Austri - 18.02.1898, Side 2

Austri - 18.02.1898, Side 2
Nít. 5 ADSTBI. 18 og á sumrin þegar aíli er, má sækja þangað með litlum erfiðismunum ó- grynni af úrgangi úr fiski og nota til áburðar. Hinn eini verulegi galli, sem hefir þótt vera á Krossavík er það, að þar hefir verið hætt við bráðafári. En það er vonandi, að sú landplága verði nú bráðlega yfirstigin til fulls fyrir ötula framgöngu lækna vorra, og er þá sá ókostur horfinn. Hvort Krossavík væri föl undir skölana, get eg ekki sagt með vissu. Eg veit að-- eins, að x/3 hennar verður seldur inn- an skamms, og eg hefi þá trú, að slíkt mundi ekki verða til fyrirstöðu, ef sýslurnar á annað borð leggðu kapp á að eignast jörðina undir skólana. Eg hcfi nú skýrt frá áliti mínu um tillögur þær, sem fram hafa komið í kvennaskólamálinu. Get eg ekki ann- að en aðhyllzt þær sem góðar og á gildum rökum byggðar. Ogsvo vil eg lýsa yfir því áliti rnínu, að nú sé kom- inn tími til þess, að láta ekki mál þetta liggja í salti lengur. Yirðist mér nærri því sem sómi vor liggi við, að það sé ekki látið deyja alveg úta.f, svo vel sem það var á veg komið, og jafnmikið nauðsynjamál, sem mér virð- ist það vera. Eg er viss um, að eng- inn góður drengur vill í alvöru neita því, að kvennfólkið á jafn-mikinn rétt til þess sem karlmenniruir, að því sé gert sem léttast fyrir með að afla sér þeirrar kunnáttu, sem því er nauðsyn- leg til þess að geta staðið vel í stöðu sinni sem húsmæður, þegar þar að kemur. Og sérhvert það mannfélag, stórt eða smáttt, sem ekki veitir kvenn- fólki sínu þetta jafnrétti, býr sjálfu sér það böl, bæði í siðferðislegu og fjárhagslegu tilliti, sem það aldrei fær bætt, nema með því að snúa á rétta leið. Eg þarf eigi að tilfæra ástæður fyrir þessu, því það hefir svo margopt verið gert áður, enda liggja þær og í augum uppi. Og nú er svo komið, að í orði kveðnu kannast flestir hugsandi menn við þetta. En þegar til fram- kvæmdanna kemur, og fé þarf að leggja fram, þá erum vér karlmennirnir, sem höfum ráð yfir peningabuddunum, van- ir að vera ófúsir til að opna þær. Og vér gætum þá eigi að þvi, að pen- ingabuddur vorar munu aldrei verða vel fullar á meðan vér eigi unnum konum vorum þeirrar þekkingar og kunnáttu, sem nauðsynleg eru til þess, að þær geti farið hyggilega og spar- samlega með efni vor, sem vér þó verðum að láta þær hafa undir hönd- um. Eg veit vel, að þeir munu verða margir, sem munu segja, að nú sé ekki hentugur tími til að ráðast í þvílikt fyrirtæki, sem hljóti að hafa töluverð- an kostnað í för með sér. Og eg skal fúslega játa, að í fljótu bragði virðist svo vera, því árið sem leið var óhag- stætt ár. Á Austurlandi öllu var hið mesta fiskileysi. sem verið heflr um mörg ár, og landbúnaðurinn á mjög örðugt uppdráttar sökum hins afarlága fjárverðs, sem lítil líkindi eru til, að fari batnandi. En eg vil samt svara því, að það er einmitt á hinum vondu tímum, sem mest þörfer á, að hlynna að atvinnuvegunum. Og eg get vel hugsað mér, að einmitt hið umliðna fiskileysisár verði til þess að minna oss Austfirðinga á það, sem vér því iniður virðumst haía gleymt: að þó sjávarútvegurinn sé gróðavænlegur at- vinnuvegur þegar vel fellur. þá verður hann þó ekki til lengdar heillavænleg- ur, nema því að eins, að notkun lands- ins sé látin verðahonum samfara. En ræktun landsins, og góð hagnýting þeirra afurða, sem ræktað land gefur af sér, er að mínu áliti fyrst og fremst kom- in undir því, að vér komum á fót góð- um búnaðarskóla, bæði handa körlum og konum. Og vér þurfum að setja hann á þann stað, og gera hann svo úr garði, að hann geti bæði veitt nem- endunum næga kunnáttu til að afla og hagnýta afurðir jarðarinnar, og einnig sýnt svo Ijóslega, að allir hljóti að sjá það, hve mikið jörðin getur gefið af sér, þegar vér veitum henni þá hjálp, sem vér sjálfra vor vegna eigum að veita henni. Og hann þarf að geta sýnt ljóslega fram á, hve miklu nota- drýgri afurðir hins ræktaða lands eru en sjávarútvegurinn, sem einatt eins og tekur með annari hendinni það sem hann veitir hinni. Að endingu vil eg skora á alla þá, sem hafa áhuga á framförum þessa landsfjórðungs, að þeir leggist á eitt, til að koma þessu framfarafyrirtæki á góðan veg. Og sérstaklega ætlast eg til þess, að sýslunefnd Norður-Múla- sýslu, sem var frumkvöðull þessa máls, að hún láti það nú ekki lengur af- skiptalaust, heldur leiti nú á ný sam- komulags við hinar aðrar sýslur Aust- uramtsins um að koma á fót góðum búnaðarskóla, bæði handa piltum og stúlkum á þeirrijörð, sem hægt er að fá hentugasta til þess, hvort sem sú jörð er í Vopnafirði eða annarsstaðar á Austurlandi. Yopnafirði í janúar 1898. Ó. P. Davíðsson. Kaflar úr ferðasögu Friðþjófs Kansens. Y. Kuldinn. „Sunnudaginn 11. marz (þá voru þeir á 80.n norðl. breiddar) fórum við nokkrir á skíðum norður á bóginn í 50° frosti og í norðaustanvindi. fá fanst okkur ekki mikið til um kuldann. það var kaldast á maganum og lærun- um, þar enginn af oss var í vindbux- um* eða heitara klæddur en venjulega: í tvennum ullarbuxum og að ofan ann- aðhvort í ullarskyrtu og úlfsfeldi eða í algengum ullarbúningi og þar utan- yfir í þunnri selskinnstreyju. |>á varð mér þó í fyrsta skipti á æfinni kallt á lærunum, einkum rétt ofan við knéð og á hnjákollunum; og líkt fór félög- um mínum; en þá höfðum við líka gengið lengi á móti vindinum. Við nugguðum lærinn og hitnaði af því. En hefðum vér haldið lengur áfram án þess, þá hefði oss kalið. Að öðru leyti urðum vér ekki varir við kuldann, en fanst loptslagið fremur notalegt, og eg er sannfærður um það að 10-20° stig já allt að 30.° meira frost hefði ekki verið svo voðalegt. J>að er undarlegt hvað tilfinningar raanns breytast. Heima hjá mér þykir mér kalt að þurfa að fara útí rúmra tuttugu stigakulda, og það í logni. Og hér finst mér 50.° frost ekkert kaldara og það þó frost- vindur sé töluverður þar á ofan. J>eg- ar við sitjum beima í okkar hlýju stof- um, ægir kuldinn. En hann er alls ekki svo hræðilegur Við komum allir dável við hann; þó það komi fyrir að hann stytti skemmtigöngur okkar, þá hann er mest- ur og er samfara froststormi. En þá erum vér og þunnklæddir og berum ekki vindklæðnað vorn. í kvöld er frostið öl2.°** og norðaustanstormur. VI. Umbúningur um káetuna, „íbúðarherbergin voru apturí skipinu og var þannig fyrirkomið, að almenning- urinn, þar sem við borðuðum og sátum, var í miðju skipi og umhverfis hann svefn- *) Svo riefmium vér léttar buxur úr baðm- ull. sem við höfðum til blífðar gegn vindi og snjó. Höf. **) Liklega á Celsíusarmæli: sem cr ein- um fimta hluta hærri en Reaumurmælirinn. iiitst. herbergin; 4 eins manns herbergi og 2 handa 4, allt til þess að verja almenninginn fyrir kulda; en þar að auki var þak, gólf og veggir margfald- ir og innst var alstaðar klætt með loptþéttu olíubornu lérepti, sem átti að varna hinu raka káetulopti að kom- ast útí hliðar skipsins og mynda þar vatn, er þegar mundi hafa frosið. Hliðar skipsins voru að innan þaktar með tjörguðum loðdúk, þar fyrir inn- an kom rúm, er fyllt var korki, svo greniþil, svo þykkur loðdúkur, svo loptþétt olíuborið lérept og ínnst enn- þá einar þiljur. Loptið yflr almenningi og sérherbergjunum er margfalt und- ir þiljunum, fyrst loptþétt rúm, þá loð- dúkur, þá hreindýrahárs-ífylli, greni- lopt, olíuborið lérept, loptrúm og enn grenilopt; með þiljunum, sem eru 10 sentimetra þykkar, er loptið 40 senti- metra* þykkt. — Ofaná gólfið í al- menningi var lagður 15—18 sentimet- ra þykk korkfylli, þar ofaná trégólf og efst oliuborið lérept. J>iljuljórinn var þrefaldur og að öðru leyti vand- lega um hann búið, svo þar gæti eigi kuldinn komist innum. Eyrir framan almenning lá eldhúsið, og báðumegin við það voru uppgang- ar uppá þilfarið. Til þess að byggja kuldanum út, voru 4 litlar hurðir í hverjum útgangi, er öllum varð að ljúka upp og láta aptur er um var gengið. þessar hurðir voru gjörðar af margföldum viði og flóka á ruilli. Til þess að varna kulda voru háir þröskuldar í hverjum dyranna. VII. Hitinn í Fram. „|>að er heitt á okkur í „Fram“, ká- etan er bezta baðstofa. Hvort sem það er 30.° eða 6.° frost, leggjum við ekki í ofninn, og loptið er þar hið bezta einkum eptir að við bjuggum til lopt- seglið sem rekur nægilegt vetrarlopt ofaní káetuna gegnum loptsmuguna. |>arna sitjum við samt í beztu hlýind- um með ekkert í ofninum og aðeins einn lampa. Eg er að hugsa um að flytja ofninn burtu, hann er aðeins fyrir. Agizkanir mínar og útbúningar gegn kuldanum hefir reynzt rétt. J>að er og lítill saggi. Reyndar hrímar það af og til hér og þar í loptinu, einkum í 4 manna her- bergjunum. En það er ekki teljandi í samanburði við það, sem er í öðrum skipum, og legðum við dálítið í ofninn, hvarf allur raki úr salnum og her- bergjunum og þilin vildu skorpna og gisna. J>að er merkilegt, hvað þessir karlar þola vel kuldann. Bentsen fer upp á þilfar á skyrtunni í 30.° kulda til þess að lesa á hitamælana. VIII. Bjarndýraveiðin. „Hansen var í dag (2. okt. ’93.) byrjaður á að setja upp tjald það er hann ætlaði að nota við vísindalegar stjörnuskoðanir sínar, dálítinn spöl frá skútunni á stjórborða. Seinna um dag- inn hafði hann fengið Blessing og Jó- hansen sér til aðstoðar. J>eir voru önnum kafnir við verk sitt, þegar þeir koma auga ábjarndýr skammt frásér beint fram undan „Eram“. „]>ey þey, verið kyrrir, svo við ekki fælum hann“ segir Hansen. „Já,já“. Ogþeir hnipra sig niður og horfa ábjörninn. — „Eg held það sé bezt að eg reyni að læð- *) 1 gentímoter fjórir tíundu þumlungs. Ritst. ast um borð og segja frá þessu,“ segir Blessing. „Já, gjörðu það“, svarar Hansen. Blessing læðist þá gætilega af stað á tánum, til þess að björninn skuli ekki fælast hann. Nú hefir björninn bæði komið auga á þá og þefað þá uppi, hann kemur brokkandi beina leið. Hansen sá, að ekki þurfti að ótt- ast að bangsi fældist. Nú gafbangsa á að líta, hvar Blessing læddist létti- lega að skútunni, og stefndi beint á hann. Blessing var nú okki lengur hræddur um að björninn mundi fælast hann; hann nam staðar, efins í hvað gjöra skyldi, en eptir litla umhugsun komst hann að þeirri niður- stöðu, að það væri öllu viðkunnanlegra að vera við þriðja mann en einn síns liðs, hann sneri þvi aptur til félaga sinna öllu hraðstígari en hann fór frá þeim. Björninn hélt sömu leið, og var nú á hraðri ferð. Hansen fór nú að lítast hálf illa á blikuna, kom honum þá til hugar að nota ráð eitt, sem bann hafði séð í einhverri bók — hann stóð á fætur, sveiflaði handleggnum til og frá og orgaði svo sem hann hafði hljóðin til, og félagar hans gjörðu slíkt hið sama. En bj örninn hélt j afnhart áfram og stefndi beint á þá. Nú fór það að versna. J>eir félagar þrifu hver sitt vopnið, Hansen náði í exi, Jóhan- sen í járnkall og Blessing í ekki neitt; þeir hrópuðu nú svo hátt sem þeir gátu: „Björn, björn!“ og hlupu á harða spretti að skipinu. En björninn hélt fyrst beint að tjaldinu, og þegar hann hafði rannsakað það grandgæfilega, kom hann á eptir þeim. Meðan þessu fór fram, sátum við niðri í káetunni, Sverdrup, Juell og eg, og vorum að sýsla við línur, þá kemur Pétur stökkvandi og hrópar: „Björn, björn!“ Eg þreif riffilinn og stökk upp á þilfar. „Hvar, hvar er hann?“ „J>arna við tjaldið á stjórborða, hann er næstum búinn að ná þeim.“ J>arna gekk hann, stór og gulur og þefaði af tjaldinu, en Hansen, Jóhan- sen og Blessing komu stökkvandi á ísnum. Eg stökk útá ísinn og aí stað. Slapp ofaní á milli jaka, hrasaði, fór á hausinn og svo á fætur, þetta gekk upp aptur og aptur. Björninn var nú bú- inn að þefa nógu rækilega af tjaldinu og var vlst kominn að raun um að hamrar, naglar, járnkallar og segl- dúkstjald væri of ómeltanleg fæða jafn- vel fyrir bjarndýrsmaga — hann fór því og elti flóttamennina á harða stökki. J>egar hann kom auga á mig, nam hann staðar og horfði á mig undrandi einsog hann hugsaði: „Hvaða smá- skepna er nú þetta?“ Eg færði mig nær honum og komst í gott færi, liann stóð kyr og horfði á mig. Loksins sneri hann höfðinu við og sendi eg kúluna beint í húls honum. Hann datt stein- dauður niður. ÚTLENDAB FRÉTTHt. —O— Danir eru í ákafa að búa sig undir nýjar kosningar í vor til þjóðþingsins, og vona vinstrimeun nú heldur, að þoir verði nú loks kallaðir af konungi til þess að mynda ráðaneytið, ef þeim gangi kosningar eins í vil og vorið 1895. Kjetsölu hafa Norðmenn reynt í haust til Englands og tekizt all-vel. Hafa bændur á Jaðri, sem eru einna fjárríkastir, fitað fé sitt heiina og sxð-

x

Austri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/141

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.