Austri - 29.10.1898, Blaðsíða 3

Austri - 29.10.1898, Blaðsíða 3
A t) S í R I. 119 NR. 30 knfizt bærri launa, og búizt var við að járnbrautarJijónarnir mundu gjöra hið sama, og horfir þá til stórvand- rreðn, og eykur þetta mjög óróann í landinu. Kína. Keisaramóðirin, Tsu Hsi, hefir mcð tilstyrk Li Hung Chang rekið hinn unga kcisnra, Tsaitien, frá völdum og ráðgjafa lians og látið drepa alla þá af þeim, er hún hefir náð í og sett römmustu apturhalclsmenn í peirra stað. Hraðfréttir paðan að austan segja jafu.vel að k.eisarinn sjálf- ur muni eigi látinn verða imglifur. Rússar láta eigi ilia yfi.r þessuri stjómarbyltingu, j yí bæði keisjiramóð- irin og Li Hung Chang eru þeini vin- veitt; og hera Knglendingaí það á gamla Li Hung C'hang ftð hann hafi pegið mútur af Ilússum, og er pó einhver auðugasti maður heimsins. Englendingar una þessari stjórnar- byltingu hið versta og draga herskip sin saman sem næst nöfuðborginni Peking, og er en óvíst, hvort eigi er paðan að austan að vænta störtíðinda áður en langt um liður. Borgarbruni hefir nýlega orðið stór- kostlegur i borg þeirri íCína, erHon- kou nefnist, þar sem að að brunnu 10 þús. húsa, og 1000 manns fórust í þessum voðalega bruna. Járnhrautargeng neðun sjáfar ráð- gjörir nú hinn frakkneski mannvirlcja- fræðingur Berlier að leggja undir Gibraltarsund, frá Gibraltar suður til Tanger á Afríku, og þaðan járnbraut til Álgier. faðan má svo fara með járnbraut alla leið til Indlands og mætti með þessu móti komast frá Lnndúnum til Bombay á Indlandi á 6 dögum. Er áætlað að fyrirtækið mnni kosta 1629 milliónir króna, — ekki nema rúm lega helminginn af pví sem Spánverja liefir kostað upp- reistin á Cuba. S k ý r s 1 a um ferð á sýninguiia í Björgvin eptir ■ skólastjóra Jónas Eiríksson á Eiðum. Framh. Sé borin saman áhöfn af lifandi gripum á skólajörðinui Steini, sem var vorið 1878, og næstiiðið vor, 1898, þá fer það sem hér segir: Ar p878: 34 nautgripir 144 sauðfé 6 hestar 2 svín. Ar 1898: 45 nautgripir, ekkert sauðfé, 7 hestar, ekkert svin A þcssu sést að áhöfn jarðarinnar irefir ekki aukizt. Niðurlagt að hufa sauðfé. og svín, en 11 nautgripir og 1 liesti fieira nú. Viðvíkjandi jarðræktinni er það að segja, að afurðir af henni eru ekki miklu meiri nú en tyrir 20 árum, en hún ’er nú orðin töluvert marghrotnari og nokkru meira fólgin i tilraunum með ýmsar sæðis- og áburðartegundir. pegar eg fór af skólanum voru; 27 námssveinar á honum, var hann þá bezt sóttur af öllum búnaðarskólum í Norvegi og hafði raikið álit á sér, enda, var kennsla öll góð, einkum í því verk- iega. Nú eru á skólanum aðeins 18 námssveinar á fækkun þeirramest rót síná í því að búnaðarskólum hefir fjölgað svo mjög, að tala þeirra er nú orðin 18 í landinu, eru þeir allir með líku fyrirkomulagi. og vel sóttir, ber stjórnin og stórþingið sérstaka um- hyggju fyrir þeim, með árlegum fast- ákveðnum fjárframlögum, auk þess sem viðkomandi ömt og héruð lijálpa fjár- málum og framkvæmdum skólanna á- fram. Af því að eg ímynda mér að mönn- um, almennt hér á landi, sé ókunugt um fyrirkomulag hinna norsku búnað- arskóla, vil eg leyfa mér að minnast á nokkur helztu atriði því viðvíkjandi, ogþá sérstaklegal ýsa Steinsskólanum, einkanlega þeim atriðum, sem skóla- stjórinn sagði mér að væru að nokkru leyti sameiginleg fyrir alla skólana. Skólastjóra, undirkennara og tíma- kennara er alveg launað úr ríkissjóði, en garðyrkjunranni, járnsmið, trésmið og fjósmeistara (Fjösmester) að ®/v Laun, hvað skólastj. B. Klokk, að væru lík við alla, skólana, nl. skólastj- óra 2400 kr, undirkennara 1120 kr, garðyrkjumanns 1140 kr, járnsmiðs 1120 kr. trésmiðs 1120 kr. fjósmeist- ara 660 kr, og tímakennara aðeins 100 kr. par að auki geldur ríkissjóð- ur */4 af öllum kostnaði Steinsskóla fyrir ljós, eldsneyti, fæði, kennzluáhöld. meðöl og læknishjálp, prófkostnað o. fl. sem nemur 10 þús. 372 kr. 50 au. enginn smáræðis skildingur fyrir alla skólana sem getur verið mismunandi eptir því sem þörf krefur. Allar af- urðir skólabúsins ganga til þess að halda við húsum, jÖrðu og bxxi innan og utan húss í góðu staudi o, s. frv. einnig til að gera nýjar framkvæmdir í jarðræktinni, kaupa verkfæri, gera ýmsar tilraunir o. þ. h. Ekki einn einasti eyri gengur frá skólabúinu til fæðis: sé einhvhver matvæli látin úti frá því cða annað, er því borgað það fullu verði. Fyrir hinn opinbera styrk sem nemur nú 300 kr. fyrir hvern píllt um árið á Steini, kaupir skólinn fæði af sérstökum nranni sem or nokkurskonár bryti (ökonom) skólans. Yar mér sagt að þessi maður hefði góða atvinnu af fæðissölunni og piltar væru allvel ánægðir með viðurgjörn- inginn. Mest af matvælum er keypt að, en lítið af skólabúinu. t. d. margarin- smjör o. fl., af því það er ódýrara, smakkaði eg það, og var það gott, miklu betra en það var stundum þegar eg var á skólanum. fað, sera hinn opinberi styrkur og afurðir skólabúsins ekki hrökkva til að borga hinn árlega skólakostnað, borgar amtssjóðurinn eða það hérað sem á skólann. Fjárupphæð sú, sem Syðra- Bergenshusamt leggur til Steinsskóla í viðbót við hið úðurtalda, er 2 þús- 805 kr. 34 aurar; nærfellt sama upp- hæð árlega. Hvað viðvíkur fjárupp- hæðum þeim sem eg hef talið hér upp, hef eg farið eptir áætlun skólastjórans á Steini fyrir yfirstandandi reikningsár 1898-1899, en þær eru ekki mikið breyttar frá því sem var í fyrra. J>annig voru veittar alls yfir af opin- beru ié að meðtöldu því fé er fj-ekkst fyrir það er skólabúið gaf af sér, 22 þús. 768 kr. í fyrra, ení ár eru áætþ aðar 22 þús. og 900 kr. til skólans. |>ó það kunni að vera lítið eitt mis- munandi sem lagt er af opinberu fé til hinna skólanna, sem máske getur farið eptir efnum og ástæðum hvers fyrir sig, hefirþó enginn norskur bún- aðarskóli eins lítið fé eins og íslenzku búnaðarskólarnir allir til samans. fær upplýsingar, sem skólastjóri B. Klokk gaf mér, viðvíkjandi konnslu- fyrirkomulagi hinna norsku búnaðar- skóla voru í stuttu máli þær sem nú skal greina: 1. Að ekki er nema ein kennsiudeild eða bekkur í skólunum og piltar teknir inn á hverju tveggja ára tímabili. 2. Að við skölana væri hvert kennslu- tímahil (2 ár) viss námssveina tala sem amtssjóður eða héraðssjóður borg- aði fæði fyrir. þeir sem væru utan amts eða héraðs yrði að borga við- komandi skóla-bryta fæði. 3. Að skylcla hvíldi á þeim piltum sem væru við nám á skólanum, að taka burtfararpróf. 4. Að kennsla öll við skólana hneigð- - ist meir og nmir að því bóklega, jafn- vel þótt verkleg kennsla væri við höfð. Yæri aðallega orcökin sú‘ að flestir stærri hændur í landinu væru búfróðir menn, sem kynni flest |rað er að hinum almennu jarðræktarstörfum Iyti, og piltarnir því þyrtu ekki beinlínis að gmga á skóla til að læra þau, þeir gætu lært þau hjá bændunum sjálfum. þar af leiðandi hefði verið styttur viniuj- tími við Steinsskóla, úr 6 tímum á dag niður í 3 á veturna, og 11 tímum í 10 á sumrin. Auk þess væru vinnu- frí að sumrinu tíðari og piltar þá látn- ir hafa æfíngar í landmælingu, safna grösum o. fl. 5. Að hinar sérskildu námsgreinar væru þessar: 1. Jarðræktarfræði. 2 Húsdýrafræði. 3. Efnafræði. 4. Skóg- ræktarfiiæði. 5. Eðlisfræði. 6. Grasa- fræði. 7 Garðyrkjufræði. 8, Dráttlist. 9. Landmælíng.10. Skordýrafræði. (Iu- sektlære) 11. Söfnun grasa (Botaniske Udfærder). 12. Steina- og jarðfræðj. 13. Reikníngur. 14. Stærða- og rúm- fræði. 15. Mjólkurfræði. (Meierilære). 16. Bókhald, einkanlega um búreikn- ínga. 17. Norska (Móðurmál). 120 sjáanlega erfitt með að koma orðum að því sem henni flaug í hug. Loksins iagði hún hendur ura lnils lionum og hvíslaði að honum, eins og hún skammaðist sín fyrir að tala það háit: „Ef þú vildir kaupa handa mér svona perluhálsband, bara ein- brotið, mig langar svo til að eignast það. Nú var hún búin að stynja óskinni upp; hún faldi svo andlitið við barm hans. „Eg hjóst ekki við svoleiðis ósk. Svo dýr skrautgripur ætti ekki við okkar kringumstæður." „Já, en þegar menn eignast peninga á svona óvenjuiegan hátt, þá mega menn þó gjöra eitthvað að gamni sínu með þá.“ Ætlarðu þá ekki að gjöra bón mína? þegar við svo næsta sinn förurn á dansleik, þá verður þú stoitur yfir að eg skuli líka hafa svona. fallegt men á hálsinum." „Mér þykir hálsinn þinn fallegur án alls skrauts. Látum þá ski’eyta sig sem þurfa þess.“ „Já, en þetta er fyrsta bónin sem jeg bið þig, henni ætlar þú þó ekki að neita.“ „Jú, það gjöri eg,“ sagði hann rólega og ákvai'ðaður. „Og hvers vegna?“ „Af því eg álít ]að órétt og ekki hæfa að játa henni.“ „Nei, nei“ sagði hún. „Jáað er ekki þess vegna, heldur af því þú kærir þig eklci um mig.“ „Einmitt aí því að mér þykir vænt ura þig verð eg að neita þér um þetta, og eg vona að þú sért svo skynsöm að þú sjáir að það er rétt.“ “Fyrst eg er svo óskynsöm, þá hefðir þú ekki átt að eiga mig.“ sagði hún þunglega. „Já. nú eru hveitibrauðsdagarnir úti og búnir! Guð minn góður, hver mundi hafa hugsað það.“ „Nú ertu óskynsöm! sagði hann reiðui'. Henni lá við að tárfeila, og hún vildi alls ekki láta sér segjast við hans alvariegu fortölur, Hún hvorki gat né vildi skilið í því að hann skyldi neita henni um „svona lítið“, þegar peningum hefði „rignt niður til þeirra.“ J>að varð æði löng. þögn. Hvqrugt þeirra gat áttað sig á þessari HlutaveltuYÍiininguriim. Eptir 6. Bendler. —:o:— Hann gekk hægt inn í herbergið, svo að liin unga kona hans, er sat þar við skriþtir, varð ekki \ ör við komu manns síns. Ljósið bar skæian hjarma yfir hennar fagra höfuð og hárið, sem var hnýtt upp í hnakkanum. Hann nam staðar og horfði ástfanginn á hinn yndislega vöxt hennar, þai til hún reit nafn sitt ur.dir bréfið. „Gott kvöld, Martha mín!“ Hún hrökk við. „Eiríkur!“ Og samstundis kastaði hún sér um háls honum og kyssti hann með þeim ákafa, einsog það hefðu verið 2 mánuðir en ekki aðeins 2 tímar síðan hann fór að heiman. Loksins gat hann spurt hana: „Hvaða leyndarmál er það, sem þú varst svo niðursokkin í að skrifa um, að þú varst ekki vör við mig og hrökkst saman?“ J>að var nú af og frá að lrann mætti lesa bréf hennar til móð-

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/141

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.