomulags og tilsíökunar! og par með yrði stjórnardeilunni að vera lokið. Að sönnu hefir pað verið sagt, að liægt væri að hefja nýja stjórnarbar- áttu, strax á hinum næstu pingum. En pá stöndum vér Islendingar svo miklu verr að vígi en nú, er ráðgjaf- inn hefir í samráði við hina embætt- isbræður sína í ríkisráðinu tekið pað skarpt fram, að með pessu tilboði dr. Valtýs og ráðgjafans, yrði stjórnar- deilunni að vera lokið, sem er hætt við, að vér verðum álitnir að hafa gengið að, ef vér föllumst á tilboðið, að mirinsta kosti mundi pað vera fært fram, sem lagaátylla til að neita 'oss um allar nýjar kröfur. það er jafnan hið mesta voðaspil fyrir lítilmagnann að gefa hinum sterkara tauminn slak- an. Og enn er ótalinn einhver versti og stærsti ókosturinn á pessu Valtýs frumvarpi, að pað gengur pvert ofaní alla vora stjórnarbaráttn sem hefir miðað að pví, að gjöra stjórnina inn- lenda. En petta frumvarp lögfestir hana niðurí kongsins Kaupmannahöfn og dregur petta litla sjálfsforræði, er vér pó höfum í einstökum málum útúr landinu; pví sá ráðgjafi sem skilur og talar íslenzku, mundi draga flest mál undir sinn úrskurð niðrí Danmörku. Mannlegu eðli er svo varið, að oss pykir jafnan girnilegt að ráða sem mestu, og pað hefir án efa hingað til aukið úrskurðarvald landshöfðingjans, að hinn ókunni ráðgjafi, er ekki skildi einu sinni málið, átti svo örðugt með að setja sig inní mál vor, er hann pví varð feginn að fela landshöfðingja úr- skurðarvaldið í, eða fór pá beinlínis eptir tillögum hans, sem ekki parf framar að eiga sér stað, er hann er sjálfur Islendingur. Eerðir ráðgjafans hingað heim ti íslands yrði pví að öllum likindum all-heppileg smalamennska á málum vorum út yfir pollinn til úrslita í hinu danska ríkisráði! Vér Múlsýslingar hljótum pví að vcra pingmönnum vorum pakklátir fyrir, að peir gengu eigi að pessu tylli- boði doktorsins og ráðgjafans, pví pá mundu peir hafa brugðizt tiltrú kjós- enda sinna,, er jafnan hafa valið pá menn á alpingi, er hafa fast fylgt fram sjálfstjórnarkröfum landsins. Og sízt pekkjum vér pað til Múlsýslinga, að peir muni nú reynast peir vindhanar, að breyta svo margra ára skoðun sinni í stjórnarskrármáli voru, að peir færi nú að taka pvilíku tilboði og vansæma svo sjálfa sig og stjórnarbaráttu vora og æfistarf beztu manna landsins, en gjöra okkur Islendinga og kröfur vorar að athlægi í augum annara pjóða. Og pá leið, að halda fast við innlenda stjórn, er vonandi, að öll pau kjör- dæmi landsins fari, sem láta sér annt um framtíð og heill og sóma pjóðar- innar, pegar til nýrra kosninga kemur, hvort sem pess verður lengra eða skemmra að bíða. En pá kemur pað spursmál til and- svara, hvaða veg pjóðin skuli nú halda til pess að fá sem innlendasta stjórn og sem líklegastur sé til pess að geta safn- að allri pjóðinni, eða í öllu falli tölu- verðum meiri hluta hennar til sam- vinnu og einingar, og sem fullnægi rétt.mætum sjálfstjórnarkröfum lands- ins, og hafi pó líkindi til að ná sam- pykki stjórnarinnar ? Alpingi hefir, allt ofan frá pjóðfund- inum 1851, búið til fjölda mörg frum- vörp, er öll miðuðu að pví, að koma á innlendri stjórn í landinu, og er pá að velja í milli peirra, pað sem fullnægir kröfum vorum, og hefir pó mest líkindi til að ná sampykki stjórn- arinnar. Yirðist oss pá frumvarp miðlunar- manna á alpingi 1889, vera líklegast til pess að fullnægja kröfum vorum án þess að mæta ósigrandi mótspyrnu í hinu danska ríkisráði. J>að frumvarp er sniðið eptir stjórn- arháttum Canada. Skal konungur, samkvæmt pví, skipa hér á landi jarl eða. landstjóra, er hafi framkvæmdar- valdið á hendi í umboði konungs, með ráðgjöfum sér við hlið, er beri ábyrgð gjörða sinna, og dæmi pá landsdómur. En til pess að ganga ekki of nærri forréttindum konungs og gjöra frum- varpið aðgengilegra fyrir Dani, pá ákvað frumvarp petta, að ráðgjafi skyldi sldpaður við hlið konungs í Dan- mörku, er gæti fellt úr gildi pau lög, er jarlinn eða landsstjórinn hefir sam- pykkt, eins og tíðkast í hinum ensku nýlendum, par á meðal Canada, sem pykir hafa mjög frjálslegt stjórnar- fyrirkomulag, og aldrei hefir orðið par að dfeiluefni, og mundi heldur eigi hér, jví pað er óhugsandi, að konungur færi að beita pvílíkum ónýtingarrétti nema brýnasta nauðsyn krefði, pví ef l’arið væri að beita honum, mundi hann gjöra alla stjórn í landinu ómögulega, en pað er engum heilvita manni ætl- andi. fað er líklegt að Danir unni oss pessa fyrirkomulags, sem svo vel hefir gefizt í hinum mörgu nýlendum Englendinga um heim allan, og hin danska stjórn hefir 1867 sjálf stungið uppá líku fyrirkomulagi, og einhver peirra stjórnvitrasti maður, biskup Monrad, verið pví meðmæltur. Dönum er svo tamt að telja ísland nýlendu, (Coloniu), svo pað er ekki nema sennilegt, að peir vildu veita oss pá nýlendustjórn, er algengust er, og bezt hefir gefizt um heim allan, pví hvergi mun nú meiri uppgangur pjóða, en einmitt hjá peim, er hafa pvílíka stjórn, svo sem Canada og ríkjunum i Eyjaálfunni. En Danir hafa svo margt vel til okkar gjört, einmitt á pessum síðustu árum, að vér getum ekki ætlað peim pann lúalega hugsun- arhátt, að varna oss til lengdar peirr- ar stjórnar, er kemnr landihu bezt og mestar líkur eru til, að stvddi bezt að framförum pess. Frelsishreyfingin eykst nú óðum f Korðurálfunni, stórt og voldugt lýð- veldi er fyrir nokkru endurreist á Erakklandi, og fleiri pjóðir gjöra sig líklegar til pess að fara að dæmi Erakka, hinn rússneski einvaldur gjör- ir samband við lýðveldið og lætur syngja yfir sér her- og lýðstjórnarsöng Frakka, frjálslyndi flokkurinn á pýzka ríkispinginu mannar sig upp og bann- ar keisaranum að prengja að frelsi pegna sinna, enginn danskur maður treystist nú lengur til að brjóta grund- vallarlögin og gefa út bráðabyrgðar- fjárlög (provisorium), hinir frjálslyndu pingmenn fjölga óðum á ríkispinginu, öll stefna timans ber óðum fram til meira frelsis og sjálfstjórnar, sem hlýtur og að koma málstað vorum ís- lendinga til góðs og læra stjórnarbar- áttu vora nær sigrinum, ef vér ekki sjálfir preytumst, sem væri pví sorg- legra, sem vér höfum nú haldið út í meira en hálfa öld og að öllum lík- indum eigum nú skamma stund sig- ursins að bíða. En pað var sízt að furða sig á pví, pó oss Islendingum veitti örðugt að koma stjprnarbótarmáli voru áfram, er vér vorum svo óheppnir, að eiga að sækja pað i hendur hinni römmustu apturlialdsstjórn, er nokkru sinni hefir setið að völdum í Danmörku, er fót- um tróð í mörg ár grundvallarlög sinnar eigin pjóðar. En petta fer nú allt batnandi, frjáls- yndari ráðgjafar koma að öllum lík- indum bráðlega til valda, og ríldserf- inginn, Eriðrik, er sagður fremur frjáls- lyndur og réttsýnn, en faðir hans er nú orðinn maður háaldraður, svo rik- isstjórnar Eriðriks krónpiinz, verður varla langt að bíða. En pá er enn eptir hið pyngsta verkið, og pað er, að koma einingu og samhuga fylgi áhjá pjóðinni sjálfri og úingmönnum hennar, sem svo sorglega íefir brostið á síðan foringi hennar, Jón Sigurðsson frá Kaupmannahöfn, féll frá, og hríðversnað síðan nafni hans frá Gautlöndum og Einar í Nesi létust. Sundurlyndi og sérdrægni eyðilagði lið forna lýðveldi landsins, og pað lítur pví miður svo út, sem pað ætli líka að hamla pví, að landið fái pá stjórn, er líklegust er pví til framfara. Til allrar hamingju féllu bæði frum- vörpin á alpingi í sumar, og teljum vér pað mikið happ, pví hvorugt peirra veitti oss pað sem öll stjórnardeilan hefir nú staðið um í meira en hálfa öld; innlenda stjörn, sem allir vorir forvígismenn í stjórnarbaráttunni hafa jafnan krafizt og pjóðin sjálf sam- Pykkt með kosningum sínum, par til nú í sumar, að mikill hluti pingmanna gefur sig alveg uppá gat í stjórnar- skrármálinu, flaðrur að fótum hinn- ar dönsku stjórnar og kastar öllum sjálfstjórnarkröfum landsins útbyrðis, að Jornspurðum vilja /cjösenda sinna, sem margir hafa sent hina „rauðustir‘ pingmenn á alpingi, er ekki hafa einu sinni getað látið sér nægja frumvarp alpingis frá 1889, með al-innlendri stjórn, ráðgjafaábyrgð og landsdðmi. Alítum vér petta frumvarp einna líklegast, af peim frumvörpum, sem fullnægja sjálfstjórnarkröfum landsins, til pess að geta safnað pingmönnum vorum til fylgis við pað. Og pað pví heldur, sem margir af peim sitja nú á pingi, sem voru með frumvarpinu, og par á meðal 3 konungkjörnir pingmenu; en kjördæmi pau, er jafnan hafa sent hina lcröfufrekustu pingmenn til alpingis, gjöra sér varla pann ósóma, að éta nú nllt ofaní sig, með pví að senda nú á ping pá menn, er gefið hafa upp allar sjálfstjórnarkröfur landsins, og fleygt sér endilöngum fyrir fretur Dana. Fylgjum þvi allir frumvarpinu frá 1889 sem einn maður! f Hólmfríður Magnúsdóttir frá Grund. Dáiu 13. maí 1897. — o— Á miðju vori mökkur kom úr ajó svo morgunsólin varð aö feigðarroöa, og blómsins visir bliknaði' upp og dó en bál og stormur fyllti jörð með roða. Og ferðamóði fuglinn skalf og draup er frost og gadd hann sá í kæru leyni; og lóan kalin kveljur þungar saup og kúrði sjúk og hungruð undir steini. -En, Guð' sé lof, sá bylur færðist fjær og fegri stundir glaðar raddir boða, því sigurfáni sólareldsins slær á sjó og grundu nýjum lifsins roða. Svo þar sem fyrri allt var neyð og ís er eintömt fjör, á grund, í dal og runni hver fönix upp af ösku sinni rís mcð eld und væng og sólarljóð á munni, Á Grund? — Nei, hér eg sé'éitt lilju lík. Hver ljær nú krapt að standa fyrir svorum? 0 lilja Guðs, svo ijúf, svo vonarrík, ó líttu upp með náðarorð á vörum! — Hún þegir — þegir — þegir - svarar þó. hvað þylurð’ oss, ó helga Hrottins lilja? — ,.pá sólin kom, til sælu Guðs eg dó — eg sef—eg sef—eg sef að Drottins vilja“. Haf þökk! Eg skil — eg skil þig,föivablóm, eg skil svo mínir hjartastrengir titra; þú talar hærra hverjum lúðurhljóm. Á hreinum vörum leynast orð hins vitra. En djúpt er orðið — Dauðans leyndarmál —; nei, Drottins orðið, skráð á þessumvörum: Ef þér ei ráöið ríki barns og sál, þér’ráðið aldrci fyrir Dauðans svörum. En kæra bam, þú kveður dajiran !und, því kvíði’ og angur fylgir maniisins dómi; hvcrt gras varð hjóm, livcrt gul! varð dökkt á Grund. cr gullið þinna hvarma dó i tómi. Svo kom þú sól! og kvcyk oss ljós úr ís með kærleik Guðs í þossum fölva runni og seg: hver fönix upp úr ösku rís með eldsins flug og ljóð á vígðum munni! M. J, ______ - /-UáW , . vrs

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/141

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.