Austri - 30.04.1898, Blaðsíða 1

Austri - 30.04.1898, Blaðsíða 1
Kemur id 3 á mknubí eða 36 blöö til nasta nýárs, og lcostdA’ hér á landi aðetns 3 kr., erlendis 4 kr. Ojalddagí 1. júlí. Uppsögn skrifleg lundin við áramót. Ógild nema h*m- in sé til ritstj. Jyrir 1. oktm- ber. Auglýsingar 10 aura línan, eða 60 a. hverþuml. dálks og hálfu dýrara á 1. síðu. AMTSBÓKASAENIÐ áSeyðisfirði er opið á laugard. kl. 4—5 e. m.. Almennur bindindisfundur verður haldinn á Seyðisfirði 21. maí uæstkomandi. Á þennan fund ættu allar Good-Templarstúkur og bindindis- félög í Múlasýslum, þingeyjarsýslum og Eyjafjarðarsýslu að senda fulltrúa, 1 fyrir hverja 10 félagsmenn. Umdæmisstúka kann að verða stofnuð á fundinum fyrir pær stúkur, er taka vilja pátt í pví. geyðisfirði, 5. apríl 1898. Björn t’orláksson. Skapti Jósepsson. Hjálmar Sigurðsson. Útaf lagaskýringu og rússnesku. —o— Utaf skýringu laga nr. 12, frá 9. ágúst 1889, er stendur í Tímariti Bók- menntafélagsins 1897, hefir mig opt langað til að faranokkrum orðum um pað efni; pví bæði hefi eg og aðrir, sem eg hefi átt tal við, lærðir og ó- lærðir, alveg aðra skoðun á pessu máli en höfundur lagaskýringarinnar, sem er landritari Jón Magnússon. Eg finn mig reyndar lítt færan til að íita í blöð, og hef pví pagað í von um, að aðrir mér færari mundu verða til að rita um petta. En pareð nú hefir út komið í “ísafold", 7. tölublaði hrotta- lega rituð grein, sem leggur til grund- vallar nefnda lagaskýringu, og ámælir mjög ýmsum Austfirðingum fyrir skiln- ing peirra á sveitarstjórnarlögunum frá 9. ágúst 1889 og framfylgd á peim, pá get eg ekki stillt mig um, að fara nm mál petta nokkrum orðum. 1 lagaskýringunni eru pað orðin: „fast aðsetur“, sem höfundurinn hefir ráðizt í að skýra og álítur, að allur misskilningurinn byggist á. En eg vil helzt ekki skilja frá pessu tíma- ákvœðið 4 mánuði, pví að einhverja pýðingu verður pað að hafa. Og peg- ar reynt er að sýna fram á, að fast heimili eða fast aðsetur geti ekki átt sér stað nema einu sinni á sama ári, nefnil. par sem maður er búsettur eða ársvistarmaður, pá álit eg að líka purfi að sýna og sanna, að 4 mánaða ákvæðið hafi slæðzt inní lögin fyrir vangá. fví pegar mönnum er orðið pað ljóst, að löggjafinn hefir aldrei ætlazt til, að hin ákveðna 4 mánaða dvöl skyldi nokkru sinni skoðast sem fast aðsetur eða sem fast heimili, pá liggnr pað lika í augum uppi, að 4 mánaða a- kvæðið er beinlínis villandi í pví sam- bandi, sem pað stendur í lögunum. |>ar sem höfundurinn tilfærir atriði úr ástæðum stjórnarinnar fyrir pví, að leggja frumvarp til pessara laga fyrir pingið, má sjá, að henni hefir ekki pótt minnst vert um pað, að lög- in gerðu með pessu ákvæði ljöst, hve lengi maður eigi að hafa dvalið í ein- hverjum hreppi til pess að gjaldið verði lagt á hann. Stjörnin hlýtur pá efiaust að hafa tekið eptir pví, að petta ákvæði stóð í sambandi við fast heimili eða fast aðsetur, par eð pað, eins og pað stendur í fyrri hluta lag- anna, er alveg óviðkomandi síðari hluta peirra, enda virðist síðari hlutinn helzt eiga við pá, er ekki eiga fast aðsetur, og játar lagaskýrandi pað sjálfur, par sem hann segir: „]par að auki er pað einmitt skilyrði fyrir pví, að seinni hluti laganna, hið síðara ákvæði peirra komi til greina, að eigandi fyrirtækis- ins hafi eigi fast aðsetur í hreppnum“. Orðin: „fast aðsetur“, sem höfundur- inn nefnir öðru nafni „stadigt Ophold“, pýðir hann óslitna dvöl eða búsetu. Nú vita allir, að pegar menn dvelja samfleytt 4 mánuði á einhverjum stað, pá er pað óslitin dvöl; en pá verður pað öllum að skiljast, að pegar menn dvelja 4 mánuði á einhverjum stað, pannig fastráðnir, að peir geta með engu móti losað sig úr vistinni nema með sampykki húsbóndans eða fyrir lagabrot hans, pá hafi peSsir menn full fast aðsetur eða heimili á pessum stað, og pað svo, að fastara getur ekki orðið. Og hvað pað snertir, að maðurinn sé í ársvist hjá öðrum eða búsettur annarstaðar, pá getur pað ekki komið til greina. Sú lieimilisfesta hlýtur að vera alveg upphafin fyrir pann tíma, sem maðurinn er bundinn vistbandi hjá öðrum, og pað pví vist- bandi, er síðar hefir orðið. Líka verð- ur að álíta, að síðari gjörðin upphefji hina fyrri, en hin fyrri ekki hina síðari. Höfundurinn leitast að vísu við að sýna og sanna, að með 4 mánaða dvöl geti maður ekki haft fast aðsetur á peim stað, eða að maður, sem er bú settur eða vistfastur suður á landi en dvelji hér eystra 4 mánuði sem mán- aðarpeníngamaður eða hlutarmaður, hafi pann tíma alls ekki fast aðsetur hér, og byggir hann pað mikið á máls- venjunni. En að binda sig við máls- venju, er óráðlegt. Jafnvel roálsvenj an er breytingum undirorpiu, eins og svo margt annað t. d. vistarráð og vistarsamnÍDgar, sem hefir svo stóium breytzt frá pví er hjúalögin komu út 1866. Höfundurinn tilfærir penna kafla úr umgetnum lögum: ,-feir skulu greiða par fullt gjald (o: fyrir allt árið) eptir öllum efnahag sínum, nemaþeir ágjald- árinu hafi líka haft fast aðsetur ann- arsstaðar*; sé svo, má ekki leggja hærra gjald á pá en samsvari peim tíma, er peir hafa haft fast aðsetur í hreppn *) Leturbreytingin er gjörð af greinar- höfundinum. E i t s tj. um“. pýðingu leggur svo höfund- urinn í penna kafla, að hann segir svo: „Hér er auðsjáanlega gert ráð fyrir, að gjaldandinn hafi eigi átt heimili annarsstaðar á peim tíma, er hann hafði fast aðsetur í hreppnum“. þessi ályktun höfundarins er mér alveg ó- skiljanleg, pví eg álít að hinn tilfærði kafli úr lögunum sýni hið gagnstæða eða pað, að maður sem hafi fast að- setur í einhverjum hreppi, geti líka á sama gjaldári haft fast aðsetur anu- arsstaðar. Og einmitt pess vegna er svo ákveðið, hvernig haga skuli álög- unni, er svo á stendur. En sé pað regla æðri yfirvalda, er höfundur telur, að aðrir verði að taka svo mikið tillit til, að skilja lögin á sama hátt, eins og höfundurinn hefir pýtt áðurnefndan kafla, pá er ekki furða, pó ólögfróðir menn breyti stund- um öfugt við lögin. Um grein Vestmannaeyja-j arlsins er pað að segja, að par er fátt að finna af röksemdum en meira af fúkyrðum. J>ess er pá fyrst getið, að ýmsir hafi misskilið umgetin lög, bæði sýslumenn og sýslunarmenn, en nú pegar rit- ari Jón Magnúss, hafi komið með út- skýringu sína á lögunum, eigi allir að taka hana gilda, rétt eins og hann hafi einn vit á að skiljalög og enginn annar, og má telja víst, að jarlinn pykist hafa kennt honum réttan skiln- ing, pegar hann hafði liann að sýslu- manni sínum, pó h^nn r.eyndar sé svo hógvær að segja pað ,ekki. ]pá tekur hann að nefna dæmi uppá rússneskuna á Austfjörðum, og byggir pau öll á eintómri sögusögn annara, eins og jafnan séu fullar reiður að henda á pvi, er einn segir öðrum. En alveg á sama hfttt og ekki síður gætum við á Austfjörðum talað um margvíslegri og mergjaðri rússnesku í Vestmannaeyjum, auðvitað fyrst hjá Eússanum sjáltum og pvínæst hjá eyjarskeggjum yfir höfuð. Eða hvað vill Eússinn kalla t. d. pá meðferð á vinnumönnum par að láta pá púla um árið fyrir 50 — segi og skrifa fimmtíu króna kaup, og senda pá austur opt klæðlitla og á stundum ekki sem prótt- bezta og ætlast til að peir komi heim að haustinu með 150 — hundrað og fimmtíu — krónur í vasanum fyrir pá miklu náð að fá að lifa par yfir vet- urinn á kofu og vatnsgraut? Og á endanum koma slettur fyrir óskilvísi Austfirðinga í garð Sunnlend- inga, og er látið í veðri vaka að aust- urförum muni nú taka að fækka. ]pað hefði verið drengilegra af höfundinum að nafngreiná óskilam ennina, nema svo sé, að hann ætli öskilsemina helzt peim sem hann að öðru leyti nefnir. Og hótanirnar um, að Sunnlendingar muni nú fækka austurferðum sínum, má gera sér skiljanlegar af máltækinu: „Oleyuit cr, pegar gleypt er“. Hreppsn efn darmaður. Ofanrituð grein, sem er greindarlega samin af ólærðum manni, sýnir að ekki hafa allir látið sannfærast af lagaút- skýringu Jóns Magnússonar, sem ekki var heldur við að búast. En útaf pessu viljum vér láta pað álit vort í ljós, að nauðsynlegt sé að slíta prætni um petta mál, með pví að fá endileg- an dóm fyrir hinu rétta. Eélli nú dómur pannig, að hann staðfesti laga- skýringu landritarans, væri nauðsyn- legt að fá lög, er kvæðu skýrt á um pað, að kaupamenn, er dveldu 4 mán- uði eða lengur samfleytt í einu sveit- arfélagi, skyldu borga par útsvar, pó peir hefðu lögheimili í öðrum hreppi. pví að sanngirni virðist mæla með, að hver rnaður borgi par til sveitar, sem hann hefir lengsta og bezta atvinnu. I>a5 er óviðfeldið af höfundi „ísa- foldar“-greinarinnar að gjöra Austfirð- ingum getsakir um óskilsemi. J>ví sannleikurinn er sá, að almenningur hér vill kljúfa pritugan hamarinn til að standa í skilum við kaupafólk sitt. Hafi sumir átt eptir af kaupi sínu í haust, stafar pað eingöngu af getuleysi hlutaðeiganda. Ritstjórinn. Kaflar úr ferðasögu Friðþjófs Nansens. —0-- XVI. Kofi þeirra Nansens og Johansens* í>ann 29. ágúst 1895 tóku peir Nan- sen og Johansen sér vetrarsetu mitt í eyjaklasa Erans Jósefslands, er Nansen nefndi síðar Jaaksonseyju, og fóru að byggja sér par kofa til pess að vera í til vorsius (10 mai 1896). og vantaði pá mjög verkfæri til bygg- ingarinnar, enda efni illt í kofann. Sleðameiðann höfðu peir til að sprengja hið frosna grjót upp, rostungstennur fyrir járnkalla, og herðablöð af rost- ungi f'yrir skóflur. Kofan grófu peir l'/2 alin, svo hann varð frá gólfi ná- lægt 3 ál. á hæð. Á milli steínanna péttu peir með sandi og mosa. Eeka- viðarspítu fundu peir nógu langa í mæniás, en ekki nema eina. Yfir kofan, sem var 6 fet á breidd og 10 fet á lengd, pöndu peir svo pvers yfir mæniásinn rostungaskinn, alla leiðútaf veggjunum, og hengdu punga steina neðan í skinnin, og báru grjót ofan á veggina, svo skinnin féllu fastar að. Eyrst ætluðu peir að sofa sinn á hvor- um grjótbftlkinum, en varð kalt, svo peir byggðu einn hálk fyrir báða og sváfu par saman í svefnpoka úr hjarn- arfeldum um veturinn, en grjótbálk- urinn var svo harður, að peir voru * /þessi kafli er á stangli í ferða- sögunni og verður pví eigi hafður orði til orðs, sem hinir. Eitst.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/141

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.