Austri - 16.12.1898, Page 2
NE 35.
AUSTEl.
138
Sagði keisarinn mr. Stead, að Rúss-
ar hefðu pegar samið stefnuskrá fyrir
fundinn er bráðum yrði send stjórn-
endum ríkjanna tll yíirlits og íhug-
unar.
Yæri pað einkum ætlunarverk fund-
arins að afstýra því, að herkostnaður-
inn færi framúr pví, er nú ætti sér stað,
og að takmarka sem mest notkun hinna
nýju maunskreðu drápsvéla, einkum
sprengivélanna, og yfir höfuð komast
svo langt í friðaráttina sem framast
vœri unnt, og að reyna til að fyrir-
liyggja, að pjóðirnar hleyptu sér í
ófrið án alvarlegrar undangenginnar
sáttatilraunar.
GrikklantL Stórveldin fengu loks
Tyrki til að draga lið sitt hurt af
Krítey, og síðan skoruðu Riissar,
EnglendÍDgar, Frakkar og ítalir á
Georg Grikkjapriuz að gjörast land-
stjóri á Krítey og urðu peir Georg
konungur og sonur hans vel við pess-
ari áskorun stórveldanna, er gjörð var
með vilja og vitund, bæði f ýzkalands-
og Austurríkiskeisara, og ætlaði prinz-
inn sér að fara alfarinn frá Apenu-
borg til Kríteyjar nú um síðustu mán-
aðamót, og taka stórveldin nú ekkert
tillit til mótmæla Tyrkja í pessu máli,
enda eru pau talin gjörð meira tii
málamyndar en af reglulegri aivöru,
par sem herlið Tyikja heíir nú allt
orðið að víkja fyrir skipun stórveld-
anna burt af Krítey, og Kiíteyingar
pví nú í algjörðum meiri hluta heiir.a
á eynni, og hlakka peir mjög til um-
skiptanna.
A Grikklandi hafa nýlega orðið enn
einu sinni ráðgjafaskipti, og heitir
forsætisráðgjafinn nýji Zaimis.
Austurferð í*ýzkalandskeisara hefir
reitt vel af og peim keisarahjönum
alstaðar á leiðinni verið vel fagnað.
Eyrst í Yenedig af Umberto Italíu-
konungi og drottningu hans, og síðau í
Miklagarði af Soldáni og helztu möun-
um hans. Eór Soldán sjálfur til strand-
ar til að fagna keisarahjónunum, og
ók síðan til hallarinnar með keisara-
drottriinguna við hlið sér, en Yilhjálm-
ur keisari varð að láta sér nægja með
að aka í vagni störvezirsins.
Síðan hélt Soldán peim keisarahjón-
uni hverja veizluna hinni dýrðlegri, og
mæltu peir keisari og Soldán að skiln-
aði til fastrar vináttu með sér. Mæla
pað sura útlend blöð, að Yilhjálmur
keisari hafi lofað Soldáni að ábyrgjast
honum laudeign lians alla, en önnur
bera pað til haka, og er pað senni-
legra, pví svo gæli vel farið, að sú
ábyrgð yrðiall pung að inna afhendi
fyrir keisara.
Síðan hélt keisari frá Miklagarði
suður á Gyðingaland og vígði í Jerú-
salem hina pýzku kirkju og keypti par
lóðir í borginni, er keisari gaf svo
kirkjunni, og skrifaði svo Leo páfa
13. mjög vinsamlegt bréffrá Jórsölum
og kvað sérjafnannt um hiea kapólsku
pcgna sína, sem mötmælendur, og pakk-
aði pálinn aptur keisara vínarorð hans
við hann og kapóiska kirkju.
Frá Gyðingalaiidi fóru keisarahjónin
á lystisldpi peirra, „Hohenzollern“,
sjóleið vestur eptir Miðjarðarhafi og
voru komin til eyjarinnar Malta um
síðustu ffiánaðamót, og var sagt að
keisari vildi nú hraða sem rnest ferðinni
heim til sín, par sem einn af smá-
furstum pýzkalands hefir klagað keis-
arann fyrir sambandsráðinu pýska
fýj'ir að hafa lítilsvirt hann og tign
hans í hans eigin kotríki, par sem
hershöfðingi keisarans og setuli.ðið
hefir 1 samráði við keisara neitað að
heilsa k venjulegan hátt börnum lands-
höfðingjans og eigi fengizt af peim að
nefna hann og hörn hans „hátign“ sem
peim hæri með réttu eigi síður eu
keisara keisaranafnið. Minnir lands-
höfðingi pessa stéttarbræður sína á, að
ef peir láta keisara og mönnum hans
haldast pessa óvirðingu uppi við sig, pá
muni pess skammt að bíða a.ð keisar-
inn sýni peim slíka lítilsvirðingu sem
nú honum, ef peir láta petta uú ó-
átalið.
Á meðan keisarinn hefir verið fjar-
verandi hefir og stjórnin farið í ennpá
rammari aptuihaldsstefnu en áður, og
pótti pó pó nóg um, og auk Slesvík-
inga ýmsir beztu og frjálslvndustu rit-
stjórar ríkisins verið rekDÍr úr landi,
og málum, útaf lítilsvirðiugu gagnvart
keisaranum, óskemmtilega fjölgað, og
mjög daufar undirtektir fékk uppá-
stunga uokkurra keisaralegra hráka-
sleikja um að fagna heimkomu keisara-
hjónanna til Berlin með sérstaklegu
hátíðahaldi.
Austurriki. ]Jar er nú rifrildi í
báðum deildum ríkisins miili stjörn-
arinnar og picganna, svo lögjafar-
vinnan fer mjög illa úr hendi.
En pað sem mestum tíðindum pyk-
ir sæta er pað, að hin afarmannskæða
indverska kýlapest hefir fiutzt til Yin-
arborgar með lækni nokkrum, Mfdler
að nafni, er heflr verið á Indlandi
fyrlrfarandi til að rannsaka pestina
og uú var nýlega heimkominn tilVín-
arborgar, og var pat' að gjöra til-
raunir með hölusetningar á dýrum
gegn pestinni.
pjónn læknisins. er gætti hinna
bólusettu dýra. veiktist fyrst; og síðan
Möller læknir, er stundaðí hann, og
dóu báðir úr pestinni. En svo hræddir
eru menn í Vínarborg við pestina, að
prestur sá, er átti að veita lækninum
sakramentið, porði eigi inn til hius
sjúka, en sýndi honuni aðeins sakra-
mentið innum gluggann og liét horram
paðan syndafyrirgefningu.
Læknarnir í Yínarhorg hafa tele-
graferað til Pasteur- stofnunarinnar
eptir öllu pyí bólusetningarefni er
Iiún ætti gegn kýlapestinni.
[>n'r menn aðrir höfðu veikzt af
pestinni í borginui og voru taldir af
og stendur öilum ákafar ótti af' drep-
sóttinni.
Vér höfum og séð, að kýlapestin
hefir lika borizt með skipi frá Ind-
landi til San Fransisko og höíðu 2
hásetar dáið úr drepsóttinui áleiðinni
sem pannig virðist að ætla að ofsækja
hinn menutaða heim bæði að austan
og vestan, sem heitir pó hinuæ ströag-
ustu sóttvörnum gegn pessum voða-
gesti.
Sviss. Morðingi Elísabetar keis-
aradrottiiingar, Lucheni, hefir nú feng-
íð sinn dóm, og er hann dæmdur til
æfilangs faugelsis, en ekki daúða, pví í
Genfarfylkinu er dauðahegning af-
numin.
Prakkland. f>ann 25. október tókst
herforingjaflokkuum loksins uð steypa
hinu frjálslynda ráðaneyti Brissons
fyrir liðsinni hermálaráðgjafa ráða-
neytisins, Obanoine, er hershöfðingj-
arnir höfðu laumað iun í ráðaneytið
sem öðrum Júdasi, er svoik pað svo,
er pví reið mest á, og kvaðst endur-
skoðun Dreyfusmálsins mótfallinn eins-
öpótt
og fyrirrennarar hans, Oavignac og
Zurlinden, pö hann hefði áður sagzt
vera ráðaneytisforseta Brisson sam-
dóma um að mál Dreyfus skyldi prófa
að nýju. En Brisson fékk pó pjóð-
pingið til pess að sampykkja-pað áður
en hann lagði niður völdin, að hers-
höfðingjarnir skyldu sem aðrir hlýða og
| vera undirgefnir Iiin borgaralegu lög;
, en pað er einmitt pað sem hershöfð-
j ingjunum og peirra fiokki er svo mein-
J illa við.
j Brisson hafði og unnið pann mikla
sigur, að koma máli Dreyfusar fyrir
hæstarétt Erakklands, „Cassations-
réttinn11, sem var nú að yfirheyra
hershöfðingjana, er engar varnir, sem
teljandi eru, gátu fært frarn fyrir dóms-
áfellingunni, og pví hefir hæstiréttur
ákveðið að láta Dreyfus vita af pví
að mál lians sé tekið fyrir að nýju og
muni ýms ný spursmál verða lögð fyrir
hann til úrlausnar, og verður líklega
einhver nf hæstaréttardómendunum
sendur af réttinum til Djöflaeyjunnar,
par sem Dreyfus er uú í miklu pol-
anlegra varðhaldi en áður, og fær að
taka við bréfum frá konu sinui og
skrifa henni aptur.
Sá heitir Dupny, er nú er forsætis-
ráðgjafi, sá sami er var forseti pjóð-
pingsins er anarkistar fleygðu sprengi-
vélinni ofan í pingsalinn, og særði hún
ýmsa pingmenn og varð einum að banal
En Dupuy sat grafkyr á forsetastóln-
um meðan á ósköpunum stóð og sagði
svo, ofboð rólega, er liann fékkhljóð:
„Svo liöldum vér áfranr dagskránni!“
Mun Dupuy pví, fyrir hugrekkis sak-
ir, vera vel fallinn til forsætisráðgjafa,
sem hann líka hefir verið áður 0;
vel fara með embætti sitt.
Hermálaráðgjafi er nú orðinn ping-
skörungurinn Freycinet, er opt liefir
áður verið ráðgjafi og staðið fyrir her-
málunum, pó hann ekki sé hermaður,
og virðist pað góðs viti um að hann
láti hnrshöfðingja landsins hlýða hin-
um borgaralegu lögum. [>ó pykir
mönnum hann hafa verið of tilslökun-
arsamur í pví að leyfa, undir pessum
kriugumstæðum, að Piquart ofursti sé
dreginn fyrir hiun illa ræmda her-
mannadómstól, par sem sakargiptirnar
gegn honum styðjast aðallega við vitn-
isburð, eða réttara sagt álygar skjala-
falsararanna, ofurstanna Esterhazy,
Pat de Olam og Iienrys, pess er skar
sig á háls í fangelsinn, er hann sá að
svik hans og skjalafölsun mundi kom-
ast upp.
Eorsætisráðgjafi Dnpuy hefir lofað
pví hátíðlega, að Cassationsrétturinn
skuli nú fá öll skjöl Dreyfusmálsins
tii meðferðar, en pví hafa allir hinir
fyrri hermálaráðgjafar pverneitað um.
Má segja að nú rofi fyrst fyrir rétt-
urn úrslitum í pessu voðalega máli,
sem pví miður hefir sett svo svartau
blett á hið frakkneska lýðveldi, en pó
einkum hershöfðingja pess.
jýað pykir og horfa til bóta með
réttdæmi hermannadómstólsins i máli
Piquarts ofursta, að Dupuy hefir sett
a.nnan formann fyrir hershöfðingjaráðið
en verið bafði. en pað hefir pótt eiga
rnestan pátt í öllum pessum málarekstri
hingað til.
England hervæðist nú af kappi til
lands og sjávar, líklegu til pess að
vera við öllu búið bæði í Asiu og
Afríku, par sem Bússar og Erakkar
gjörðust all-áleitnir við pá í haust,
og máske meðfram til pess að purfa
eigi í bráðina að auka herbúnað sinu
eptir friðarfundinn í vor komanda.
Kú er sigurvegarinn frá Omdurman
og Khartum, Kitchener, kominn heim
aptur til Englands, og var honum, sem
vonlegt var, niæta vel tekið og sýndur
hinn mesti heiður, bæði af pjóðinni
og drottniugu, sem gjörði hann að
lávarði af Khartum, en Lundúaarbúar
gjörðu hann að heiðursborgara höfuð-
borgarinnar.
Ameríka. jþann 6. nóvember kom
upp eldur á Oapitolio í Washington
við að gasrör sprakk í köllinni og
kveykti í bóka- og skjalasafni hæsta-
réttar, sem eyeilagðist að nokkru leyti
áður en eldurinn varð slökktur, og er
skaðinn á söfnum pessum metinn á
1 millíón dollara, en skemmdir á bygg-
ingunni sjálfri 200 púsundir dollara.
Ameríkumenn hafa nú kreft niður þá
uppreist Indiána, er áður hefir verið
getið um hér í Austra. En eigi er
víst r.ema Indiánar rísi a'ptur upp á
móti stjórninni, ef húii eigi setur par
ráðvandari menn til optirlits nu-ð peim
cn áður, pví pað hefir sannazt, að peir
liafi notað stöðu síua tii að fófletta
Itidiána á ýmsan hátt.
Síðast í i. m. gekk voðaleg stórhríð
í norðausturhluta Bandaríkjatma, og
stóðu pá allar járubrautarlestir fastar
par nm slóðir, og fjöldi skipa fórst
með ströndum frarn, par á meðal ein-
ungis við Boston 35 skip, og margir
menn misstu lífið.
Friðarsa.mningurínn milli Ameriku-
manna og Spáuverja hefir verið í
smíðum í Parisarborg í allt haust og
leit nú um síðustn mánaðamót út fyrir
að saman muudi ganga íneð þeim.
Hefir pað mest staðið fyrirj málalokum,
að Ameríkumenn viidu óvægir ní í
Pilippseyjarnar og hótuðu annars að
byrja ófriðinn á ný, sv0 Spánverjar
urðu að sanna pað í'ornhveðna, að
„sigraðir menn verða að láta sér allt
vel lynda", og láta af hendi nálega
hinar síðustu nýlendur ríkisins bæði í
Asíu v>g Ameríku og fá einar 20
millíónir fyrir, er varla má heita
meira en landsbætur fyrir svo mikil
og góð lönd, enda voru Spánverjar
að þeim flestum illa komnir og höfðu
illa farið með ríki sín par sem
heima, og sannast par einuig hið
fornkveðna, að „iliur fengur illa for-
gengui'“.
Hæstaréttardómur or nú uppkvoðinn
í spítnatökumáli Halldórs prófasts
Bjarnarsonar á Presthólum, og'prófast-
urinn algjörlega sýknaður af ákærum
hins opuhera, og ekki eiuusinni sektað-
ur fyrir ósæmilegan rithátt fyrir undír-
réttinum.
Læknisleysið á Austfjörðam. Yér
höfum fengið megnar umkvartunir yfir
pví frá Suðurfjðrðunum, hve afar-
óheppilogt og ófullnægjamli pað sé,
að setja lækninn á Djúpavog til
pess að pjóna í vetut'Eskiíj u ðar lækn-
isumdæmi, par sem haua situr í svo
miklum fjarska, að í flestum tilfellum
er ill mögulogt að ná til hans, eiak-
um að vetrarlagi, er setning læknis-
ins pó einmitt grípur yfir.
Liklega hefir enginn lækuaskóla-
kandidat verið nú á lausum kjala til
að grípa tii. En pá virðist pó hafa verið
miklu hentugra að setja herra !ié r-
aðslækní Stefán Gíslason á Höfða til