Austri - 30.04.1898, Blaðsíða 3

Austri - 30.04.1898, Blaðsíða 3
NR. 12 A U S T R I. 47 farþega, 2. farþegarúm rúmar 32 farþega. Töluvert rúm er og í skip- inu lianda þilfarsfarþegjum. Jakobsen skipstjóri var um mörg ár yfirstýrimaður á „Thyra“, og mun flestum að góðu einu kunnur, enda er hann maður kurteis og þægilegur í viðmóti, og munu menn því fagna hon- um sem skipstjóra á „Hólum“. r Með „Hólum“ komu, í’rá It.vík: Grísli Árnason og Guðm. forfinnsson; frá Djúpavog: frú Guðmundson; og frá Breiðdalsvík, Fáskrúðsf., Eskif. _ og Mjóaf.: Ari Brynjólfsson, B. Stefáns- son, B. Sigurðsson, St. Yaltýsson, Guðm. Sveinbjarnarson, Jón Her- mannsson og Bunólfur Sigurðsson. „Hólar“ fór héðan aðfaranótt bins 21. þ. m. Með skipinu fóru, til Borg- arfj.: húsfrúrnar Maren^ Sigurðardóttir og Sigríður Eyjólfsdóttir með son sinn, o. fl.; til Vopnnfj. : Báll Pálsson jök- ull; og til Akureyrar: ritstjóri Skapti Jósepsson og Ingibjörg dóttir hans, kaupm. Stefán Stefánsson í Steinholti og skósm. Erlendur Erlendsson. „Lyna“, vöruskip kaupm. Johansens fór 23. þ. m. til Breiðdalsvíkur með vörur. „Rósa“ fór héðan þann 23. þ. m. með fisk til Liverpool. „Skírnir“ fór sama dag til Skotlands. „Hjálmar“ kom aptur norðan af Baufarhöfn 23. þ. m., og fór aptur daginn eptir til Suðurfjarðanna, og þaðan fer hann svo til 4|tlanda. Skipstjöri Matthias í’örðarson lagði út á skipi sínu „William Wright" til fiskjar, við 20. mann, 25. þ. m. Erakknestjherskip, „La Caravane“ kom hingað sama dag. Hafayfirmenn þess verið að mæla dýpi hér í firðin- um þessa dagana. — Skipið fór héðan í morgun. ,,Egeria“ og „Bjólfur“ komu hingað til fiskiveiða frá Norvegi 28. þ. m. höfðu komið við á Færeyjum og tek- ið þar nokkra Færeyinga. „Trausti“ kom inn í morgun með góðan afla. Tveir drengir, annar 12 og hinn 15 ára, brutust aðfaranótt bins 21. þ. m. inní verzluuarbúð kaupm. Imslands á j Fjarðaröldu og stálu þar rúmum 2 I krónum í peningum og nokkrum smá- munum. -f Nýlega er dáinn á Jpórarinsstaða- eyrum, JSteján Friöbjörnsson, á sjötugs aldri. AIJG-LÝ SINGr. Nýtt timburlnis í Fáskrúðsfjr.rðar- verzlunarstað 10 -þ 7 al., innréttað uppi og niðri, með áföstum skúr 6 j- 3 al., og góðum kjallara undir öllu húsinu, er til sölu eða leigu í maí- mánuði n. k. með góðum kjörura. Húsið stendur á stórri lóð, að nokkru leyti uppræktaðri, í miðju þorpinu. Lysthafendur snúi sér til: Olgeirs Friðgeirssonar á Fáskrúðsfirði. liYNDlí Eg undirskrifaður er nú byrjaður að taka myndir, og er mig að hitta á myndastofu minni á degi hverjum frá kl. 9—4. Seyðisfirði 18/4. 1898. Hallgrímur Einarsson. „SÝJA ÖLBIN““ Bitstjóri: Jón Ólafsson. Hún flytur ýtarlegri og fróðlegri utl. fréttir en önuur íslenzk blöð, og er full af fróðleik og sí-skemmtileg. Arg. kostar 3 kr. 50 au.; ársfjórðungurinn 90 au. Beynið hana einn ársfjórðung. Aðal-útsölumaður: Sigurður Kristjáns- son bóksali, Beykjavík. Hér með tilkynnist, að eg þæfi (stampa) ekki á þessu vori. Sökum þess að flestir er eg hef talað við, óska einnig eptir að fá vaðmál sín pressuð (sléttuð) — en af því ekki er hægt að fá þessa vél kejrpta í Norvegi (eghefi þó spurzt fyrir um það bréflega), þar Norðmenn flytja hana (pressuna) ásamt öðrum tóvinnuvélum erlendis frá, (helzt frá fýskalandi), — þá verð eg því miður að sleppa þessu mínu þýð- ingarmikla fyrirtæki að sinni. Seyðisfirði 23. apríl 1898. Ouðmundicr Hávarðsson. íslenzli um’boðsverzlun. Undirskiifaður selar íslenzkar verzl- unarvörur á markuðum erlendis og kairpir allskönar útlendar vörur fyrir kaupmenn og sendir á þá staði, sem gufuskipin koma. Söluumboð fyrir ensk, þýzk og dönsk verzlunarhús og verksmiðjur. Giöggir reikningar, lítil ómakslaun. JakoL Gmmlögsson, Cort Adelersgade 4. Kjöbenhavn K. Bindindismaimadrykkiirmii C h i k a er ljúffengur og fínn svaladrykkur. „Chika“ er ekki meðal þeirra drykkja sem meðlimum af stórstúku Danmeruur N. I. O. G. T. er bannað að drekka. MARTIIÍ JENSEN, Kjöbenhavn. Umboðsmaður fyrir ísland F. Hjort & Co. Voltakrossinn. Mér er það sönn ánægja að geta hérmeð vottað að Voltakrossinn hefir reynzt mér mjög vel. í hálft þriðja ár var eg mjög illa haldin af eigt í útlimunum og af svefnleysi. Keypti eg svo einn Volta- kross nú í haust, og brá strax svo við, að eptir fyrstu nóttina sem eg notaði hann, farm eg að þrautirnar minnkuðu og svefninn varð rólegri. En|eptir að eg hafði brúkað hann í 3 nætur, fékk eg svo góðan og rólegan svefn, sem eg aldrei á æfinni hefi haft betri. pótt dr. Jónassen landlæknir i Beykjavík í 76. tölubl. ísafoldar, kalli krossinn „argasta humbúg“, þá stend eg samt við, að Voltakrossinn hefir reynzt mér mjög vel. Oddeyri, 16. nóv. 1897. .. Solveig Bjarnardóttir, prestskona. Voltakross prófessor Heskiers framleiðir rafurmagnsstraum í líkam- anum, sem hefir mjög góðar verkanir á hina sjúku parta og hefir fullkom- lega læknandi áhrif á þá parta, sem þjást af gigtveiki, siuadrætti, krampa og taugaveiklun (Nervositet), ennfrem- ur hefir straumurinn ágætar verkanir á þá sem þjást af þunglyndi, hjart- slætti, svima, eyrnahljóm, höfuðverk, svefnleysi, brjóstþyngslum, slæmri heyrn, influenza, hörundskvillum, maga- verk, þvagláti, kveisu og magnleysi, með því rafurmagnsstraumurinn sem er miðaður við hinn mannlega líkama, fær blóðið ög taugakerfið til þess að starfa á reglulegan hátt. . A öskjunum utan um hinn ekta y oltakross á að vera stimplað: „Kejser- lig kgl. Patent“, og hið skrásetta vöru- merkí, gullkross á bláum feldi, annars er það ónýt eptirlíking. Voltakross prófessor Heskiers kost- ar 1 kr. 50 au. hver, og fæst á ept- irfylgjandi stöðum: í íteykjavík bjá hr. kaupm. B. Kristjánssyni — (1. Einarssyni. - — S. Thorodds Á ísafirði - Eyjafirði - Húsavík - Raufarliöfn - Seyðisfirði - Reyðarfirði - Eskifiröi sen, Grránufélaginu. Sigf. Jónssyni. S.Jorsteinssyni J.Á. Jakobssyni. Sv. Einarssyni. St. Stefánssyni. G-ránufélaginu. Fr. Wathne. Pr. Möller. Einka-sölu fyrir ísland og Eæreyjar hefir stórkaupmaður Jalcob Gunnlsgs- son, Cort Adelersgade4Kjöbenhavn K. 48 Reinert skipstjóri gekk rakleitt inn í stofnna, þar sem þeir voru Ellingsen og Jansen, og van Beuch sofandi, og bar þeim víkinga- skípstjórunum, þær fréttir, er komu hreifingu á þá. Ellingsen þant upp af stólnum, þreif sverð sitt, sem stóð í einu horni á stofunni, og hljóp út á steintröppuna fyrir utan húsið, og kallaði saman þá af hásetunum af „Den vejvisende Paket“, er nær- staddir voru. Strax á eptir heyrðu menn, að bátsstjórar þeirra Ellingsens og Jansens blésn ákaft í hljóðpípur sinar til þess að kalla víkingana saman. Á meðan að Beinert skipstjóri birti víkingaforingjunum fyrir- skipanir sínar, hafði van Beuch af og til opnað augun til hálfs eins og drukknir menn gjöra og dróg ákaflega þungt andann, en nú skipti enginn sér af því, hvort van Beuch var vakandi eða sofandi. J>að sem nú var um að gjöra var að fá nóga menn á hin þrjú víkingaskip, sem lágu á höfninni, en van Beuch var fyrir löngu hætt- ur sjóferðum. Á meðan að víkingaskipstjórarnir létu bátsmenn sína kalla sam- an meniiina með hljóðpípum sínum, þágekk yfirforingi fallbyssubáts- ins sjálfur upp að hraðfréttaþráðarstöðinni Eikarvogsfjalli, til þess að senda sjálfur hraðskeyti austureptir, um það sem hann áður hafði skýrt víkingaskipstjórunum frá. Og strax á eptir byrjuðu frétta- þráðarþjónarnir að vinna í ákafa og létu rúnir sínar fiytja hinum litla herflota fyrir austan Nesið hinar nauðsynlegustu upplýsingar. Jafnframt voru víkingarnir. með ógurlegum óhljóðum og gaura- gangi, að fara um borð í víkingaskipin. í þetta sinn átti „Lucia“ líka að fara út, og til þess að það væri hægt, þá urðu þeir Elling- sen og Jansen að gefa eptir nokkra af skipsmönnum sínum, og þar að auki varð Jansen að skilja stýrimann sinn eptir, þareð hann var ekki vel ferðafær eptir veizludrykkjuna. Van Beuch vaknaði hérumbil við ólæti þessi og hávaðann og fór að geíspa eins og mönnum er títt, er hafa sofnað i liku ástandi og hann. Hann var renusveittur á enninu, og gaut augunum flóttalega í kring nokkrum siunum, og lét þau svo aptur. „Bölvaður tollheimtumaðurinn“, tautaði hann með sjálfum sér- 45 er sneri bakinu að borðinu, þar til van Beuch lét loks tilleiðast að bjóða honum 300 ríkisdali í silfri fyrir skjölin. „Ekki nema eina 300 ríkisdali fyrir tvö konungleg skuldabréf, sem eru full sönnun fyrir því, að konunguriun skuldar mér 2500 ríkisdal.i“, sagði Ellingsen og hló. „Konungurinn, — já konungurinn11, hafði van Beuch eptir og ypti öxlum, — „eg efast alls ekki um að vor konunglegi verzlunar- félagi, sem einu sinni var, viljí borga, — en að hann geti það!„ tautaði van Beuch. „Bjóðið þá 400 dali“, sagði Jansen til að miðla málum. „fað er of mikið“. sagði van Beuch, „en látum svo vera“. Kaupin voru þá afgjörð, en Ellingsen gat ekki setið á sér um leið og hann fleygði frá sér skuldabréfunum, að gefa van Beuch meiningu um, að hann metti þá ekki brúðargjöf sina hátt; en þar á móti hafði Ellingsen ekkert á móti því að fá borguuina alla í svo- nefndum van Beuchs-peningum, sem voru seðlar, er voru gefnir út af van Beuch og undirskrifaðir af honum undir prentað mál, er til- tók upphæð seðilsins. J>að var heldur engin ástæða til þess að neita seðlum van Beuchs, sem gengu þegar manna á milli sem gjaldeyrrr einsog síðar seðlar frá verzlunarfélaginu Ebbe & Gabriel Lund, er hélt áfram verzlun gamla Munds. þessir seðlar gengu þar um slóðir fyrlr fullt ákvæðisverð, en þar á móti vildu menn varla líta við dönskum seðlum, er liöfðu nærri því jafn illt orð á sér einsog víkingaskuldabréfin. Eptir að kaupin á víkingaskuldabréfunum voru afstaðin, fóru þeir að ræða um víkiogskapinn, og báðir skipstjórarnir gjörðu nú ráð fyrir að fara i víking til stranda Skotlands; en van Beuch hafði stungið skuldabréfunum í vasarn, og síðan virtist Wiskyið og hitinn í stofunni að hafa svæft karlinn. |>að mátti líka vel vera að karlinn hefði ekki sofið sem bezt um nóttina; hann var fölari í andliti en venjulega og datt svo útaf. Eyrir utan dyrnar fór brullaupsgleðin sívaxandi. |>að heyrðist bárómasöngur um bardaga Ellingsens við brigg- skipið „Ringdowe“, er hleypti roða í kinnar hans.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/141

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.