Austri - 11.11.1897, Blaðsíða 2

Austri - 11.11.1897, Blaðsíða 2
NR. 31 AU8TBI. 122 lokið á pingmennsku peirra: ,.að þcir hafl flœmzt í ráðleysi sinn 1 hvora áttina og alið þvaðrið, rifrildið og hringsölið, til þess að eyða fé og kröptum þjóðannnar“. Og pessa'fpingmenn hafa kjósend- nrnir hvað eptir Jannað endurkosið sem sína beztu og vitrustu ipenn til þing- setu. pykir kjósendunum engu vert að lauha svo glæsilega lýsingu á þeim og þingmönnum þeirra? Ætli ritstjóri Bjarka, meðfram því að níða Austra og ritstjóra hans, — sé kom- inn hingað til að ata sauri vora beztu menn, og heimska alþýðu, í þeim lofs- verða! tílgangi að fella þá frá þingsetu og koma Valtýsliðum í stað þeirra á þing? ]?á mnn nú eigi bresta atvinn- una, er dr. Valtýr er orðinn ráðgjafi vor i ríkisráðinu, því það er einmitt á þvílíkum mönnum, sem ritstj. Bjarka, er hann mun hafa mesta þörf? Enda voru sögð nóg fyrirheit i þá átt áal- þingi í sumar. það er líklega frágangssök að koma vitinu fyrir ritstj. Bjarka um það, að við Valtýsfrv. verði að áliti ráðgjaf- ans bundinn endi á stjórnarbaráttuna. Landshöfðingi segir þó í bréfi sinutil ráðgjafans 20. des. 1895, að stjórnar- skrárþrefið muni verða úti, ef þings- ályktunartillagan yrði staðfest; og það er svo sem auðvitað, að ráðgjafinn gengi aðeins að nokkurri breytingu með því eina fororði. fað er sá skil- máli er þessi óverulega, já skaðlega stjórnarskrárbreyting dr. Valtýs stend- ur og fellur með frá sjónarmiði ráð- gjafans og Dana, sbr. bréf ráðgjafans til landshöfðingja 29, mai þ. á. En annars stendur Bjarki og Austri á svo ólikum grundvelli í stjórnarskrár- málinu. að það er einskis samkomu- lags að vænta, þar ritstjóri Bjarka heldur fram innlimun ísl. mála í hið danska ríkisráð, undir ráðgjafa, er dæmist af denskum dómstóli; en Austri alinnlendri sljjórn, með inn- lendum landstjóra, innlendum ráð- fjofum, með ábyrgo fvrir alþingi, og æmist þeir af landsaómi. Að öðru leyti vísum vér ritstj. Bjarka til álits framsögumanns Valtýsfrv. í efri deild, um setu ráðgjafaus í rík- isráðinu, er prentað er hér að framan. „Dæmi nú allir menn um, hvor stjórn- in er innlend í raun og sannleika“. J>að lítur út fyrir það, að ritstj. Bjarka sé tamast að eiga við aptara hluta manna. Nýlega þótaði haun því, að feta 1 fótspor Halldórs sál. böð- nls í Bangárþingi, og rassskella al- þingismenn! og nú rennir hann hýru auga til bakhluta ritstj. Austra; og er hann víst vanastur þeirri aðferð- inni. En hvað viðureign vora Jóns Olafssonar snertir, þá könnumst vér eigi við, að hann eigi neitt hjá oss; ep það gleður oss, gð svo merkur maður, sem Jón Olafsson, hefir tölu- vert nálgast skoðanir vorar á Vestur- förunum, er þá var deiluefni okkar, eptir langa reynslu og dvöl hans í Vesturheimi; og eigi munum við erfa þau orð, er þá féllu, hvor við annan, og sízt íáta það skilja fylgi okkar nú að réttu máli, þó einhver óþokkinn kynni að ætla sér að nota það til þess. J>að er leiða axarskaptið meðal margra, hjá ritstj. Bjarka, að vera svo grænn í rithætti nútímans, að vita eigi svo mikið sem það, að allir heims- ins ritstjórar tala í fleirtölu í rit- stj<)rnargreinum sínum, og þann sið háfa nú og tekið upp margir ritstjór- ar landsins. Oss finnst, að ritstj. Bjarka gæti „japlað“ þessa tízku eptir Austra, íeigi síður en svo margt annað. l>að rír vel, að ritstj. Bjarka játar nú, að harm hafi ráðizt á oss að fyrra bragði og saklausa, en honum var sjálf- rátt að hrúga eigi saman í grein sinni öllum þéim óbótaskömmum og háðs- glósum «m saklausan mann, hefði hon- um verið annara um málefnið en að ófrægja oss. Og enginn óvilhallur maður raun álíta það styðja neitun hans á því, að sá orðasveimur sé sann- ur, að hann væri leigður hingað upp til að reyna að eyðileggja Ai.stra, — að hann leggur einmitt nú oss, einan blaðamanna þeirra, er ritað hafa gegn Valtýs frv., í einelti, með þeim illyrð- um og bríxlum, er því betur er leitun á í ísl. blaðamennsku. En því ódrengilegri er þessi árás ritstj. Bjarka á oss að fyrra bragði og saklausa, sem við höfum áður bund- ið það fastmælum með okkur, að fara eigi í persónulegar skammir, og geng- um vér því nauðugir, en þó til neydd- ir, útí deilu þessa. Ritstj. Bjarka er guð-velkomið að álíta að hann gíni yfir allri speki; svo er jafnan dómur óviturra manna um sjálfa sig, og á ritstj. þar sammerkt við Sölva heitinn Helgason. En svo eru hyggindi sem í hag koma, og það er nýtt, ef skáldin séu hyggnari og prak- tiskari en fólk er flest. En hvor okkar sé betri og hyggnari ritstjóri, ber okkur ekki sjálfum um að dæma. En ef ráða má af endursendingu Bjarka og uppsögnum blaðsins í stórum stíl, lítur svo út, sem sá dómur alþýðu gangi eigi ritstj. Bjarka í vil. Bjarki þarf ekki að vera að tjá les- endum sínum frá því, að hann fyrir sakir heimsku og fáfræði hafi orðið undir í deilunni við Austra og liggi nú i forinni, og sendi þaðan saur á mótstöðumanninn; því lesendur Bjarka sjá nú dável sjálfir ásigkomulag blaðs- ins og ritstjóra þess. Útskript úr gjörðabók sýslunefndar Suður- Múlasýslu, af aukafundi 29. septembermán. 1897f. —o— Ár 1897, dag 29. sept. hélt sýslu- nefndin í Suður-Múlasýslu aukafund á Egilsstöðum á Völlum, og mættu þar allir sýslunefndarmenn úr sýslunni, nema sýslunefndarmaður Reyðarfjarð- arhrepps, sem tilkynnt hafði forföll. Oddvití setti fundinn, og var skrifari kosinn, síra Magnús Bl. Jónsson í Vallanesi. Kom þá til umræðu: 1. Oddviti tilkynnti fundinum amts- bréf, dags. 23. júlí þ. á., sem hafði að innihalda athugasemdir amtsráðs- ins, við sýsluvegasjóðsreilminginn 1896. Fól fundurinn oddvita að svara at-- hugasemdum þessum. 2. Oddviti tilkynnti fundinum amts- bréf, dags, 23. júlí þ. á., innihaldandi athugasemdir amtsráðsins við útskript- ir af sýslufundargjörðum úr sýslunni 1896—97. Fól fundurinn einnig odd- vita að svara athugasemdum þessum. 3. Oddviti tilkynnti fundinum amts- bréf, dags. 23. júlí þ. á., innihaldandi athugasemdir amtsráðsins við sýslu- sjóðsreikninginn 1896. Fól fundurinn oddvita að svara uppá athugasemdirnar. 4. Oddviti lagði fyrir fundinn til umræðu amtsbréf, dags. 24. júlí þ. á., viðvikjandi breytingu á ytirsetukvenna- umdæmum í sýslunni. pó fundinum þyki takmörk umdæmanna nægilega skýrt fram tekin áður, þá vill hann, til þess að fyrirbyggja misskilning, telja upp öll umdæmi sýslunnar, eins og þau áttu að vera eptir samþykkt sýslunefndarinnar á fundi 28.—29. apríl þ. á., og eru þau þessi: 1. Mjóafjarðarumdæmi, Mjóafjarðar- hreppur. 2. Norðfjarðarumdæmi, Norðfjarðarhreppur. 3. Vöðlavíkur- umdæmi, Vöðlavík öll, útsveit norðan megin Beyðarfjarðar að Hrafná, sem er á milli Helgastaða og Breiðuvíkur, og útsveit sunnanmegin Reyðarfjarðar frá Vattarnesi til pernuness incl. 4. Eskifjarðarumdæmi: Frá Hrafná inn eptir, kringum Eskifjörð að Hólma- hálsi. 5. Reyðarfjarðarumdæmi: Frá Hólmahálsi kringum Reyðarfjörð að íerunesi incl. 6. Fáskrúðsfjarðarum- dæmi: Fáskrúðsfjörður frá Kolfreyju- stað að Hafnarnesi incl. 7. Stöðvar- fjarðarumdæmi: Frá Gvendarnesi incl. kringum Stöðvarfjörð að Hvalsnesskrið- um. 8. Breiðdalsumdæmi: FráHvals- nesskriðum um allan Breiðdal að Streiti incl. 9. Berunessumdæmi: Berunesshreppur. 10. Djúpavogsum- dæmi: Hálsþinghá og Hamarsdalur að Melrakkanesi. 11. Alptafjarðarum- dæmi: Frá Melrakkanesi að Lónshciði. 12. Skriðdalsumdæmi: Skriðdalshrepp- ur. 13. Vallaumdæmi: Vallahreppur. 14. Eiðaumdæmi: Eiðahreppur. 5. Utaf bréfi þar að lútandi, frá sýslumanninum í Norður-Múlasýslu, fól fundurinn oddvita sýslunefndarinn- ar að undirskrifa fyrir hennar hönd skrautritað þakkarávarp frá báðum Múlasýslum, til Meistara Eiríks Magn- ússonar, í tilefni af framkomu hans í fjársölubannsmálinn. 6. Skólastjóri Jónas Eiríksson á Eiðum lagði fram reikning yfir prent-, kostnað á markaskrám fyrir sýsluna, með einu fylgiskjali. R-eikningurinn var samþykktur og fól fundurinn odd- vita, að borga Jónasi mismuninn, 8 kr., úr sýslusjóði. 7. Fundurinn fól oddvita að sækja til landshöfðingja um 15,000 krónur af vegabótafé, til þess að gjöra við þjóðvegi í sýslunni, sem eru alveg for- fallnir á stórum svæðum, og sumstað- ar alls ekki til. 8. Kom fram beiðni frá hreppsnefnd Norðfjarðarhrepps, um leyfi til að taka 120 króna lán uppá hreppinn til að borga með áfallna skuld. Neitaði fundurinn með þorra atkvæða beiðni þessari. 9. Fundurinn finnur sárt til þess, hve þessi sýsla hefir orðið út undan víð flestar ijárframlögur, og framgang nauðsynjamála á siðasta þingi, og lýsir sérstaklega megnri óánægju yfir, að ekki skuli sjást, að annaðeins nauð- synjamál, eins og vitabygging á Aust- urlandi hafi komið til tals á þingi. 10. Var tekið fyrir útsvarskærumál síra Magnúsa.r Bl. Jónssonar í Valla- nesi, sem frestað var á síðasta fnndi, samkvæmt þá gjörðri ályktun. Eptir að sýslunefndin hafði nú á ný tekið málið fyrir og kynnt sér ástæður kær- anda og verjanda, komst hún að þeirri niðurstöðu, að útsvar síra Magnúsar skyldi lækkað um 60 fiska. Samþykkt með 6 móti 4 atkvæðum. 11. Utaf fyrirspurn þar að lútandi frá sýslunefndarmanni Berunesshrepps lýsir fundurinn því skýlaust yfir, að það sé vafalaust skylda hreppsnefnd- ar Berunesshrepps að sjá um, að for- svaranlega séu smalaðar afréttir hrepps- ins. Og skyldu lireppsmenn ekki hlýða nefudinni, verður gengið að þeim sam- kvæmt fjallskilalögunum. 12. Samþykkt var að borga 30 krón- ur fyrir fundarhald þetta, og að birta hann í dagblaði. 13. Samþykkt að halda næsta (vor) fund á Búðareyri við Beyðarfjörð. Fleira kom ekki til umræðu. Fundarbók upp lesin og var ekkert við hana að athuga. Fundi því slitið. A. V. Tuliníus. Sigurður, Einarsson. Sveinn Sigfússon. Guðni Árnason. Antoníus Björnsson. 1>. J. Halldórsson. Bened. Eyjólfsson. B. Stephánsson. Jón Finnsson. Jónas Eiríksson. Magnús Bl. Jónsson. * * * Rétta útskript staðfestir. Skrifstofu Suður-Múlasýslu, Eskifirði, 8. oktöber 1897. A. V. Tuliníus. Log fyrir presta og sefnuði (li- thurgisk Musik) við hátíðasöngvana og vvöldsöngvana eptir hinni nýju fyrir- íuguðu handbók presta, er nú síra Bjarni forsteinsson á Siglu- firði að semja, eptir áskorun biskups og handbókarnefndarinnar, og er það íið mesta vandaverk, og gleðilegt, að vér ekki þurftum að leita til útlanda til þess að fá því lokið, og vita það í höndum hins hæfilegasta söngfræð- ings landsins. Yerður tilhlðkkun að fá að sjá það, er prestur hefir lokið því vandastarfi. Psntunarfólagsfundur var haldinn að Hafrafelli í Fellum þ. 5. m. Var fundurinn vel sóttur af deildarstjórum félagsins o. m. fl. Félagið hafði grætt rúmar 6000 kr. síðasta reikningsár, og ákvað fundurinn með öllum samhljóða atkvæðum, að halda pöntunarfélags- skapnum áfram. Reikningar voru sam- þykktir og laun pöntunarfélagsstjóra Snorra Wiium, færð upp um l/a°/0, nefnil. uppí 4°/0 alls, af úttekinni vöru, nema peningum, en hann kostar og sjálfur alla afhendingu. Rætt var lengi um, hvort flytja skyldi pöntunarfélags- húsin úr stað, og var meiri hluti fnnd- armanna á því, að þau skyldu vera kyr á sama stað, en þó var endilegri ályktun frestað í því máli sem og ný- byggingunni, þar til fengið væri álit lánardrottna félagsins um málið. í félagsstjórnina voru kosnir: síra Einar .Tónsson, Snorri Wiium og síra Björn þorláksson. Fjársalan hefir gengið fremur örðugt í útlöndum í haust, sem vonlegt var, þar þetta var byrjun á nýjum mörkuðum. Verst gekk salan á Frakklandi, því þar reyndust kaupendur þeir óþokk- ar, að þeir bæði sveltu féð og gáfu því ekkert að drekka, um lengri tíma, svo Vídalín varð að leita aðstoðar yfirvalda; og verður að öllum líkind- um mál útúr prettum kaupendanna þ:rr. Sá fjárfarmur var úr Suður- Þingeyjar- og Eyjafjarðarsýslum, er til Frakklands fór, og fæst víst ekki mikið meira en 10 kr. fyrir kindina til jafnaðar, að frádregnum öllum kostnaði. Féð úr pöntunarfélagi Fljóts- dælinga seldist að frádregnum kostn- aði á 11—12 kr., og var það selt í sóttvarnarhaldi á Englandi, og er það þó nokkuð betra en slátra því hér. Og svo er aðgætandi, að skipið hafði eigi nema hálffermi. Bezt seldust fjárfarmarnir frá Norð- ur-J>ingeyjarsýslu og af Sauðárkrók, um 13l/2 kr. kindin, að frádregnum kostnaði. Húsbruni varð um hábjartan dag, síðast i f. m., að Hesteyri í Mjóaiirði, þar sem íbúðarhús útvegsbónda Ólaí's Guðmundssonar, brann á skammri stundu til kaldra kola, en bjargað varð ílestum innanstokksmunum. Ekki vita menn um uppkomu eldsins, er allt í einu blossaði út um báða gafla húss- ins, og varð eigi slökktur. Hús og munir voru vátryggðir, í „Nye danske Brandforsikringsselskab“, hjá herra Stefáni Th. Jónssyni. Seyðisfirði 11. nóv. 1897. Tíðarfar er alltaf hið blíðasta, og hvergi farið að gefa fé, sem jafnvel fitnar nú í þessu blíðviðri. Drukknan. Ákaflega snöggt hvass- viðri gjörði hér 4. þ. m.; voru þá nokkrir bátar á sjó, og komust allir að, nema bátur J ó n a s a r útvegs- bónda Olafssonar á Skálanesi, og er hann talinn farinn með öllum þrem mönnum. feir, sem drukknuðu með Jónasi, hétu: Jón Ólafsson, bróð- ir Jónasar, og Jóhann Halldórsson, ættaður úr Vestur-Skaptafellssýslu. „Yaagen“, skipstj. Haugeland, fór héðan suður á Firði 8. þ. m,, og átti að fara þaðan til útlanda og koma hingað upp aptur fyrir jólin. Með skipinu sigldi kapteinn Endresen. „Colibri“, leiguskip stórkaupmanns Thor E. Tulinius, kom hingað 7. þ. m., með töluvert af vörum til Pönt- unarfélagsins og kol til V. T. Thostrups- verzlunar, sem var mikil þörf á, þar engin verzlan hafði liér kol, nema Gránufélagsverzlunin. Með skipinu. sem fór héðan í gær suður, voru þeir konsúl Carl Tulinius, kaupm. Sveinn Sigfúss. og Gísli Hjálin- arsson, síra Jón Guðmundsson og bú- fræðingur Júlíus Olafsson, er hafði fylgt pöntunarfélagsfénu úr Norður- þingeyjarsýslu til Englands. — Sýslu- maður Jóh. Jóhannesson og læknir Kristján Kristjánsson fóru með “Co- libri’* til Eskifjarðar. Sildar- og flskiafli var í gær sagð- ur kominn góður á Mjóafjörð; höfðu fengizt 1200 sildir í 2 net frá Haga. Fundið lík. Lík Margrétar Guð- mundsdóttur, er varð úti síðastliðinn vetur á Fjarðarheiði, fannst nú loks 9. þ. m. á austanverðu Kötluhrauni.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/141

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.