Austri - 23.01.1899, Síða 2

Austri - 23.01.1899, Síða 2
NR. 2 AUSTfij. 6 um 'þalíklæti þjóða cg þjóðliöfðingja. En þessari kröfu Spánverja um lík- ama Kólumbusar neita Bandamenn, og segja hann tilheyra þeirri þjóð og því landi, er haun fann fyrstur manna, og verða vesalings Spánverjar víst að láta sér það nægja, sem aðra afarkosti af hendi þessarar mannúð- legustu! og frjálslyndustu! þjóðar heimsins, er Bandamenn vilja heita, sem er sá tignarsess, er margir vilja hossa þessum auðugustu matirapúkum heimsins upp í, en því miður hafa margir þeirra hingað til of opt notað auð sinn til þess að féflétta alla alþýðu landsms, ennú hafaþeir fært sig út fjTÍr landamærin til þess að ræna og svæla undir sig eignir og ný- lendur annara þjóða, undir yfirskyni frelsis! og mannréttinda!— og hafa niðst á særðum og sjúkurn mótstöðu- mönnum sínum, hrúgað þeim saman í óheilnæm og illa útbúin flutningssldp þar sem þeir svo hafa dáið hópum saman á heimleiðinni til Spánar. Ameríka. J>að mega Bandaríkja- menn eiga með réttu, að þeir eru heims- ins mestu vélasmiðir. Nú hafa véla- meistarar þeirra fundið upp aðferð til þess að aka stærstu hafskipum með öllum flutningi á landi. Hleypa þeir skipunum inní þartilbúna skipa- kví, sem þeir svo fullyrða að aka rnegi með öllu saman eptir þar til gjörðum járnbrautum svo langt sem menn vilja á landi, og hleypa þeim svo aptur á sjó. En um leið er talinn töluverður vafi á því, hvort þessi flutningur muni borga sig, þar járnbrautir þessar þyrftu að vera svo ákaflega ramgjörv- ar til þess að bera þvílíkan feykna þunga. En ef þessi uppfynaing reynd- ist „praJrtjsk^ þá væri ráðið frammúr því vandi spursmáli, hvernig komazt ætti yfir Panamaeyðið milli Atiants- hafs og Kyrrahafsins,sem gleypti svo marga milliarða króna fyrir Erökkum eigi alls fyrir löngu, og sem Ameríku- menn eru nú að reyna til að ráða frammúr. Jólasíjarnan. Hún tindrar við dagsbrún, svo töfr- andi skær, hún tindrar í morgunsins loga, og ofan á hjarnið og ísana slær svo inndælum, fáséðum logn. Hún dregur sem gullrönd á dimm- bláan sjó og drcglum um skýrönd hún fleygir og geislinn frá henni í geðþekkri ró um gluggann sig inn til vor teygir. Hún fer undan dagsbrún og blikar svo blítt og boðskap um dagskomu geymir; hún skín um hvern einasta afkima þýtt, og engu á jörðunni gleyrnir. Hún lýsti þeim fróðu til frelsarans braut og fæðingarstjarnan hans er hún, og ætíð um jólin svo innilegt skraut og yfirbragð fagnandi ber hún. pað er, sem hún heilsi frá himni á jörð, já, heilsi frá Guði til inauna og skiifiþá kveðju á bjarnþökin hörð svo helgidómsfulla og sanna. Já, vöggu þcss himneska heilsar bún frá og heilsar um víðáttu geiminn og greinir svo langt, sern að geisl- arnir ná, hver gleði er borin í heiminn. Hún tindrar við dagsbrún, þótt dökk- blátt sé hvel, og dýrð sinni austrið hún fyllir og snjóbreiður kaldar og harðar sem hel með himneskum ljöskossi gyllir. Að sæti þess hæzta hún sýnir þér leið — húir sál þína teygir í ljóma og áfram þér lyptir um háloptin heið til himinsins leyndustu dóma. Guðm. Magnússon. ■_____ VT® t Anáreas Rasmnssen, póstafgreiðslumaður á Seyðisfirði, and- aðist að heimili sínu aðfaranótt þ. 17. þ. m. eptir langvarandi sjúkdómslegu. Póstafgreiðslumaður A. Kasmussen var fæddur á Lálandi 24. nóv. 1834, og varð þannig rúinlega 64 ára gamall. Hingað til Seyðisfjarðar kom hann 25 ára gan|all og dvaldi hér ávalt síðan. og var því einhver elzti íbúi kaup- staðarins. Eyrst kom Basmussen, árið 1859, sem beykir til verzlunar P. 0. Knudt- zons. og varð hrátt utanbúðarmaður við þá verzlun, þar til stóikaupmaður Y. T. Thostrup keypti hana, hélt þar sömu störfum með heiðri og sóma til ársins 1890, er hann yfirgaf þá verzlun með lofi og dálitlum eptir- launum í noklcur ár, sem viðurkenningu frá húsbónda sínum fyrir langa og trúa þjónustu; og var hans saknað af öll- um viðskiptamönnum verzlunarinnar fyrir hreinskiptni og áreiðanleik. Póstafgreiðslumaður varð Basmus- sen þegar er hið nýja póstfyrirkomu- lag náði gildi árið 1873, og hélt því embætti td dauðadags, og var jafnan talinn með hinum vissustu og sam- vizkusömustu jióstafgreiðslumönnum landsins. Arið 1867 gekk itasmussen að eiga eptirlifandi frú sína, Onnu Stefáns- dóttur, uppeldisdóttur þeirra góðfrægu kaupmannshjóna Jóhanns Havsteens og frú Sophiu á Akureyri. þ>eim hjónum varð ejgi barna auðið, en tóku til fósturs systurson konunnar þegar í barnæsku, núverandi kaup- marm og skósmiðameistara, Andrós Kasmussen, er hefir með einstakri lip- urð hj 'Jpað fósturföður sínum hin síð- ustu árin með hin sívaxandi póststörf. YiÓ fráfall póstafgreiðslumanns An- dreas Rasmussens hefir Seyðisfjörður misst sinn þriðja nýta borgara á síð- asta missiri, er var oss öllum að góðu kunnur, vinfastur og staðfastur í ráði, reglusamur og skyldurækinn em- bættismaður og í alla staði liinn heið- virðasti borgari, er lengi mun hér minnzt með vinarhug. Jarðarförin er ráðgjörð á firamtu- daginn 26. þ. m. Skapti Jósepsson. „Afh|úpiin íslendinga. i (þýtt úr danska blaðinu ,,K0l>enhavn“ 28. og 29, uóv. s. 1.) | -0- j Vér höfum fengið eptirfarandi upp- j lýsingar, frá nákunnugum manni á Is- | landi, sem eru þess verðar að alinenn- ! ingur, en þó einkum ríkisþingið, veiti | þeim eptirtekt. I. í Dönsk blöð flytja oss opt fregnir af | þvi, eptir hinum íslenzku blöðum, hve íslendingar séu illa farnir sökum botn- vörpuveiða hinna ensku gufuskipa, að viðbættum umkvörtunum undan því, hve illa Danir verndi l indhelgina, er islenzk blöð hafa fyrir keyri á Dan- mörku, og ef þessi blöð væru lesin þar, þá mundu menn reka sig á hverja ritgjörðina annari eitraðri gegn Dan- mörku. pað eru gildar ástæður til þess að rannsaka þetta mál nákvæmar, svo að livorki alþýða manna, og allra sízt ríkisþítigið, vaði hér um lengur í villu og svíma, því til þvílíkrar haugalýgi, svívirðingar og óþokkaskapar, sem í þessum íslenzku blöðnm er borin Dau- mörku á brýn, munu va.rt finnast dæmi. Svo er nefnilega mál með vexti, að ! alstaðar er veitt þar með botnvörp- | um í landbelgi, sem því aðeins getur i átt sér stað, að Islendingar eru í fé- í lagi með botnverpingum og fá nokk- ; urn hluta af ágóðanuin, til þess að halda vörð og vara botnverpinga við vat'ðskipinn „Heimdalli“. pessu hefir farið fra m í nokkur ár, en nú í fyrra sumar heppnaðist skipstjóranum á „Heimdalli“ að fá hér um lögfulla sörtnun. En sakborningurinn var sýkn- aður. Og nú síðan fara menn ekki í nokkra launkofa með þessa atvinnu, sem áður var þó rekin í laumi. J>að eru lagðar nokkuð háar sektir við ó- löglegri botnvörpuveiði, sem þvt er nokkur áhætta með, en sem nú er næstum því algjörlega horfin. Hinir ensku fiskarar og íslendingar haga þessum félagsskap þannig: Á sumrum er heilagfiski og kolar í háu verði á Englandi, en annar fiskur, einkum þorsluir, er þar þá í lágu verði. Á íslandi er heilagfiski og kolar ekki verzlunarvara, en þar er þorskurinn í mesta uppáhaldi og gjörður úr hon- um saltfiskur. pessvegna skipta þeir þannig með sér, að Englendingar halda heilagfiskinu og kolunum, on íslend- ingar íá þorskinn í sinn hlut, gegn því að setja vörð í landi til þess að gefa botnverpingum í tíma vís'oendingu um komu „Heimdalls“, og fyrir það að Ijósta ekki upp um Englendiuga fyrir Heimdellingum. |>ó að varðsviðið kringum ísland sé stórt, þá mundi „Heimdalli“ þó tak- ast að afstýra botnvörnuveiði innfjarða, jafnvel þó hann ekki stæði botnverp- inga að verki. Skipiu hafa öll númer er lcsa má úr landi. Og þó þeir reyndu til að dylja númerið, þá væri itægurinn hjá að fara í færu veðri úr landi og lesa númerið, þareð skipin fara mjög hægt meðan þau hafa botn- vörpuna í sjó. En sé það * vottfast, að skip hafi veitt ólöglega, þá getur varðskipið tekið það hvenær og hvar sem það hittir það. Ef íslendingum væri nokkur alvara með ópin yfir varnarleysi þeirra, þá ættu þeir þó fyrst og frernst sjálfir að stuðla að því að botnverpingarnir yrðu handsamaðir En þeir hjálpa þeitn þvert á rnóti til að komast undan. Undir þvílíkum kringumstæðum garti ekki einusinni stórveldi verndað land- helgi sína. Hér þarf ekki framar vitnanna við. Hér er ekki að tala urn sök einstakra rnanna, næstum því allir Islendingar eiga hér óskilið mál. þeir hafa hór af fyrirhafnarlaust toluveröan íiagnað. „Heimdallur“ verður því að vera á verði bæði gegti Englendingum og ís- lendingum, og því má það heita vel gjört, að leika á þá báða og ná í nokkra botnverpinga. En þar eð það ræður að líkindum, að þetta tekst ekki varðskipinu nema á stundum, þá er það svo sem sjálfsagt, að hin ís- lenzku blöð nota þetta til þess að hæðast að „Heimdalli“ og hinni ’dönsku stjórn á svívirðilegasta hátt, og nota þetta til sívaxandi og stöðugra æsinga gegn Danmörku. Eað væri aunars fróðlegt að atli.ga, nokkuð nákvæmar, aðfarir íslendinga við oss Dani í öllutn greinum, en vér ætlum hér að'láta oss nægja aðbmda á eitt atriði, er þingfulltrúum land- bænda vorra mun þykja fróðlegt að fá vitneskju um. II. fað er alþingi íslendinga, sem liefir búið til botnvörpuveiðalögin, og þau eru mjög hörð. En nú verður það, er sízt skyldi ætla, að íslendingar, er sjálíir hafa samið lögin, nota þau til að æsa Eng- lendinga gegn Danmörku, þrátt íýrir það að hið danska ríkisþing á ekkert í lögunum. ]pegar nú „Heimdallur“ tekur botnvörpuskip við ólöglega veiði samkvæmt þeim lögum er Islendingar hafa sjálfir tilbúið, þá uota þessir sömu íslendingar þetta til þess að kveykja hatur gegn Dönum. jpetta rná auk annars sjá aí blöðunum í Grims- by, sem eru full af lastmælgi um Dan- mörku útaf þessu. Og hér komum vér þá að því at- riði, er varðar mestu fyrir landbænd- ur vora. Hinir miklu skipaútgjörðar- menn í Grimsby og Hull hafa nfl. hingað tii keypt til skipa sinna, sem á eru sjómenn svo þúsundum skiptir, danskt smjör, kjöt, flesk og egg. En nú er það altalað, að ýmsir þessara stóru skipaútgjörðarmauna séu þvi nær hættir að kaupa þessar vörur af okk- ur Dönum, en við það bíða danskir bændur tilfinnaulegt tjón, er að öllum líJvindum mun fara vaxandi. pað er því meira en tími til þess kominn, að hið danska ríkisþiug gefi nákvæmari gætur að ástaudinu á ís- landi, og einkum hafa gætur á því, að væntanleg breyting á hinu ísienzka stjórnarfyrirkomulagi ekki geli íslend- ingurn færi á að koma Dönum í kland- ur við aðrar þjóðir, er íslendingar mundu ekki svifast að gjöra. þ*á verður og ríkisþingið aö hugsa sig vel um fjárveitinguna til varð- skipsins. Hinir dönsku sjöliðar eiga lof skilið fyiir hvað vel þeir hafa gætt skyldu sinnar undir þessuiu örðugu kringumstæðum, en vér ættum þó að hafa svo mikinn þjóðannetnaö, að vér ekki stuðlum að þyí að íslendingar dragi dár að gunnfána vorum. Sjó- liðum vorurn er þetta allt vel kunnugt. En þareð stjórnin skellir við þfí skoll- eyrunum, þá má vel vera að þeir eigi ekki svo hægt með að taka til máls. Hinn danski lýðstjórnarflokkur hefir

x

Austri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/141

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.